Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Að­eins 3 pró­sent kjós­enda VG vilja Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn sam­kvæmt könn­un sem var gerð fyr­ir kosn­ing­ar. Skipt­ar skoð­an­ir eru um mál­ið inn­an þing­flokks­ins og mik­il and­staða í gras­rót­inni.

Vinstri græn ræða stjórnarsamstarf sem kjósendur flokksins vildu ekki

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er líklegri til að valda Vinstri grænum tjóni en hinum flokkunum ef marka má skoðanakönnun Gallup á afstöðu stuðningsfólks flokkanna. 

Í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja er lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra og að Bjarni Benediktsson verði fjármálaráðherra. Fullyrt er í Fréttablaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um fimm til sex ráðherraembætti.

Á sama tíma hafa Samfylkingin, Píratar og Viðreisn lýst yfir vilja til að ræða við Vinstri græn um myndun ríkisstjórnar, annaðhvort með Framsóknarflokknum eða Flokki fólksins. Píratar telja Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan vegna hneykslismála og Samfylkingin hefur alfarið hafnað tilboði um þátttöku í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

Katrín heldur öllu opnu

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru mjög skiptar skoðanir á hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn innan þingflokks Vinstri grænna. Innan grasrótarinnar er mikil andstaða við slíkt. 

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir hafa hins vegar fengið skýrt umboð frá þingflokknum til að kanna mögulega samstarfsfleti. „Katrín er með óskorað umboð til þreifinga sem hún telur skynsamlegar,“ segir einn þeirra þingmanna sem Stundin hefur rætt við.

Viðmælendur blaðsins úr þeim flokkum sem áttu í óformlegum viðræðum við VG eftir kosningar undrast hve opin Katrín Jakobsdóttir virðist hafa verið fyrir myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Fullyrt er að Katrín hafi vakið máls á því meðan viðræður VG, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata stóðu enn yfir að hún væri opin fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Hins vegar mátti túlka þau orð sem útspil til að styrkja samningsstöðu VG fremur en sem raunverulegan vilja Katrínar.

Í kosningabaráttu Vinstri grænna lokaði Katrín ekki á neina samstarfsmöguleika. Óánægjan í baklandi VG flækir hins vegar málin. Sú óánægja er mælanleg og var fyrirsjáanleg. Könnun Gallup á stuðningi við stjórnmálaflokka sem birt var þann 20. september, rúmum mánuði fyrir kosningar, sýndi að einungis þrjú prósent stuðningsfólks Vinstri grænna vildu að Sjálfstæðisflokkur færi í ríkisstjórn. Þetta er í samræmi við áherslur þeirra sem studdu Samfylkinguna og Pírata, en aðeins tvö prósent þess hóps vildu Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 

Sjálfstæðismenn voru hins vegar opnari fyrir samstarfi við Vinstri græna og vildu 18 prósent þeirra fá flokkinn í stjórn. Óskamöguleiki stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks var hins vegar Framsóknarflokkurinn, sem 71 prósent þeirra vildu í stjórn.

Í baklandi flokkanna eru línurnar þannig nokkuð skýrar. Samkvæmt þeim yrði ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks meira á forsendum síðarnefndu flokkanna tveggja en Vinstri grænna.  Þannig vildi meirihluti stuðningsmanna Framsóknar, eða 51 prósent, fá Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. 12 prósent kjósenda Vinstri grænna vildu Framsókn í stjórn.

Samstaða um óbreytt ástand?

Málefnalega eiga Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn sitthvað sameiginlegt. Til að mynda boðar enginn flokkanna róttæka uppstokkun í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hins vegar er skatta- og ríkisfjármálastefna Vinstri grænna að mörgu leyti ólík þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Framsóknarflokkurinn er sveigjanlegri á sviði ríkisfjármála og skattamála og hefur þar bæði sýnt tilhneigingu til hægri og til vinstri. 

Allir þrír flokkanna vilja halda íslensku krónunni og standa utan Evrópusambandsins. Enginn flokkanna hefur lagt höfuðáherslu á stjórnarskrárbreytingar þótt Vinstri græn hafi þá stefnu að innleiða nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Stóriðjustefna stendur varla í vegi fyrir samstarfi flokkanna í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa mýkst í þeim efnum með árunum.

Eftir standa jafnréttismálin. Þannig vakti athygli að í kosningabaráttu VG fór minna fyrir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn vegna leyndar- og hagsmunatengsla og kerfislægrar afstöðu með gerendum á kostnað þolenda í kynferðisbrotamálum heldur en hjá t.d. Pírötum sem settu málið sérstaklega á oddinn.

Allir flokkarnir hafa boðað verulega útgjaldaaukningu til styrkingar innviða og heilbrigðiskerfisins. Eru flokkarnir sammála um að fjármagna eigi slíka uppbyggingu að hluta til með óreglulegum arðgreiðslum úr bönkunum vegna lækkunar eigin fjár þeirra. 

Helsta bitbeinið er líklega það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað stórfelldar skattalækkanir samhliða útgjaldaaukningunni, en Vinstri græn vilja hækka skatta á hátekjufólk. Ólíklegt er að VG samþykki skattalækkanir á komandi kjörtímabili nema þær séu sérstaklega í þágu lágtekju- og millitekjuhópa. Að sama skapi verður að teljast ósennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn gefi eftir í andstöðu sinni við hátekjuskatta, auðlegðarskatt og hækkun veiðigjalda.

Líklega verður mun erfiðara fyrir flokkana að ná saman um tekjuöflunarleiðir, skattahækkanir og aðgerðir sem draga úr þenslu heldur en að sættast um aukin ríkisútgjöld og aðrar þensluhvetjandi ráðstafanir. Að þessu leyti gæti það orðið þrautin þyngri fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á næstu árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár