Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
7

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
8

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Illugi Jökulsson

Fyrir 50 árum: Eitt ótrúlegasta árið í poppinu!

Illugi Jökulsson rifjar upp hvaða plötur komu út á árinu sem var að líða fyrir hálfri öld.

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson rifjar upp hvaða plötur komu út á árinu sem var að líða fyrir hálfri öld.

Nú þegar árið 2017 er að líða taka margir sér fyrir hendur að kanna hvaða músík kom út á árinu og hvað hafi staðið upp úr.

Þegar fram líða stundir verður ársins vafalaust minnst fyrir hitt og þetta merkilegt, en hins vegar trúi ég því ekki að það muni þykja jafn merkilegt og árið fyrir 50 árum - 1967.

Í popp- og rokkmúsík var árið sem var að líða fyrir hálfri öld nefnilega eitt það allra merkasta í sögunni. Ótrúlegur fjöldi af merkilegum plötum kom út og margir stórmerkilegir tónlistar létu að sér kveða í fyrsta sinn.

Fyrst ég fékk ekki að búa til um músíkárið 1967 útvarpsþáttaröð, þá get ég ekki stillt mig um að nefna það helsta hér.

Árið hófst með trukki og dýfu þann 4. janúar 1967 þegar út kom vestanhafs platan The Doors með samnefndri hljómsveit. Kraftmikið rokkið vakti athygli en ekki síður skáldleg tilþrif og nautnaleg framganga söngvarans Jim Morrisons. Hann hafði skamman tíma til stefnu því hann lést árið 1971, aðeins 27 ára gamall.

Sumir vildu telja ótímabæran dauða hans rómantískan á einhvern hátt. Óljóst er hvernig komast má að þeirri niðurstöðu. Morrison mun hafa kafnað í eigin uppsölu þar sem hann sat dauðadrukkinn í baði í París og fátt rómantískt við þann dauðdaga.

„Light My Fire“ er ennþá frægasta lagið af fyrstu plötunni. Það er raunar eftir gítarleikarann Robbie Krieger en ekki Morrison en varð táknrænt fyrir óþreyjufullan lífsþorstann sem róstusamur söngvarinn blés hljómsveitinni í brjóst. Þetta er sjö mínútna útgáfan en styttri útgáfa sat í þrjár vikur í efsta sæti bandaríska vinsældalistans sumarið 1967.

Seinna í janúar 1967 komu ýmsar merkar plötur, svo sem Between the Buttons með The Rolling Stones þar sem voru meðal annars lögin „Yesterday's Papers“ og „Back Street Girl“. 

Þann 1. febrúar kom út önnur plata hljómsveitarinnar Jefferson Airplane, Surrealistic Pillow, þar sem var að finna lagið „White Rabbit“ sem frægt varð fyrir að þar voru vísanir í eiturlyfjaneyslu fleiri og augljósari en nokkur hljómsveit hafði áður lagt í:

„Somebody To Love“ varð þó vinsælasta lag plötunnar. Jefferson Airplane með Grace Slick í fylkingarbrjósti var ein helsta sækadelík hljómsveit þessa tímabils en nokkrum dögum eftir að Surrealistic Pillow kom út sendu The Byrds frá sér fjórðu plötu sína, Younger Than Yesterday, þar sem þeir voru orðnir næsta sækadelískir líka.

Það var hins vegar enga sækadelík að finna á plötu sem kom út 13. febrúar. Hún hét Hello I'm Dolly og þar var komin Dolly Parton með sína fyrstu plötu. Vinsælasta lagið af henni hefur fylgt Parton lengi síðan, „Dumb Blonde“:

Síðar í febrúar komu út plötur af ýmsu tagi. Kóngurinn Elvis Presley, sem þá var 32ja ára, gaf út sína 28du plötu! Hún innihélt gospel-lög og varð enn einn naglinn í líkkistu Presley sem hann lá í árum saman. The Mamas and the Papas og Herman's Hermits gáfu út sín fagnaðarerindi - Deliver og There's a Kind of Hush All Over the World þar sem var að finna tvö vinsælustu lög þeirrar glaðlyndu hljómsveitar, titillagið og svo „No Milk Today“:

Lagið um mjólkurleysið hafði raunar komið út á smáskífu í október árið áður og þá orðið vinsælt.

En í febrúar 1967 gáfu líka hinir djúpu blúspælarar John Mayall & The Bluesbreakers út plötu, sína þriðju, A Hard Road.

Ein allra besta platan í febrúar var raunar ekki LP- eða stór plata, heldur smáskífa sem Bítlarnir sendu frá sér og oft hefur verið kölluð besta smáskífa sögunnar. Á henni voru tvö lög sem þeir John Lennon og Paul McCartney voru báðir skrifaðir fyrir en í raun samdi hvor sitt lag, þótt báðir og allir Bítlarnir tækju síðan þátt í vinnslu þeirra. Lögin eru bæði um bernskuminningar þeirra félaga frá Liverpool og eru ógleymanleg snilldarverk. Á A-hlið smáskífunnar var lag McCartneys, „Penny Lane“. 

En á B-hliðinni var lag litlu síðra eftir Lennon, „Strawberry Fields Forever“:

Í mars 1967 gáfu ýmsir merkir tónlistarmenn út plötur en ef ég miða fyrst og fremst við þá sem gáfu út frumraun sína, þá má nefna Cat Stevens með plötuna Matthew and Son með samnefndu lagi.

Plata Stevens mæltist vel fyrir en gaf þó varla forsmekkinn að þeim gríðarlegu vinsældum sem seinni plötur hans nutu. 

Enn ein sækadelík hljómsveitin lét að sér kveða þegar Grateful Dead gaf út sína fyrstu plötu sem hét eftir hljómsveitinni. 

Merkasta frumraunin verður þó að teljast The Velvet Underground & Nico með hljómsveitinni Velvet Underground sem ætíð mun tengd nöfnum þeirra Andy Warhol og Lou Reed. Þar var að finna hið magnaða lag „All Tomorrow's Parties“ sem lifað hefur góðu lífi síðan, þótt ekki sé lagið allra:

Tveir feykivinsælir söngvarar gáfu líka út plötur í mars, sem ekki voru þeirra fyrstu en höfðu að geyma lög sem urðu afar vinsæl. Tom Jones gaf út plötuna Green Green Grass of Home með lagi sem varð eitt af einkennislögum hans, en það kom reynar út á smáskífu með Johnny Darrell 1965 og á smáskífu með Jones seint á árinu 1966 :

Og Donovan gaf út fjórðu plötu sína: Mellow Yellow með samnefndu lagi, sem raunar hafði fyrst komið út á lítilli plötu í nóvember árið áður:

Þetta er enn í dag eitt vinsælasta lag Donovans.

Apríl mánuður var frekar tíðindalítill í músíkinni. Eitt alkunnugt lag kom þó út á samnefndri plötu gleðihljómsveitarinnar The Turtles, „Happy Together“:

Og seint í apríl kom svo út platan Tim Hardin 2 með bandaríska tónlistarmanninum Tim Hardin sem lést fyrir aldur fram 1980 af völdum heróínneyslu. Hardin er í sérstökum metum hjá þeim sem hafa gaman af bandarískri alþýðu- og sveitatónlist en frægasta lagið á plötunni hans frá 1967 þekkja allir - þó sumir í flutningi annarra en Hardins. 

En svona söng hann sjálfur lag sitt „If I Were a Carpenter“ í apríl 1967:

Þriðjungur ársins er liðinn og komið að mánaðamótum apríl-maí 1967. Kannski ég rifji upp nokkur fleiri lög frá þessum merkilega tíma á morgun.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
3

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
4

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
5

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
6

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Åbent brev til Pia Kjærsgaard
6

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
5

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
6

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·

Nýtt á Stundinni

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson

Åbent brev til Pia Kjærsgaard

·
Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

Vægi húsnæðis í útgjöldum heimila hefur tvöfaldast á 20 árum

·
Fundað í gjánni

Listflakkarinn

Fundað í gjánni

·
Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

·
Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·