Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Viðurkennir að skattbyrði tekjulágra hafi aukist en segir skattbyrðisprósentur og bótafjárhæðir ekki skipta máli

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ráð­stöf­un­ar­tekj­ur segi meira um lífs­kjör en skatt­byrði.

Viðurkennir að skattbyrði tekjulágra hafi aukist en segir skattbyrðisprósentur og bótafjárhæðir ekki skipta máli

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra viðurkennir að skattbyrði tekjulægstu fjölskyldna hafi þyngst frá 1998 meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af farið með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu. Hins vegar segir hann að fjárhæð bóta og skattbyrðisprósentur skipti ekki máli fyrir velferð launafólks heldur einungis þróun ráðstöfunartekna. Þetta kom fram í stefnuræðu hans sem hann flutti á Alþingi rétt í þessu.

„Nýlega kom út skýrsla um skattbyrði launafólks frá því um aldamótin. Horft var aftur til ársins 1998. Niðurstaðan var sú að skattbyrði hefði aukist, sér í lagi hjá þeim tekjulægstu. Og þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu. Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði,“ sagði Bjarni og bætti við: „Frá árinu 1998 hafa ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lágmarkslaunum með tvö börn hækkað um u.þ.b. þriðjung á föstu verðlagi. Það er semsagt mun auðveldara að framfleyta sér í dag en það var árið 1998, jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á að skattbyrði einstakra tekjuhópa hafi breytt til hins verra. Ég leyfi mér að benda á þetta því það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðisprósentur – heldur þær krónur sem fólk hefur milli handanna. Það er það sem málið snýst um. Krónunum hefur líka fjölgað. Kjörin hafa batnað. Og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum.“

Stundin fjallaði umtalsvert um skattbyrði mismunandi tekjuhópa fyrir síðustu þingkosningar. Þann 22. október síðastliðinn birti blaðið ítarlega úttekt þar sem rakið var hvernig bein skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa jókst í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á tímabilinu 2013 til 2016. Þá var farið yfir ójafna dreifingu aukinna ráðstöfunartekna milli tekjuhópa. Með því að núvirða tölur Hagstofunnar um aukningu ráðstöfunartekna mismunandi tekjuhópa og skoða í samhengi við fjölda fólks í hverjum hópi mátti sjá að ráðstöfunartekjur þeirra 10 prósenta landsmanna sem höfðu mestar tekjur höfðu aukist um 14 prósent frá árinu 2013. Ráðstöfunartekjur 9. tíundarinnar jukust um 8 prósent, 8. tíundarinnar um 7 prósent, 7. tíundarinnar um 6 prósent og 6. tíundarinnar um 5 prósent. 

Svona dreifist skattbyrðin.Úr umfjöllun Stundarinnar frá því í fyrra.

ASÍ birti svo ítarlega skýrslu um þróun skattbyrði launafólks þann 28. ágúst. Niðurstaða skýrslunnar er sú að skattbyrði allra tekjuhópa hafi aukist á tímabilinu 1998 til 2016 en aukningin sé mest hjá þeim tekjulægstu. „Þegar skoðað er samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar auk barna- og vaxtabóta hefur t.d. skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) í heildina aukist um 21 prósentustig á umræddu tímabili,“ segir í samantekt á niðurstöðum skýrslunnar. „Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði.“

Meginástæðurnar eru þær að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. Þá hefur stuðningur vaxtabótakerfisins og stuðningur við leigjendur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun og fasteignaverð. 

Bjarni Benediktsson impraði á því að ekkert ríki mældist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða. „En því er engu að síður haldið fram að launaójöfnuður sé sjálfstætt vandamál og vaxandi. En sá málflutningur stenst enga skoðun eins og niðurstöður OECD bera skýrt með sér. Það væri nær að beina sjónum að tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
2
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
3
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
8
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
9
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár