Flækjusagan

Enn ein hryllingssaga kaþólsku kirkjunnar

Illugi Jökulsson segir frá rannsókn á ómerktri fjöldagröf í Skotlandi þar sem 400 barnslík eru sögð hvíla

Frá munaðarleysingjahælinu Smyllum - Þarna virðist allt leika í lyndi. En svo var ekki alltaf.

Um það bil 400 börn, allt niður í hvítvoðunga, er talin liggja í ómerktri gröf við munaðarleysingjahæli sem kaþólskar nunnur ráku í Lanark í Skotlandi og starfaði milli 1864 til 1981. Á þeim tíma bjuggu meira en 11.000 börn á hælinu og voru í umsjá nunnanna. 

Þessi uppgötvun kemur í kjölfar uppljóstrana í mars um að 800 barnslík hafi fundist í ómerktri fjöldagröf við heimili fyrir ógiftar mæður sem nunnur ráku í Tuam á Írlandi.

Fjöldagröf barnanna í Skotlandi er að finna í kirkjugarði sem kenndur er við Maríu guðsmóður og er steinsnar frá Smyllum Park munaðarleysingjahælinu. 

Um nokkra hríð hefur illur grunur beinst að þessu hæli og fullyrt hefur verið að börn hafi sætt þar illri meðferð, verið barin, niðurlægð og sætt einelti af hálfu nunnanna og annarra starfsmanna. Nunnurnar hafa þvertekið fyrir það, sem og fullyrðingar um að dánartíðni barna hafi verið miklu hærri í Smyllum Park en eðlilegt mætti teljast.

Reglan hefur sagt að 120 börn hafi dáið á hælinu, meðan það var starfandi, en nú virðist sem sé komið í ljós að þau hafi verið miklu fleiri.

Og sá grunur hefur vaknað að svo mikill barnadauði stafi beinlínis af hinum illa aðbúnaði og jafnvel að einhverju leyti af ofbeldi. 

Bæði Guardian og BBC skýra frá þeirri rannsókn á þessari nýjustu hryllingssögu úr sögu kaþólsku kirkjunnar sem nú er að hefjast.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Pistill

Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Fréttir

Lofgrein um Davíð í Morgunblaðinu á skjön við Rannsóknarskýrsluna

Fréttir

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Úttekt

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen: Lögbrot, leyndarhyggja og harka gagnvart hælisleitendum

Fréttir

Tryggvi Þór og Friðjón könnuðu aðstæður til raforkuframleiðslu í Dölunum fyrir GAMMA

Mest lesið í vikunni

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Húsleit á Arnarnesinu hjá fiskútflytjanda úr Panamaskjölunum: „Ég hef ekkert að fela“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins