Guðmundur Guðmundsson, doktor í efnafræði og aðstandandi Alzheimersjúklings, fjallar um uppgötvanir taugahrörnunarsérfræðingsins Dale Bredesens og nýja og byltingarkennda læknismeðferð sem byggir á þeim.
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
4
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
7
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Mynd: Health and Human Services Department / National Institutes of Health / Public Domain
Í þessari grein verður leitast við að lýsa í stuttu máli inntaki bókar Dale Bredesens, Endalok Alzheimer-sjúkdómsins (e: The End of Alzheimer‘s), sem kom út árið 2017 og hefur undirtitilinn „Fyrsta úrræðið til að hindra og snúa við vitsmunalegri hrörnun af völdum heilabilunar“.
Bredesen er prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) og alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur á sviði taugahrörnunar. Hann hefur um árabil unnið að nýrri lækningaaðferð í baráttunni við Alzheimersjúkdóminn ásamt rannsóknateymi sínu. Í bók sinni rekur hann stöðu þekkingar og rannsókna á Alzheimer fram til þessa. Hann fer yfir ráðandi kenningar um sjúkdóminn en megináherslan er þó á þeim uppgötvunum sem hann hefur gert á sínum 30 ára rannsóknaferli og nýrri og byltingarkenndri meðferð Alzheimersjúklinga sem hann byggir á þeim.
Fyrri grein mín, „Ný nálgun í glímunni við Alzheimer?“, sem birtist í Stundinni 07.09.2017, fjallaði einkum um kenningar þýska fræðimannsins Michaels Nehls og bók hans, „Er Alzheimer læknanlegur?“. Kenningar þeirra Nehls og Bredesens eru um margt líkar, en báðir telja þeir að lífsstíll fólks í iðnvæddum velferðarríkjum sé aðalorsök sjúkdómsins. Bredesen þróaði meðferðarúrræði sín út frá þessum kenningum og lét reyna á þau í klíniskri tilraun sem 10 Alzheimersjúklingar tóku þátt í. Niðurstöðurnar birti hann í grein í öldrunarlækningatímaritinu Aging haustið 2014. Þær voru í stuttu máli þær, að 9 af þeim 10 sem þátt tóku í tilrauninni fengu bata. Þótt hópurinn væri of lítill til að vísindasamfélagið teldi niðurstöður Bredesens marktækar er ályktunin sem hann dregur af tilrauninni afdráttarlaus: Alzheimersjúkdómurinn er læknanlegur.
Í bók sinni segir Bredesen frá þessari tilraun og niðurstöðum hennar, þeim rannsóknum og kenningum sem hún byggir á og síðast en ekki síst aðferðum sínum og hvernig Alzheimersjúklingar og aðstandendur þeirra geta fundið og beitt þeirri aðferð sem best hentar hverjum og einum, en þó alltaf í samráði við lækni. Hér að neðan mun ég leitast við að gefa einfalda en vonandi glögga mynd af því markverðasta sem bókin hefur að geyma.
Í upphafi bókar minnir Bredesen á að þrátt fyrir að áratugum og ótöldum milljörðum hafi verið varið í rannsóknir á Alzheimer og þróun lyfja gegn þessum vágesti hefur enn ekki fundist nokkurt lyf sem megnar að lækna hann eða meðhöndla að nokkru gagni. 99,6% allra lyfjatilrauna á þessu sviði hafa misheppnast og þau örfáu lyf sem náð hafa á markað duga í besta falli til að slá aðeins á einkennin og hægja á framvindu sjúkdómsins – en öll eru þau gagnslaus til lengri tíma. Það á líka við um síðasta, nýja lyfið fyrir Alzheimersjúklinga, sem Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna vottaði árið 2003. Aðferð Bredesens, þar sem engin lyf komu við sögu, skilaði hins vegar bata hjá 9 af þeim 10 sem þátt tóku í tilrauninni, sem fyrr segir. Hjá þessum níu var sjúkdómurinn töluvert skemmra genginn en hjá þeim tíunda, sem engan bata fékk.
Meðferðaráætlun sína kallar Bredesen ReCode, sem er skammstöfun á Reversal of cognitive decline, eða viðsnúningur vitsmunalegrar hrörnunar. Leggur hann áherslu á að því skemmra sem sjúkdómurinn er genginn, þeim mun meiri líkur eru á að fólk fái bata. Og þótt grundvallaratriðin séu alltaf þau sömu, útskýrir hann, þá er meðferðin alltaf einstaklingsbundin, enda aðstæður fólks ólíkar, sjúkdómurinn mislangt genginn, og umfram allt þá er hann af ólíkum rótum sprottinn.
Stærstu og afdrifaríkustu mistökin sem meginstraums-vísindaheimurinn gerir í rannsóknum sínum á Alzheimers og tilraunum til að þróa lyf eða önnur úrræði við honum, segir Bredesen, er einmitt sá að ganga út frá því að um einn einstakan sjúkdóm sé að ræða, sem eigi sér eina og sömu orsökina: Óeðlilegar útfellingar próteina í heilanum og milli taugafrumna, svokallaðra amyloid-próteina, sem trufli starfsemi heilans. Þessi kenning hefur verið ráðandi í 30 ár, og er svo komið að henni er nánast trúað í blindni og hver sá sem dregur hana í efa er nánast afskrifaður.
Þessi grundvallarmistök verða svo til þess að leitað er einnar lausnar sem á að henta öllum. Bredesen telur hins vegar, eftir áratuga rannsóknir, að amyloid-próteinin sem slík séu alls ekki vandinn. Alzheimersjúkdómurinn, segir hann, á sér ekki eina heldur minnst þrjár meginorsakir og 36 áhrifaþætti sem tengjast efnaskiptum líkamans að auki. Meginorsakirnar þrjár eru bólgur, visnun og eitrun. Undirliggjandi í öllum tilfellum er svo erfðaþátturinn, en um fjórðungur manna er með genafrávikið ApoE4, sem eykur verulega líkurnar á að viðkomandi fái Alzheimer. Bók Bredesens er ekki síst beint til þeirra sem vita að þeir beri þetta frávik í erfðaefni sínu, en einnig til allra sem komnir eru yfir fertugt, því fyrirbyggjandi aðgerðir eru líka kynntar til sögunnar.
Bredesen leggur áherslu á að bókin sé ekki vísindarit í strangasta skilningi þess orðs. Þótt efni hennar byggi á vísindarannsóknum og niðurstöður þeirra séu birtar í bókinni til að renna stoðum undir kenningarnar sem þar er að finna miðast framsetning öll við hinn almenna lesanda og fólkið sem textinn á mest erindi við – Alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra – fremur en vísindamenn. Hún er hugsuð sem skýr og einfaldur leiðarvísir þar sem farið er yfir það, skref fyrir skref, hvernig hægt er að hindra og jafnvel snúa við vitsmunalegri hrörnun Alzheimers á fyrstu stigum og viðhalda batanum til frambúðar. Henni er einnig ætlað að vera leiðarvísir um hvernig sá fjórðungur manna, sem er með ApoE4-genafrávikið, getur komist undan sjúkdómnum.
Farið er yfir bataferli fyrstu manneskjunnar sem tók þátt í tilraun Bredesens og rannsóknateymis hans. Hún var 68 ára þegar meðferðin hófst. Hún hafði þegar verið greind með Alzheimer, en var ekki ýkja langt leidd. Konan endurheimti fyrri vitsmunalega getu og þegar Bredesen skrifaði bók sína fimm árum eftir að meðferð hófst, þegar hún var orðin 73 ára, var hún enn við andlega hestaheilsu, í fullri vinnu og á ferð og flugi um veröld víða.
Lykilatriði í kenningum Bredesens er sýn hans á amyloid-próteinin, hlutverk þeirra í starfsemi heilans og þróun Alzheimer-sjúkdómsins. Hún er gjörólík ríkjandi kenningum meginstraums-vísindasamfélagsins sem um áratuga skeið hefur talið þessar prótein-útfellingar helstu orsök sjúkdómsins. Bredesen telur aftur á móti að myndun amyloid-útfellinganna séu í grunninn heilbrigð varnarviðbrögð heilans við ýmsum áföllum, sem af ólíkum ástæðum eiga það til að fara úr böndunum. Þetta skýrir, að hans mati, hvers vegna ótal tilraunir með lyf sem ætlað er að eyða þessum próteinum hafa engu skilað í baráttunni við Alzheimer. Þau lyf hafi vissulega eytt útfellingunum að meira eða minna leyti – en það hafi bara engu breytt um framgang sjúkdómsins sem þeim var ætlað að lækna.
Af þessu ræður Bredesen að það sem í daglegu tali kallast Alzheimer-sjúkdómur sé í raun, þvert á ríkjandi kenningar, varnarviðbragð við einhverju eða einhverjum af þremur, fyrrnefndum fyrirbærum: Bólgu, visnunar vegna skorts á ákveðnum næringarefnum og öðrum efnum sem viðhalda og efla starfsemi taugamóta í heilanum, og eitrunaráhrifa. Síðan fer Bredesen ítarlega yfir hvern og einn þessara orsakavalda og hvernig hamla má gegn þeim. Aðalatriðið er þó að þessi grundvallaruppgötvun; þ.e. orsakir Alzheimer eru fleiri en ein, segir Bredesen, veldur straumhvörfum í greiningu, meðferð og forvörnum gegn sjúkdómnum. Einnig auðveldar þetta meðferð og viðsnúning vægari minnis- og vitsmunahrörnunar, áður en hún kemst á það stig að hún flokkist sem Alzheimer-sjúkdómur yfirhöfuð.
Í sjöunda kafla bókarinnar fer Bredesen yfir próf sem hann hefur þróað og fólk getur notað til að greina hvað það er sem veldur minnisglöpum þess eða vitsmunahnignun. Eitt af því sem þessi próf leiða í ljós er hvort og þá hvað fólk er að gera sjálft, sem ýtir undir þessa hnignun, óafvitandi, og getur þá hætt að gera í framhaldinu. Þessi próf eru lykilatriði í leitinni að réttu meðferðinni fyrir hvern og einn, þvi, eins og Bredesen leggur áherslu á, þá eru orsakir, þróun og framvinda sjúkdómsins mismunandi milli manna, áhrifaþættir fjölmargir og lífshættir fólks ólíkir. Meðferðin er því ávallt einstaklingsbundin og miðast við niðurstöður þessara prófa.
Í næstu köflum rekur hann svo hvað gera skal með niðurstöður þessara prófa. Farið er yfir þau grundvallaratriði sem prófin leiða í ljós og viðeigandi aðgerðir svo snúa hningunarferlinu við og draga úr hættunni á því að það hefjist aftur síðar. Hér má nefna atriði á borð við bólgur og sýkingar, insúlín-ónæmi, hormónatruflanir, skort á tilteknum næringar- og snefilefnum, eitrunaráhrif og truflanir á starfsemi taugamóta heilans. Hér gildir ekki „ein aðferð fyrir alla“ – hver og einn þarf að finna sína eigin útgáfu af ReCode-meðferðarúrræðinu, byggða á niðurstöðum eigin prófa.
Í framhaldinu skýrir Bredesen hvernig hámarka má árangur meðferðarinnar og viðhalda þeim árangri til frambúðar. Af því fjölmarga sem þar er nefnt til sögunnar er vert að nefna tvennt sérstaklega í þessum útdrætti: Heildræna nálgun og ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu. Bredesen rekur hvernig læknisfræði síðustu tveggja alda á Vesturlöndum hafi þróast út í æ meiri sérhæfingu og einföldun um leið; læknar fá kennslu og þjálfun í að greina einstaka sjúkdóma og ávísa lyfjum eða meðferð út frá þeirri greiningu eingöngu, óháð öllum öðrum þáttum. Austræn læknisfræði, svo sem hefðbundin, kínversk læknisfræði og hin indverska ayurveda-meðferð, gengur hins vegar meira út á heildræna nálgun, þar sem horft er á manneskjuna í heild, andlega jafnt sem líkamlega þáttinn og samspil við umhverfið, frekar en að einblína á einn, tiltekinn sjúkdóm. Læknisfræði 21. aldarinnar, segir Bredesen, verða að sameina þetta tvennt, og út á það gengur ReCode-meðferðin sem hann hefur þróað. Ekki er nóg að spyrja hvað er að, heldur þarf líka að spyrja hvað veldur. Sú spurning – og þau ólíku svör sem fást við henni eftir því hver í hlut á – breytir öllu um meðferðina í framhaldinu. Það sama á við um forvarnir.
Bredesen fullyrðir að grundvallarniðurstaða rannsókna og tilrauna hans og rannsóknateymis hans sé einfaldlega sú, að enginn þurfi að deyja úr Alzheimer-sjúkdómnum. Til að þetta gangi eftir, segir hann, þarf fólk – heilbrigðisstarfsfólk jafnt sem sjúklingar – hins vegar að taka upp lækningaaðferðir 21. aldarinnar, og hver og einn gera sitt til að bæta og viðhalda eigin heilsu, líkamlegri, andlegri og vitsmunalegri, með markvissum, fyrirbyggjandi aðgerðum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
2
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
3
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
4
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
5
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
6
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
7
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
6
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
7
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
4
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
4
FréttirPlastið fundið
1
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
5
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
6
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
7
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
8
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
4
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
5
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
ÞrautirSpurningaþrautin
799. spurningaþraut: Glókollur og prímtölur, það er ljóst
Fyrri aukaspurning: Hvern má sjá hér málaðan sem Súpermann? * Aðalspurningar: 1. Hvað kallast á íslensku sú sjónvarpssería sem á ensku er nefnd Blackport? 2. Glókollur heitir fugl af söngvaraætt sem gerðist staðfugl á Íslandi laust fyrir aldamótin 2000. Og þar með hlaut glókollur ákveðna nafnbót hér á landi. Hver er hún? 3. Jailhouse Rock er lag eftir þá kunnu...
Pistill
2
Þorvaldur Gylfason
Krafan um uppgjör
Framrás heimsins gengur í bylgjum eins og veðrið þar sem árstíðirnar taka hver við af annarri. Öldugangur tímans tekur á sig ýmsar myndir.
Vettvangur
Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.
ÞrautirSpurningaþrautin
798. spurningaþraut: Betula betuloideae er víst að ná sér á strik aftur!
Fyrri aukaspurning: Hér að ofan má sjá einn vinsælasta rithöfund heimsins um þessar mundir. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Fyrir allnokkrum árum reið gífurleg flóðalda yfir strendur Indlandshafs í kjölfar jarðskjálfta út af ströndum indónesískrar eyju, sem heitir ... 2. Um svona flóðbylgju er notað orð sem upphaflega þýðir „hafnaralda“. Hvaða orð er það? 3. Og úr hvaða tungumáli...
Fréttir
Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.
Viðtal
Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.
ÞrautirSpurningaþrautin
797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þessi eyja? * Aðalspurningar: 1. Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins? 2. En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli? 3. Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að...
Fréttir
2
Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.
Fréttir
6
Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.
Rannsókn
2
Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.
Fréttir
Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.
Fréttir
1
22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir