Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ari Trausti segir orð sín mistúlkuð

Þing­mað­ur Vinstri grænna út­skýr­ir um­mæli sín og gagn­rýn­ir að sum­ir vilji bara að VG fari í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur við flokka sem „eru á ein­hvern hátt "í lagi"“.

Ari Trausti segir orð sín mistúlkuð

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki telja hneykslismál Sjálfstæðisflokksins sambærileg við það sem gagnrýnt hefur verið hjá öðrum flokkum þótt hann hafi brugðist við athugasemd um valdníðslu Sjálfstæðisflokksins með því að telja upp mistök og galla annarra stjórnmálaflokka.

Hann sakar Stundina um útúrsnúning og tilbúning vegna fréttar sem birtist í dag, laugardag. Í Facebook-færslu sem Ari birti í kvöld segir hann að með upptalningu sinni á mistökum og göllum annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins hafi hann ekki verið að leggja mat á „innbyrðis ágæti eða ekki-ágæti flokkanna“. Hann skrifar: „Ástæða þess að ég taldi upp fyrrgreinda (sjá fréttina enn á ný) romsu um afstöðu manna til allra flokka er sú að í umræðum á netinu hafa sumir þá afstöðu að ekki megi ræða hvað sameinar og sundrar flokkum þegar kemur að stjórnarsamvinnu - nema við suma flokka af því að þeir eru á einhvern hátt "í lagi”.“

Í frétt Stundarinnar var bæði vitnað í orð Ara Trausta og ummæli Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, sem hún lét falla í Harmageddon eftir að hún var spurð hvort hvort hún óttaðist ekki að tilhneiging Sjálfstæðisflokksins til frændhygli kynni að flækjast fyrir í hugsanlegu stjórnarsamstarfi við flokkinn. „Ég held að það séu vandamál í öllum flokkum,“ svaraði Katrín. 

Hér má lesa frétt Stundarinnar í heild.

Hér að neðan má svo sjá lesa athugasemd Ara Trausta sem hann hefur birt á Facebook-síðu sinni:

Í tilefni af dapurlegum útúrsnúningi Stundarinnar - sjá vefsíðu þeirra. Það er alrangt að ég telji það sem Sjálfstæðisflokkur hefur verið gagnrýndur fyrir sé sambærilegt við það sem hefur verið gagnrýnt hjá öðrum flokkum. Ef lesendur lesa færsluna mína úr frétt Stundarinnar er augljóst að þarna er um upptalningu að ræða á því sem tína má saman úr máli manna allt aftur að hruninu. Ekkert mat er lagt á innbyrðis ágæti eða ekki-ágæti flokkanna. Um Sjálfstæðisflokkinn skrifa ég aðeins - endurtek aðeins: "Og D-ið, um hann má skrifa margt og ófagurt". Og orðið daðra nota ég í lok færslunar vegna þess að hún er m.a. svar við þeim orðrum að VG daðri við íhaldið. Við "döðrum" sem sagt við alla og erum nýbúin að "daðra" við þrjá flokka. Það er hreinn tilbúningur Stundarinnar að ég telji að "hneykslismál Sjálfstæðisflokksins séu ekki til fyrirstöðu". Það hef ég hvergi sagt né skrifað. Af hverju er því þá haldið fram? Ástæða þess að ég taldi upp fyrrgreinda (sjá fréttina enn á ný) romsu um afstöðu manna til allra flokka er sú að í umræðum á netinu hafa sumir þá afstöðu að ekki megi ræða hvað sameinar og sundrar flokkum þegar kemur að stjórnarsamvinnu - nema við suma flokka af því að þeir eru á einhvern hátt "í lagi". Fyrir kosningar kom skýrt fram að VG lokaði fyrirfram ekki dyrum á aðra flokka - ekki fremur en hinir flokkarnir. Þau orð efnum við, annað væri óheiðarlegt. Óformlegar eða formlegar viðræður við flokka er aðeins viðurkenning á að þeir eru fyrir á þingi og verði að skoðast í þessu tiltekna samhengi við stjórnarmyndun. Henni er heldur ekki lokið fyrr en allir til þess bærir aðilar tilvonandi samstarfsflokka hafa samþykkt gjörningin. Viðræður VG, Framsóknar og Sjáflstæðisflokks er enn fjarri því endamarki og enginn getur sagt til um hver endirinn verður. Orð eins og sori, óheiðarleiki, seld samviska, skoðanaleysi, sjálfsmorðsleiðangur eða önnur viðlíka eiga hér ekki við.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu