Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“

Georg Hólm, bassa­leik­ari Sig­ur Rós­ar, seg­ir hljóm­sveit­ina hafa ver­ið í við­ræð­um við skatta­yf­ir­völd frá því á síð­asta ári. Bú­ið sé að borga skuld­ir og vexti af þeim. Um hand­vömm end­ur­skoð­anda hafi ver­ið að ræða.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“
Ósáttir við kyrrsetning Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir það hafa komið eins og köld tuska í andlitið á meðlimum hljómsveitarinnar þegar eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar á skattalagabrotum. Þeir hafi um langa hríð verið í samskiptum við skattayfirvöld og telji sig búna að greiða bæði skuldir og vexti. Mynd: Wikimedia Commons

Meðlimir Sigur Rósar eru ósáttir með að eignir þeirra hafi verið kyrrsettar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitarmeðlimir hafi unnið að því um langa hríð með skattayfirvöldum að greiða úr skattaskuld sem myndaðist vegna handvammar endurskoðanda hljómsveitarinnar. Hann viti ekki betur en að búið sé að greiða skuldina alla og vexti af henni. Georg segir að hljómsveitarmeðlimum líði eins og þeir hafi verið stungnir í bakið hér á Íslandi og þeir hafi aldrei upplifað annað eins í samskiptum við fólk sem þeir hafi ráðið til vinnu erlendis.

Eru tónlistarmenn, ekki endurskoðendur

Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að eignir meðlima Sigur Rósar upp á 800 milljóna króna hefðu verið kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á hugsanlegum skattalagabrotum. Þar kemur fram að krafan hafi verið tekin fyrir og birt þeim Jóni Þór Birgissyni, Orra Páli Dýrasyni og Georg Hólm í desember. Hæsta krafan hafi verið á hendur Jóni Þór, eða 683 milljónir króna. Þrettán fasteignir, tvö bifhjól, tveir bílar, sex bankareikningar og hlutafé í þremur fyrirtækjum voru kyrrsettar vegna kröfunnar á hendur honum. Tvær fasteignir Orra Páls voru kyrrsettar og sömuleiðis tvær fasteignir í eigu Georgs. 

Georg segir í samtali við Stundina að þetta sé rétt. „Málið er af okkar hálfu mjög einfalt. Okkur finnst þessi kyrrsetning í raun og veru jaðra við dónaskap þar sem við erum búnir að vinna með skattayfirvöldum í þó nokkurn tíma vegna málsins. Þetta snýst allt um endurskoðanda sem sinnti okkar málum á vissu tímabili. Sá starfaði hjá Price Waterhouse Coopers en stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki og við fylgdum honum. Við erum tónlistarmenn, við erum ekki endurskoðendur. Við ráðum fólk í vinnu til að sinna fjármálahliðinni, enda höfum við alltaf viljað standa skil á okkar. Þess vegna réðum við þann sem við héldum að væri besti endurskoðandinn, mann sem við héldum að gæti varið okkar hagsmuni en á sama tíma séð til þess að öllum lögum og reglum væri fylgt. Við höfum engan áhuga á að brjóta nein lög. Hann hins vegar einfaldlega stendur ekki undir þessu trausti, hann vinnur ekki vinnuna sína.

„Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið“

Þess vegna kemur þetta upp og staðan er sú, að því er ég best hef skilið, að við erum búnir að borga þessa skuld og vexti ofan á. Við erum meira að segja farnir að borga skatta fyrirfram. Þess vegna þykir mér þetta undarlegt, að það sé verið að kyrrsetja eignir okkar. Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt.“

Eins og að borga hraðasekt fyrir að taka leigubíl

Umræddar eignir voru kyrrsettar einhvern tíman í kringum áramót að því er Georg segir. Viðræður meðlima Sigur Rósar við skattayfirvöld hófust hins vegar talsverðu fyrir þann tíma, og eins og Georg segir hér að ofan þá taldi hann að búið væri að greiða þær upphæðir sem um væri að ræða. „Við fengum endurskoðendur og lögmenn í vinnu við að laga þetta allt, allt þetta klúður. En ég verð þó að segja að íslensk lög eru að sumu leyti undarleg hvað þetta varðar, það er að segja að þó ég hafi ekkert gert rangt þá er ég ábyrgur fyrir þessum manni sem ég réð í vinnu til að sinna fjármálum. Mér finnst það mjög leiðinlegt, ég væri til í að hann væri í þessari súpu en ekki ég. Hann var ráðinn í vinnu til að koma í veg fyrir að svona kæmi fyrir. Mér líður dálítið eins og ég hafi tekið leigubíl sem hefur verið keyrt of hratt en ég þurfi að greiða hraðasektina. Þetta er allt mjög leiðinlegt.“

„Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt“

Georg segir að það hafi verið áfall þegar málið kom upp og það sígi verulega í fjárhagslega. „Að sjálfsögðu. Við erum að borga allt sem við skulduðum plús vexti. Svo geta skattayfirvöld í raun sett á okkur sektir, sem ég ekki alveg skil vegna þess að við erum, eins og ég segi, búnir að greiða þetta og höfum sýnt fullan samstarfsvilja. Kyrrsetning eignanna var þess vegna eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Ég veit ekki betur en við séum búnir að borga allt sem við skulduðum en þarna er greinilega einhver rannsókn í gangi svo mögulega er þessi kyrsetning einhver trygging ef við verðum sektaðir. Ég veit það þó ekki.“

Ítrekað stungnir í bakið

Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum Sigur Rós upp á síðkastið en á síðasta ári kom í ljós að fyrirframgreiðsla sem tónlistarhúsið Harpa hafði innt af hendi til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna fyrirhugaðra tónleika Sigur Rósar skilaði sér ekki til tónleikahaldsins. Um 35 milljónir króna var að ræða og er það mál nú rekið í dómstólum þar sem Harpa stefndi Kára til greiðslu á þeim fjármunum. Georg viðurkennir að þessir síðustu mánuðir hafi verið erfiðir.

„Það má nú alveg segja það já, við höfum verið að grínast með að við kunnum sannarlega að velja okkur samstarfsfólk. Við höfum aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta, við erum með fullt af fólki í vinnu, endurskoðendur, lögmenn og aðra, í Bandaríkjunum, Bretlandi og annars staðar, og þar hefur allt staðið eins og stafur á bók. Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
5
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
10
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu