Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Sjálfstæðismenn vita að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni“

Hall­dóra Mo­gensen, þing­kona Pírata, gagn­rýndi Ásmund Frið­riks­son fyr­ir til­hæfu­laus­ar ásak­an­ir og sagði Brynj­ar Ní­els­son hafa mis­not­að að­stöðu sína sem vara­for­seti Al­þing­is.

„Sjálfstæðismenn vita að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi líkum að því í gær að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hefði lekið trúnaðarupplýsingum um viðkvæm barnaverndarmál til Stundarinnar. Þegar hún óskaði eftir því við Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og 2. varaforseta Alþingis sem stýrði þingfundi, að fá að bera af sér sakir varð hann ekki við því og frestaði þingfundi.

Halldóra fékk loks tækifæri til að tjá sig um ásakanir Ásmundar í gærkvöldi, þegar Steingrímur J. Sigfússon þingforseti stýrði fundi.

„Ég kem hér upp til að bera af mér sakir vegna orða sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, lét falla í pontu í sérstakri umræðu um barnaverndarmál fyrr í dag. Þar sakaði Ásmundur Friðriksson mig um alvarleg brot í störfum mínum sem formaður velferðarnefndar, um trúnaðarbrest og gagnaleka, sem ég er algjörlega saklaus af og það veit þingmaðurinn vel,“ sagði hún.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann sakar mig um slíkt, en Sjálfstæðismenn vita mætavel að ef þeir endurtaka lygina nógu oft þá fara einhverjir að trúa henni. Ég hafna með öllu þessum ásökunum Ásmundar Friðrikssonar og fordæmi orð hans. Ásakanir þingmannsins hafa kastað rýrð á störf mín, störf nefndarinnar, og störf þingsins.“

„Horfði beint í augun á mér og frestaði
svo fundi í stað þess að gefa mér orðið“

Brynjar Níelssonþingmaður Sjálfstæðisflokksins

Halldóra gagnrýndi einnig Brynjar Níelsson „Þá eru athafnir háttvirts þingsmanns Brynjars Níelssonar í forsetastól Alþingis algjörlega óforsvaranlegar þar sem hann leyfði þingmanni Sjálfstæðisflokksins að hafa uppi alvarlegar og grófar aðdróttanir í minn garð. Mér var svo ekki gefið tækifæri á að svara fyrir mig þar sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sat í forsetastól hunsaði ítrekað beiðnir mínar um að fá að koma upp í fundarstjórn til að bera af mér sakir, horfði beint í augun á mér og frestaði svo fundi í stað þess að gefa mér orðið. Er mín upplifun sú að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafi þarna misnotað aðstöðu sína sem varaforseti Alþingis til að halda á lofti aðdróttunum þingmanns Ásmundar Friðrikssonar í minn garð. Ég vænti þess að þetta mál fái tilhlýðilega meðferð í forsætisnefnd Alþingis.“

Bar þungar sakir á formann velferðarnefndar

Ásmundur Friðriksson gerði birtingu Stundarinnar á tölvupósti sem hann sendi þingmönnum velferðarnefndar að umtalsefni í sérstakri umræðu um barnaverndarmál á Alþingi í dag. Þá gagnrýndi hann Halldóru fyrir að hafa ætlað að fjalla um vinnubrögð Braga Guðbrandssonar, frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, í einstöku máli á opnum nefndarfundi. 

„Pírötum í þinginu hefur ekki tekist vel upp þegar kemur að meðferð trúnaðargagna. Meðferð formanns velferðarnefndar í máli fjölskyldu sem tekið var upp í velferðarnefnd er dæmi um óvarlega meðferð tölvupósta nefndarmanna, og jafnvel trúnaðargagna. Tölvupóstur sem ég sendi formanni nefndarinnar og nefndarmönnum birtist umsvifalaust í Stundinni en gögn málsins voru birt í því blaði,“ sagði Ásmundur. „Lögmaður aðstandenda kom í veg fyrir að formaður nefndarinnar ræddi einstaklega persónuleg mál á opnum fundi í velferðarnefnd og formaðurinn var kominn með málið langt út fyrir eðlileg mörk en hlutverk nefndarinnar er að ræða stjórnsýslu barnaverndarmála en ekki einstök mál eins og vilji formannsins stóð til.“ 

Þá fullyrti hann að Píratar og Stundin ættu í samstarfi og Stundin hefði „lekið“ persónulegum upplýsingum. „Samspil Pírata og Stundarinnar sem lak persónulegum upplýsingum í viðkvæmu máli er áhyggjuefni fyrir Alþingi. Sú krafa er gerð til okkar þingmanna að gæta trúnaðar í okkar störfum og aldrei er mikilvægara að halda trúnað en þegar kemur að viðkvæmum málefnum barna og fjölskyldna þeirra.“ 

Spurði ráðherra um vinnubrögð Braga

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, átti frumkvæði að sérstöku umræðunni um barnaverndarmál. Í síðari ræðu sinni gagnrýndi hún Ásmund fyrir að sóa ræðutímanum sínum í skítkast og aðdróttanir gegn kollegum sínum á Alþingi. 

Þá beindi Þórhildur spurningu til Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra um vinnubrögð Braga Guðbrandssonar frambjóðanda Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

„Ég ætla ekki að fjalla um þetta einstaka barnaverndarmál, en hins vegar finnst mér mikilvægt að hæstvirtur ráðherra svari eftirfarandi spurningu sem lýtur almennt að réttindum barna og stjórnsýslu barnaverndarmála: Telur hæstvirtur ráðherra að hegðun forstjóra Barnaverndarstofa þar sem hann hafði afskipti af einstöku barnaverndarmáli án þess að huga að því hvort málsaðili kynni að hafa brotið kynferðislega gegn barninu sem átti í hlut, samræmist barnalögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða ekki aðeins þetta einstaka mál heldur barnaverndarmál almennt, afstöðu ráðherra sem fer með barnaverndarmál í ríkisstjórn Íslands, til mannréttinda barna og þeirrar grundvallarkröfu að börn séu alltaf látin njóta vafans.“ 

Þegar Stundin fjallaði um barnaverndarmálið í Hafnarfirði í lok apríl var haft eftir Braga að þegar hann kom að málinu hefði hann ekki vitað eða viljað vita hvort faðir barnsins kynni að hafa brotið kynferðislega gegn því. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði hann í viðtali við Stundina um málið þann 27. apríl síðastliðinn.

Ráðherra átti lokaræðuna í sérstöku umræðunni eins og venjan er en náði ekki að svara spurningu Þórhildar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár