Fréttir

Skólasetningu Háaleitisskóla frestað vegna magakveisu

Rúmur helmingur starfsliðs Háleitisskóla er frá vinnu vegna óútskýrðrar magakveisu.

Háaleitisskóli Setja átti skólahald á morgun en því hefur verið frestað fram á fimmtudag. Rúmur helmingur starfsliðs skólans glímir við magakveisu og rannsakar heilbrigðiseftirlitið orsök hennar.

„Það hefur ekkert komið í ljós hvað amar að fólkinu,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háleitisskóla. Skólasetning í Háaleitisskóla í Hvasaleiti átti að fara fram á morgun en henni hefur verið frestað fram á fimmtudag. „Þetta er magakveisa. Á aðfararnótt fimmtudags í síðustu viku fengu fyrstu starfsmenn skólans einkenni. Síðan þá hafa menn verið að detta inn og út úr því,“ segir Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðsSegir að ákveðið hafi verið að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir.

Í skólanum starfa 36 manns og er rúmur helmingur starfsliðsins frá störfum vegna veikinda. „Heilbrigðiseftirlitið hefur verið hérna í allan dag og tekið viðtal við allt starfsfólkið. Þá hafa starfsmenn skilað sýnum til heilbrigðisyfirvalda en það tekur tíma að fá niðurstöðu úr greiningunni,“ segir Hanna Guðbjörg.

„Það eru taldar minni líkur en meiri að um Nóró-veiruna sé að ræða vegna þess að ekkert af heimilisfólki starfsmannanna hefur smitast,“ segir Helgi. Hann telur að um einhvers konar matareitrun sé að ræða en beðið er eftir niðurstöðum á greiningum heilbrigðiseftirlitsins.

Ákveðið var að fresta skólasetningunni vegna þess að orsök veikindanna liggur ekki fyrir. „Við ákváðum að fresta henni til að vera ekki að tefla í neina tvísýnu varðandi börnin og koma í veg fyrir að þau veikist,“ segir Helgi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Berst gegn umgengnistálmunum en hélt sjálfur barni frá móður þess

Fréttir

Rekinn úr Karlalistanum vegna fréttar Stundarinnar

Greining

Svona verður Eyþór Arnalds borgarstjóri

Leiðari

Hér er engin spilling

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Viðtal

Beitt trúarlegu ofbeldi í tíu ár

Pistill

Heiftarlegt uppgjör launafólks og stjórnmálaelítunnar framundan

Fréttir

Frambjóðandi sló son sinn: „Þú veist að þú áttir þetta skilið“

Fréttir

Kvartar yfir að „þurfa að sitja alltaf undir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhver spillingarflokkur“

Fréttir

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið