Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Tónleikahaldari Sigur Rósar fékk 35 milljónir fyrirfram en kemur ekki að tónlistarhátíðinni

Tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk 35 milljónir króna greiddar fyrirfram frá Hörpu vegna tónleika Sigur Rósar sem haldnir verða í desember. Kári kemur ekki að tónlistarhátíð Sigur Rósar.

Harpa Hallarekstur eykst um 130 milljónir króna á milli ára. Mynd: Harpa.is

Forstjóri Hörpu vill ekki ræða fyrirframgreiðslu á 35 milljónum króna til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í desember næstkomandi. Sjálfur vill hann ekki ræða málið. „Ég er bundinn trúnaði úti um allt og ég ætla að virða það,“ segir hann.

Kára hefur verið greint frá því að hann verði ekki aðili að tónlistarhátíðinni Norður og niður, sem boðuð er á vegum Sigur Rósar í desember næstkomandi, en engu að síður kveðst hann halda utan um tónleika Sigur Rósar á hátíðinni. Spurður hvort hann sé með samkomulag við Sigur Rós um tónleikana vill hann ekki tjá sig að öðru leyti en með yfirlýsingu.

Í yfirlýsingunni segir Kári að tónleikum Sigur Rósar á tónlistarhátíð Sigur Rósar í Hörpu beri ekki að rugla saman við tónlistarhátíðina sjálfa. Hann sé aðili að tónleikunum en ekki tónlistarhátíðinni. „Fernum tónleikum Sigur Rósar í Eldborg ber ekki að rugla saman við hátíðina ‘Norður og Niður’ sem á að fara fram samhliða tónleikunum en sem sjálfstætt mengi í framkvæmd og sölu. Undirritaður hóf það verkefni með hljómsveitinni en ekki náðist sátt um útfærsluna á því og því var annar aðili fenginn að því verkefni sem slíku. [...] Undirritaður er annars vegar með samkomulag við hljómsveitina um tónleikana og hinsvegar samkomulag við Hörpu um leigu á húsnæði, tækjum, miðasölu og mannskap vegna tónleikanna.“

Kári vill ekki tjá sig nánar um málið. „Þetta er nú ekkert flókið, svo sem.“

Sigur Rós hefur hins vegar kynnt tónlistarhátíð sína og svo tónleika sína í Hörpu samhliða. 

Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitin muni ekki tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er mál í vinnslu,“ segir hann. 

Sigur RósHeldur tónlistarhátíð 27. til 30. desember næstkomandi í Hörpu.

Forstjóri Hörpu tjáir sig ekki um viðskiptin

Samkvæmt heimildum Stundarinnar tók Kári við um 35 milljóna króna fyrirframgreiðslu af miðasölu vegna tónleikanna án þess að Sigur Rós kæmi að því. Ákvörðunin hafi verið tekin af Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu. Hún neitaði í samtali við Stundina að tjá sig um málið eða almenna viðskiptahætti Hörpu í tengslum við miðasölu á grundvelli þess að um væri að ræða trúnaðarmál. 

Svanhildur KonráðsdóttirVill ekki tjá sig um hvort hún hafi tekið ákvörðun um að greiða tónleikahaldara 35 milljónir króna fyrirfram.

„Ef þú kæmir hérna og héldir fermingarveislu eða afmælið þitt eða hvað það væri, myndir þú ekki vilja að starfsmenn hússins væru eitthvað að tjá sig um það. Það er trúnaðarmál á milli þeirra sem eiga hérna viðskipti.“

Forstjóri Hörpu vill ekki svara almennri spurningu um hvort það tíðkist að Harpa borgi tónleikahöldurum fyrirfram. 

Þú vilt ekki svara því hvort þið almennt borgið stundum tónleikahöldurum fyrirfram?

„Nei, þetta er bara partur af viðskiptum sem við eigum við þessa aðila.“

Svanhildur bendir á að Harpa geri samninga við tónleikahaldara, sem séu síðan sjálfir að fullu ábyrgir fyrir viðburðinum. 

Hún segist ekki hafa átt neina aðkomu að málinu persónulega.

Harpa tapaði 670 milljónum króna

Þórður Sverrisson, nýkjörinn stjórnarformaður Hörpu, segist ekki þekkja málið að öðru leyti en sem kemur fram í fjölmiðum. Málið sé á forræði forstjóra Hörpu. Stjórn Hörpu hefur enn ekki fundað í fyrsta sinn eftir að hún var kjörin á aðalfundi á mánudag. 

Á aðalfundinum kom fram að kostnaður við rekstur Hörpu hafi aukist töluvert umfram tekjur og því sé vaxandi tap. 670 milljóna króna tap var af rekstri Hörpu í fyrra. Harpa er í opinberri eigu. Íslenska ríkið á 54 prósent en Reykjavíkurborg 46 prósent.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Fréttir

Í gullstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði

Fréttir

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Mest lesið í vikunni

Pistill

Neyðarkall til stjórnvalda

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Fréttir

Stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs á annað leigufélag sem græddi 12 milljónir í fyrra

Fréttir

Skoða ábendingu um „gerviverktaka“ í Hörpu

Fréttir

FME mat hæfi Hauks hjá Íbúðalánasjóði áður en hann hóf stórfelld íbúðakaup