Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Pistill

Ofskynjanir í óbyggðum

Reynir Traustason skrifar um skondið atvik á fjöllum.

Á heiðinni Göngumenn lifðu á þurrmat og þráin eftir steik og brúnuðum kartöflum fór vaxandi. Mynd: Reynir Traustason

„Er einhver að grilla hérna?” spurði forviða göngumaðurinn á heiðinni ofan Evindarfjarðar. Ég var í hvarfi við klettaborg að sinna kalli náttúrunnar. Mér hlýnaði um hjartarætur. Lyktin sem blíður andvarinn á heiðinni bar til mannanna áttu sér upptök við þá athöfn mína sem flestum þykir illþefjandi. 

FegurðVatnið og áin

Að hætti þeirra sem vilja skilja vel við hafði ég grafið holu og var að brenna pappírinn sem notaður var til hreinsunar. Hópurinn sem fylgdi mér á heiðinni hafði haldið áfram en talsvert fyrir aftan voru hjartalæknir og augnlæknir sem töfðust við að mynda fossa og vötn. Ofskynjanir þeirra áttu sér líklega rót í því að þeir höfðu lifað á frostþurrkuðum mat í tvo daga og þráin eftir steik og brúnuðum kartöflum fór vaxandi.

Eitt það viðkvæmasta og persónulegasta sem mannskepnan gerir er að hafa hægðir. Undir þeim kringumstæðum er mikilvægt fyrir flesta að vera einn og ótengdur öðrum með lykt og hljóð. Þetta á jafnt við um í óbyggðum og mannabyggð. Þarna skilur á milli manns og dýrs. Dýrið tekur sér blygðunarlaust stöðu, hvar sem er, en maðurinn fer í leyni.

DrynjandiLæknarnir mynduðu fossa og vötn.

Það er gríðarlega viðkvæmt fyrir gerandann að skilja eftir sig megna lykt á salerni og heyra andköf næsta manns sem kúgast í aðstæðunum sem trylla lyktarskynið og kalla fram ógleði og vanlíðan. Flestir þekkja skömm þess að skilja eftir lykt sem veldur jafnvel uppköstum.

Í óbyggðum gilda ákveðnar reglur um að koma úrganginum í holu og moka yfir. Þá þykir sjálfsagt að brenna pappírinn sem notaður er til hreinsunar. Það er þó umdeilt. Sumir segja að það eigi að grafa allt eða jafnvel setja í poka og fara með til byggða.  

Ég gaf mig fram við tvímenningana. Pappírinn var brunninn. Þegar þeir komu til mín útskýrði ég hvaða efni það voru sem bárust að nösum þeirra í blíðum andvaranum. Þeir virtust hissa. Svo þakkaði ég þeim fyrir að vera fyrstir til þess að kunna að meta lyktina mína og gleðjast yfir henni. Þeir tóku þakklæti mínu og við gengum áfram eftir heiðinni fögru. Ég var sporléttur.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins