Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Ír­is Ró­berts­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gef­ur kost á sér í odd­vita­sæti nýs fram­boðs í Vest­manna­eyj­um. Vill lýð­ræð­is­legri vinnu­brögð.

Ætlar ekki að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
Átök í Eyjum Nýtt framboð mun bjóða fram til sveitarstjórnar í Vestmannaeyjum. Einn helsti hvatinn að hinu nýja framboði er óánægja sumra Sjálfstæðismanna með starf flokksins í Eyjum, meðal annars með þá leið sem farin var við val á lista. Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Mynd: Twitter

Deilur um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum komust í hámæli snemma árs en þá var felld tillaga um að halda skyldi prófkjör innan flokksins. Slík leið hefur ekki verið farin í 28 ár, þrátt fyrir að prófkjörsleiðin sé meginregla í samþykktum Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að uppstillingu á framboðslista hans. Óánægja sumra Sjálfstæðismanna með niðurstöðuna var slík að í síðustu viku var boðað til stofnfundar bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum og varð niðurstaðan sú að það félag myndi bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þau tíðindi urðu síðan að Íris Róbertsdóttir, fyrrverandi varaþingkona flokksins, steig fram í byrjun þessarar viku og lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér til að leiða listann.

Mikið vígi flokksins

Vestmannaeyjar hafa verið gríðarlegt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn áratugum saman. Frá árinu 1990 hefur flokkurinn hlotið hreinan meirihluta í öllum bæjarastjórnarkosningum þar, utan árið 2002 þegar flokkurinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna af sjö. Í síðustu kosningum, 2014, vann flokkurinn síðan fáheyrðan sigur og hlaut 73 prósent greiddra atkvæða. Því eru það nokkur tíðindi nú að óánægja innan flokksins hafi brotist með þessum hætti upp á yfirborðið og valdi því að Sjálfstæðisfólk bjóði nú fram gegn félögum sínum.

Stundin heyrði í Írisi og grennslaðist fyrir um það hví hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til að leiða hinn nýja lista. Íris segir að það hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Það hafa verið svona ýmsar væringar í kringum framboðsmálin og það var ekki sérstök sátt um hvernig ætti að velja á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég fór á fund bæjarmálafélagsins sem stofnað var hér í síðustu viku, daginn eftir að listi Sjálfstæðisflokksins var kynntur, og mér leist afar vel á það. Félagið á að standa fyrir flott grunngildi og lýðræðisleg vinnubrögð sem mér líst mjög vel á. Þann dag fékk ég áskorun frá 195 Vestmannaeyingum um að gefa kost á mér til að leiða nýjan lista og ég tók bara ákvörðun um að gefa kost á mér.“

Þáði ekki þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Vestmannaeyjar

Íris vill ekki samþykkja að bæjarmálafélagið sá aðeins óánægjuframboð ósátts Sjálfstæðisfólks, það sé opið öllum íbúum Vestmannaeyja og allir séu velkomnir. Félagið sé í eðli sínu þverpólitískt. „En það eru vissulega undirliggjandi ástæður fyrir því að fólk vilji finna sér annan vettvang. Allir sem þarna koma að vilja bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Mér finnst að það þurfi að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð til að bæta samfélagið.“

Hefði verið samþykkt að halda prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum, þá hefði Íris gefið kost á sér þar, segir hún. Það gaf hún út strax í janúar. Spurð hvort rætt hafi verið við hana um að taka sæti á lista flokksins, eftir að tillaga um prófkjör var felld, játar hún því. „Það var rætt við mig í byrjun mars og mér boðið þriðja sæti en það voru ástæður fyrir því að ég vildi ekki þiggja það. Það var ekki haft samband aftur.“

Ekki tími fyrir prófkjör

Íris segist ekki hafa áhuga á að fara að greina ástæður deilna innan Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft afskaplega sterka stöðu lengi í Vestmannaeyjum. Það sem hefur hins vegar ekki verið gert í 28 ár er að halda prófkjör. Hér er ofboðslega margt fólk skráð í flokkinn sem myndi vilja hafa áhrif á hvernig lista flokksins er stillt upp en það varð ekki. Þetta þyrfti að vera opnara og lýðræðislegra.“

Þegar bent er á að ekki standi til að halda prófkjör innan bæjarmálafélagisins og Íris spurð hvort það sé ekki í mótsögn við hennar málflutning svarar hún því játandi. „Bæjarmálafélagið er stofnað mjög seint í aðdraganda kosninga og helsta gagnrýnin sem ég heyri er á þetta, að stjórn bæjaramálafélagsins sá sér ekki fært að halda prófkjör, þvert á það sem ég hefði viljað. Bæði er félagið ekki stjórnmálaflokkur og svo er tíminn bara orðinn of naumur. Það hefði þurft mun lengri tíma, utankjörfundaatkvæðagreiðsla er til að mynda búin að vera í gangi í meira en viku. Ég fer samt ekki ofan af því að það að halda prófkjör, að leyfa fólki að koma að málum, er alltaf besta leiðin. Ég hef alltaf talað fyrir því, það er meginregla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur því miður ekki verið virkjuð í Vestmannaeyjum mjög lengi.“

Segir sig frá trúnaðarstörfum

Íris segist þrátt fyrir þetta ekki ætla að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum en hún muni vissulega segja sig frá trúnaðarstörfum. „Allar ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á líf okkar. Ef ég tek sæti á lista bæjarmálafélgsins mun ég segja mig frá þeim trúnaðarstörfum sem ég gegni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum, en það eru að vísu skipulagsreglur innan flokksins sem segja að vísa eigi þeim úr flokknum sem taki sæti á lista annarra framboða.“

Spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá ekki staðið sig vel við stjórnun bæjarfélagsins, og eins hvort það verði einhver munur á stefnumálum framboðanna tveggja, svarar Íris því játandi í báðum tilvikum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel, eins og bæjarastjórn Vestmannaeyja öll. En eins og alltaf er þá eru ákveðnir hlutir sem hægt er að gera betur. Ég ætla að fá að fara út í þá sálma seinna, ég er ekki komin með umboð til þess því ég er ekki enn orðin frambjóðandi bæjarmálafélagsins. Ég hef því ekki pólitískt umboð til að svara neinu um þetta ennþá en með nýju fólki koma nýjar áherslur, það er alltaf þannig.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár