Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Raflost, geimverur, Bill Murray og Listahátíð

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 25. maí til 7. júní.

Raflost, geimverur, Bill Murray og Listahátíð

RAFLOST 2018

Hvar? Mengi
Hvenær? 25.–26. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr. fyrir annað kvöldið, 3.000 kr. fyrir bæði.

RAFLOST er framsækin hátíð fyrir nýja tónlist og miðlalist þar sem rafmagn og tækni eru notuð við sköpun eða flutning. Áhersla er lögð á að rækta grasrót íslenskra raflista með því að kynna nýjustu strauma. Þar koma saman hvers kyns raflistamenn, DIY hakkarar, nemendur Listaháskólans, S.L.Á.T.U.R. tónskáldasamtökin og fleiri hópar úr íslensku jaðarsenunni.

Svartalogn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 25., 26., 31. maí og 8. júní kl. 19.30
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Svartalogn er leikverk byggt á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en það fjallar um Flóru sem er óvænt komin í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum um hávetur. Flóru finnst hún hafa glatað öllu sem áður gaf lífi hennar gildi. En mitt í öllu vetrarmyrkrinu kynnist Flóra konum sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á hana.

Skrattar, Elli Grill, Alvia

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 26. maí kl. 00.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Skrattar spila tónlist næturinnar, þar sem ljúfir rafrænir tónar og staglkennt gítarplokk bráðna saman við tómhyggjulegan söng. Nóttin byrjar með því að Skrattar frumsýna nýjasta tónlistarmyndband sitt áður en skarpasti gosi rappsins, Elli Grill, stígur upp á sviðið. Á eftir honum er Alvia Islandia, drottning trap-senunnar, og síðan ljúka Skrattar kvöldinu, eins og þeim er líkt.

JóiPé X Króli

Hvar? Húrra
Hvenær? 26. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þeir ærslafullu og yndislegu JóiPé og Króli hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðasta árið, og ósjaldan hafa færri komist á tónleika þeirra en vildu. Búast má við slíku á þessum tónleikum þar sem þessir ungu listamenn hafa náð að brúa kynslóðabilið og laða að sér aðdáendur af öllum aldri.

GERÐUR | YFIRLIT

Hvar? Gerðarsafn
Hvenær? 31. maí–12. ágúst
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á sýningunni GERÐUR verður gefið yfirlit yfir fjölbreyttan feril Gerðar Helgadóttur (1928–1975) myndhöggvara. Gerður var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík en á sýningunni verður ljósi varpað á þemu og sjónrænar tengingar milli verka. Til grundvallar sýningarinnar eru fjórtán hundruð verk Gerðar í safneign Gerðarsafns.

Independence Day föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 1. júní kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Hver man ekki eftir þessari gersemi frá 10. áratugnum þar sem geimverur sprengdu Hvíta húsið, Bill Pullman gerði 4. júlí að frelsisdegi jarðarinnar, Will Smith fékk allar bestu línurnar og Jeff Goldblum góldblúmaði yfir sig? Bíó Paradís sýnir þessa klassík á sérstakri föstudagssýningu.

Listahátíð í Reykjavík

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 1.–17. júní
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum.

Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg listahátíð með áherslu á nýsköpun. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Heima“, sem verður túlkað í pólitískum og samfélagslegum skilningi, sögulegu, persónulegu og listrænu samhengi. Meðal listrænna gesta er leikarinn Bill Murray sem verður í samstarfi við þrjá afburða klassíska hljóðfæraleikara.

Djúpþrýstingur

Hvar? NÝLÓ
Hvenær? 7. júní–12. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þetta er 40 ára afmælissýning safnsins, en í henni er að finna ný verk eftir samtímalistamenn og listaverk úr safneign NÝLÓ sem hafa sterkar skírskotanir til samtíma okkar, þá og nú. Verkin gefa gestum því mörg ólík sjónarhorn á atburði líðandi stundar. Þau varpa fram viðvarandi aðstæðum eða andartökum sem líða hægt, eða hratt. Sum listaverkin eru stækkunargler og önnur stjörnukíkir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
9
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár