Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýdanskur femínismi, ljúfir tónar og bullandi tómhyggja á nýju ári

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 12.–25. janú­ar.

Nýdanskur femínismi, ljúfir tónar og bullandi tómhyggja á nýju ári

Grit Teeth útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Fjórmenningarnir í Grit Teeth hafa verið virkir meðlimir í harðkjarnasenu Reykjavíkur síðustu ár, en eru núna fyrst að gefa út sína fyrstu breiðskífu, „Let It Be“. Með þeim spila Hark, Núll, og Snowed In á þessu útgáfuhófi, en daginn eftir í R6013 rýminu halda þeir ókeypis tónleika með Dead Herring, ROHT og xGaddavírx.

Myrkraverk og Kjarval: Líðandin – la durée

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 13. janúar kl. 16.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Tvær sýningar opna samdægurs á Kjarvalsstöðum; „Myrkraverk“ er samsýning sex ólíkra listamanna af mismunandi kynslóðum, en á henni er að finna verk sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum. Á hinni sýningunni er að finna sjaldséð verk Kjarvals úr fyrri hluta starfsævi hans. Sýningarnar eru yfirstandandi til loka apríl.

Follies

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 13. og 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngleikurinn „Follies“ er byggður á samnefndri bók James Goldmans og fjallar um leikkonur sem unnu saman á sviði Weismann-leikhússins sem var rifið 1971, en þær hittast aftur 30 árum síðar, syngja saman lög og ljúga til um örlög sín. Söngleikurinn er fluttur í Breska Þjóðleikhúsinu og upptöku af honum varpað á tjaldi Bíó Paradísar.

Hatari x dada pogrom

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á fyrstu Reykjavík Goth Night tónleikum ársins eru hinir kynngimögnuðu Hatari fremst í fylkingu, en þessi gjörningapönk-hljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings á skömmum tíma með glæsilegri sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni. Með þeim spila tech noire-verkefnið Dada Pogrom og fleiri.

Iron & Wine

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Hinn skeggprúði og einlægi Sam Beam hefur flutt poppaða folk-tónlist í rúman áratug sem Iron & Wine og gefið út sex breiðskífur á þeim tíma; hann ratar einmitt á Íslandsstrendur til að kynna nýjustu plötu sína „Beast Epic“. Með honum spilar sænska tvíeykið Pale Honey.

Snorri Helgason útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 17. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hinn vinsæli folk-tónlistarmaður Snorri Helgason fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, „Margt býr í þokunni“, en hún hefur hlotið mjög jákvæð viðbrögð, sérstaklega þá fyrir vel heppnaða lagasmíði. Auk nýrri alþýðulaga má búast við því að heyra eldri slagara, en Snorri kemur fram með hljómsveit ásamt litlum kór.

Nýdanskur femínismi

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 23. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: Ókeypis.

Á meðan að umræður um jafnrétti og femínisma hafa skerpst á síðustu árum á Norðurlöndunum er samtvinnun gjarnan ekki til staðar og málefni fjalla oftar en ekki aðeins um aðstæður hvítra miðstéttarkvenna. Á þessu umræðukvöldi koma dönsku baráttukonurnar og femínistarnir Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri og segja frá reynslu sinni, en þær eru af innflytjendaættum frá Afganistan og Palestínu.

Myrkir músíkdagar

Hvar? Harpa
Hvenær? 25.–27. janúar
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Það er komið að hinum árlegu Myrku músíkdögum, en á þeim eru spiluð helstu framsækin ný verk eftir tónskáld frá Íslandi og nágrannalöndum okkar. Í ár er lögð áhersla á tilraunakennda tónlist sem blandar ólíkum hefðum og tækni til að skapa eitthvað nýtt í svartnættinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
6
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár