Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Verður hún þarnæsti forseti Bandaríkjanna?

Ill­ugi Jök­uls­son skrif­ar um Kamala Harris en einnig Kir­sten Gilli­brand, El­iza­beth War­ren, Terry McAulif­fe og fleiri von­góða Demó­krata

Verður hún þarnæsti forseti Bandaríkjanna?
Kamala Harris gæti orðið forseti Bandaríkjanna á eftir Mike Pence.

Nú þegar engin engin goðgá virðist að trúa því að Donald Trump forseti Bandaríkjanna muni hrökklast úr embætti fyrr en síðar og Mike Pence taka við embætti hans, þá eru Demókratar vestan hafs þegar farnir að velta fyrir sér hver þeirra verði sigurstranglegastur í forsetakosningunum í nóvember 2020. 

Samkvæmt fréttum eru ýmsir vongóðir stjórnmálamenn þegar byrjaðir að leggja drög að framboði og fjölmiðlamenn þekkja engin dæmi þess að svo margir hafi áður verið byrjaðir að máta sig við forsetaembættið svo snemma.

Sumir eru meira að segja þegar byrjaðir að safna fé fyrir framboð sitt, þótt ekki fari hátt ennþá.

Meðal þeirra sem á þessari stundu eru taldir líklegir til að verða í framboði 2020 eru þessi hér:

Kamala Harris er fædd 1964 í Kaliforníu og hefur búið þar alla sína tíð. Móðir hennar er innflytjandi frá Indlandi, læknir og stundar krabbameinsrannsóknir. Faðir hennar er ættaður frá Jamaíka. Harris nam hagfræði, stjórnmálafræði og lögfræði og fór ung að láta til sín taka í löggæslumálum í Kaliforníu.

Árið 2010 var hún kosin dómsmálaráðherra fylkisins, þótti dugmikil og röggsöm og var endurkjörin 2014. Í fyrra var hún svo kosin öldungadeildarþingmaður Kaliforníu. Hún þykir aðsópsmikil og hefur beitt sér heilmikið gegn Trump forseta. 

Elizabeth Warren

Kamala gifti sig 49 ára gömul og á ekki börn. Systir hennar Maya er stjórnmálaskýrandi hjá sjónvarpsstöðinni MSNBC.

Önnur kona sem oft er nefnd sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi er Elizabeth Warren. Hún fæddist 1949 í Oklahoma, lærði lög og var prófessor í lögfræði áður en hún fór út í pólitík og var kosin í öldungadeildina fyrir Massachusetts  2012.

Warren hefur vakið mikla athygli fyrir skörungsskap og róttækni (á ameríska vísu) og margir Demókratar hefðu frekar vilja sjá hana etja kappi við Trump en Hillary Clinton. Óvíst er hvort hún hefur metnað til að leggja út í baráttu um forsetaembættið en sumir sem til þekkja fullyrða að hún muni láta slag standa í þetta sinn og bjóða sig fram.

Sumum finnst hún vera of vinstrisinnuð til að þorandi sé að bjóða hana fram. En hún er altént ein fárra frambjóðenda sem ekki er hægt að efast um að hafi fyrst og fremst hugsjónir í fyrirrúmi.

Kirsten Gillibrand

Í því sambandi er samt athyglisvert að hún kaus jafnan Repúblikana fram til ársins 1995 af því hún taldi að þeir styddu betur en Demókratar við frjálsan markað.

Warren gekk í hjónaband ung að árum, eignaðist tvö börn og skildi síðan. Um 1980 giftist hún öðru sinni.

Þriðja konan sem oft er nefnd í sambandi við forsetaframboð af hálfu Demókrata er Kirsten Gillibrand.

Hún fæddist 1966 í New York, foreldrar hennar eru vel stæðir lögfræðingar og bæði í innsta hring Demókrata í fylkinu. Faðir hennar hefur iðulega unnið fyrir sér sem hagsmunagæslumaður ýmissa fyrirtækja - öðru nafni lobbyisti.

Gillibrand gekk 2001 að eiga breskan fjármálaspekúlant og eiga þau tvö börn.

Hún lærði lög og fór að starfa fyrir Hillary Clinton þegar hún bauð sig fram til öldungadeildarinnar fyrir New York um aldamótin.

Terry McAuliffe

Árið 2006 var Gillibrand kosin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en varð svo öldungadeildarþingmaður þegar Hillary Clinton varð utanríkisráðherra í stjórn Obama. Því starfi hefur hún gegnt síðan.

Gillibrand þótti í upphafi ferils síns í hópi hægri sinnuðustu stjórnmálamanna Demókrataflokksins en hefur færst til vinstri með árunum.

Þá er talið víst að Terry McAuliffe ali með sér vonir um forsetaembættið. Hann fæddist 1959 í New York-fylki, faðir hans var fasteignasali og McAuliffe hóf kornungur feril sem allsherjar athafnamaður - og með góðum árangri.

Sanders og Biden

Hann fékkst við allt mögulegt og fór síðan að hafa afskipti af stjórnmálum sem Demókrati. Hann var kosinn fylkisstjóri Virginíu 2013. McAuliffe þykir litríkur og aðsópsmikill og hafa þá sannfæringu sem heppilegust er hverju sinni. Um þrítugt gekk hann að eiga dóttur viðskiptafélaga síns og eiga þau fimm börn.

Þá er Bernie Sanders aftur nefndur til sögu en hann mun ferðast víða um Bandaríkin og safna fé.

Sanders verður orðinn 79 ára þegar kosningarnar 2020 fara fram en lætur víst lítinn bilbug á sér finna enn.

John Delaney

Þá er talið að Joe Biden fyrrum varaforseti Obama ráði illa við forsetafýsnina. Hann verður orðinn 78 ára þegar kosið verður.

Aðeins einn Demókrati hefur þó enn sem komið er lýst því afdráttarlaust yfir að hann ætli að sækjast eftir forsetaembættinu.

Það er John Delaney, fulltrúardeildarþingmaður frá Maryland, kvæntur fjögurra barna faðir og áður kaupsýslumaður. Hann er ekki talinn eiga mikla möguleika, en hvað vitum við? Ekki var Trump talinn eiga mikla möguleika!

Hið eina sem telja má víst er að margir fleiri frambjóðendur eiga eftir að koma við sögu áður en talið verður upp úr kjörkössum í nóvember 2020.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu