Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja samstarf við íhaldsflokkana illskásta kostinn í erfiðri stöðu – og jafnvel dálítið spennandi

Stund­in leit­aði skýr­inga á um­deildri ákvörð­un Vinstri grænna.

Telja samstarf við íhaldsflokkana illskásta kostinn í erfiðri stöðu – og jafnvel dálítið spennandi

Þingmenn og áhrifafólk í Vinstri grænum telja raunhæfan möguleika að ná ásættanlegum málefnasamningi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, þar sem uppbygging innviða verði sett á oddinn og útgjöld til samneyslunnar stóraukin. Eftir að slitnaði upp úr viðræðunum við Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Pírata er samstarf við Framsókn og Sjálfstæðisflokk talinn illskásti kosturinn til að tryggja pólitískan stöðugleika næstu fjögur árin þar sem uppgangurinn í efnahagslífinu nýtist til að styrkja innviði og samfélagsstofnanir. Samningsstaða Sjálfstæðisflokksins sé veikari en oft áður og flokkurinn þannig sveigjanlegri; gagnkvæmt traust ríki milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar og þótt samstarf flokkanna sé áhættusamt geti það orðið grundvöllur að sögulegum sáttum og haft góð áhrif á íslensk stjórnmál til langs tíma. 

Þetta kemur fram í samtölum sem Stundin hefur átt við áhrifafólk og þingmenn Vinstri grænna í tilraun til að leita skýringa á ákvörðunum og áherslum flokksins í stjórnarmyndunarviðræðum. Viðmælendur Stundarinnar gera sér grein fyrir að Vinstri grænum verði að öllum líkindum refsað fyrir stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Engu að síður fullyrða þeir að þetta sé skásta leiðin til að tryggja framgang áherslumála flokksins og hafa afgerandi áhrif á samfélagsþróun næstu ára. Verkefnið sé áhættusamt en sumum þyki það líka lúmskt spennandi.

Viðmælendur Stundarinnar sem eru áfram um stjórnarsamstarfið telja löngu orðið tímabært að mynda ríkisstjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Flokkurinn skuldi kjósendum sínum raunverulegan árangur. Ef ekki líti út fyrir að flokkurinn nái lykilmálum sínum fram verði málefnasamningurinn væntanlega felldur af þingflokknum eða flokksráði Vinstri grænna. Ólíklegt þykir þó að þetta gerist, enda hafi viðræðurnar farið vel af stað. 

Umdeild vegferð vinstriflokks

Sú ákvörðun þingflokks VG að hefja formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hefur vakið hörð viðbrögð. Aðeins tvær vikur eru liðnar frá kosningum og vart hægt að fullyrða að komin sé upp alvarleg stjórnarkreppa. Samt er stærsti vinstriflokkurinn strax farinn að ræða ríkisstjórnarmyndun við hægriflokk sem margir á vinstrivængnum telja óstjórntækan vegna spillingarmála.

Fólk úr Pírötum og Samfylkingunni sem Stundin hefur rætt við telur að ekki hafi verið fullreynt með viðræður miðju- og vinstriflokka. Vel hefði mátt halda þeim áfram ásamt Viðreisn og/eða Flokki fólksins. Ótti um að mynduð verði íhaldsstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins sé ekki á rökum reistur, enda bendi fátt til þess að Framsóknarflokkurinn vilji vinna með Miðflokknum né að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum þyki samstarf við Flokk fólksins fýsilegt.

Viðmælendur Stundarinnar úr VG meta stöðuna með öðrum hætti og hafa, frá því að slitnaði upp úr fyrri viðræðunum, orðið æ svartsýnni á að mögulegt sé að mynda fjölflokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri. 

Fáum dylst að óskastjórn Framsóknarflokksins yrði mynduð með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa Framsóknarmenn beitt sér mjög fyrir samtali þessara flokka allt frá kosningum. Raunar er fullyrt að kostað hafi átak að fá Framsókn til að íhuga alvarlega að fylgja Vinstri grænum inn í ríkisstjórnarsamstarf með Pírötum og Samfylkingunni. Þar hafi hjálpað til að VG hélt alltaf möguleikanum á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn opnum.

Nokkurs pirrings gætir í garð Samfylkingarinnar fyrir að hafa ekki gert slíkt hið sama, enda telur VG-fólk að með því mátt senda Framsóknarflokknum skilaboð um að hann væri ekki ómissandi hlekkur í hugsanlegu samstarfi vinstriflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta hefði aukið líkurnar á myndun ríkisstjórnar VG, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata. 

Telja óskhyggju að Viðreisn og Framsókn geti náð saman

Áhrifafólk í VG segir óskhyggju að láta eins og hægt sé að leiða Framsóknarflokkinn og Viðreisn saman inn í ríkisstjórn. Raunar hafi óskir Samfylkingarfólks um að fá Viðreisn að borðinu í viðræðum VG, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar stuðað Framsóknarmenn og ekki hjálpað til.

Ljóst sé að aðkoma Viðreisnar að stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuflokka hefði flækt viðræður frekar en að styrkja þær, einkum í ljósi hægrisinnaðra áherslna Viðreisnar í skatta- og ríkisfjármálum og fjarlægðar Viðreisnar frá Framsóknarflokknum og VG að því er varðar landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. 

Af þessum sömu ástæðum hafi útspil Samfylkingarinnar og Pírata, þar sem þau stilltu sér upp með forystufólki Viðreisnar og buðu Vinstri grænum „annan valkost“, ekki verið til þess fallið að auka áhuga Framsóknarflokksins á samtali eða samstarfi vinstri- og miðjuflokkanna.

Eða eins og einn viðmælandi Stundarinnar orðaði það: „Það að stilla Viðreisn upp við borðið sem þú þarft að fá Framsókn til að setjast við er eins og að bjóða veganista í kjötveislu.“ 

Í VG er það sjónarmið áberandi að í raun séu nú  fáir kostir í stöðunni. Ef ekki verði farið í samstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn sé raunveruleg hætta á að mynduð verði íhaldsstjórn (eða “alt-right”-stjórn) Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins.

Viðmælendur Stundarinnar úr tveimur flokkum segja að þótt stirt sé á milli flestra þingmanna Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs geti Framsókn séð sér hag í því að gera vopnahlé við Sigmund. Þá geti það orðið Framsóknarmönnum dýrkeypt að sitja í ríkisstjórn sem allir þrír flokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, hamist á í stjórnarandstöðu. 

Oddný Harðardóttirþingkona og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og fullyrðir á Facebook að hún telji að „Framsókn fari aldrei með Miðflokknum í stjórn“.

Hún segist „sannfærð um að ef Vg hefði gefið skýr skilaboð til Framsóknar um að samstarf við íhaldið kæmi ekki til greina væri ríkisstjórn síðustu stjórnarandstöðu að detta inn með málefnasamningi þar sem áherslur væru á efnahagslegan stöðugleika, félagslegan stöðugleika og heilbrigðan vinnumarkað ásamt lýðræðisumbótum.“ Þarna kristallast allt önnur sýn á stjórnarmyndunarviðræðurnar heldur en birst hefur í samtölum Stundarinnar við áhrifafólk í Vinstri grænum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu