Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans

Stofn­un­in sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um seg­ist ekki hafa ver­ið kunn­ugt um að Lands­bank­inn væri að fara að kaupa trygg­inga­fé­lag á 28,6 millj­arða króna. Formað­ur banka­ráðs seg­ist hafa upp­lýst stofn­un­ina „óform­lega“ í sím­tali í des­em­ber.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans
Forstjóri Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar, stofnunar sem lýst var yfir í apríl 2022 að leggja ætti niður en er enn starfandi og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankasýsla ríkisins segir að henni hafi ekki verið kunnugt um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka á 28,6 milljarða króna. Stofnuninni, sem fer með eignarhlut ríkisins Landsbankanum, hafi fyrst verið kunnugt um að skuldbindandi tilboð í hlutinn hafi verið lagt fram klukkan 17 í gær.

Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, sendi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, í kvöld. Um er að ræða svar stofnunarinnar við bréfi sem Þórdís sendi henni fyrr í dag þar sem ráðherrann óskaði eftir skýringum á kaupunum og lýsti meðal annars yfir áhyggjum af þeim. Þórdís gerði slíkt einnig í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi þar sem hún sagði að kaupin yrðu ekki að veruleika með hennar samþykki „nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða.“ 

Í bréfi Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra, sem birt var á vef hennar í kvöld, er tekið undir þær áhyggjur sem komu fram í bréfi ráðherrans. Þar segir að stofnunin hafi haldið fund með bankaráði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í dag þar sem spurt var út í viðskiptin. „Það er mat BR að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti [...] slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ 

Bankasýslan hefur óskað eftir formlegri greinargerð frá bankaráðinu vegna kaupanna innan sjö daga og krafist þess að aðalfundi Landsbankans, sem á að fara fram á miðvikudag, verði frestað um fjórar vikur vegna málsins. Í bréfi til bankaráðsins, sem var líka birt í kvöld, er þess sérstaklega óskað að greinargerðin innihaldi skýringu á því hvernig viðskiptin muni hafa áhrif á áhættu í rekstri Landsbankans og á getu hans til að greiða eigendum sínum arð eða á annars konar ráðstöfun á umfram eigin fé.

Ríkisbanki kaupir tryggingafélag

Tilkynnt var um það í gær að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Í tilkynningunni var haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, að bankinn starfi á samkeppnismarkaði og það skipti verulegu máli að Landsbankinn sé áfram verðmæt eign fyrir hluthafa. „Í því felst m.a. að meta og sækja tækifæri á fjármálamarkaði til að viðhalda og auka verðmæti bankans. Bankaráð og stjórnendur hafa um nokkurt skeið skoðað kosti þess að bæta tryggingum við fjölbreytta þjónustu bankans, enda fer tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Við teljum að með kaupum á TM muni bæði félögin eflast og styrkjast.“

Engar formlegar upplýsingar

Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Þórdísar segir að Helga Björk hafi upplýst stofnunina um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið í júlí í fyrra. Það gerðist í kjölfar þess að Íslandsbanki samþykkti að greiða 1,2 milljarða króna metsekt fyrir lögbrot sem hann framdi við söluna á hlutum í sjálfum sér í lokuðu útboði sem fór fram í mars 2022. 

Á þeim tíma var TM þó ekki í formlegu söluferli og þann 20. júlí í fyrra var Bankasýslan upplýst um að ekki hefði komið til formlegra viðræðna um kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu. Eftir þann tíma segir Bankasýslan að engar frekari upplýsingar hafi borist henni um málið jafnvel þótt Helga Björg telji „sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023“. 

Engar formlegar upplýsingar hafi þó, á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni, um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. „Þvert á móti taldi stjórn BR einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar.“ Þar er átt við viðtal sem Þórdís fór í hjá hlaðvarpinu Þjóðmálum, sem stýrt er af fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu. Þar sagði Þórdís, sem er líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ein þeirra sem þykir líklegust til að sækjast eftir að leiða flokkinn þegar Bjarni Benediktsson hættir, að henni hugnist ekki að ríkisbankinn eignist TM. Sú afstaða ráðherrans var rædd á stjórnarfundi Bankasýslunnar tveimur dögum síðar og bókað að „ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“

Landsbankinn verður ekki seldur

Kaupin voru mikið til umræðu í fjölmiðlum og á þingi í dag. Katrín Jakobsdóttir for­sæt­isráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, sögðu báðar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um í kjöl­far kaupa bank­ans á TM, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar fjár­mála­- og efnahagsráðherra þess efn­is.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýstu marg­ir hverj­ir yf­ir furðu yf­ir ólík­um sjón­ar­mið­um ráð­herra í rík­is­stjórn­inni gagn­vart mál­inu. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði hins vegar við fjölmiðla að kaupunum yrði haldið til streitu. Í samtali við fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 sagðist hún skilja vel að ríkið vildi ekki bæta við sig félögum. „Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa.“ Ríkið á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Bankasýslan verður vonandi nr. 1 af þeim 161 stofnun sem Þórdís Kolbrún ætlar að grisja. Niðurlagning hennar, sem ákveðin var eftir síðustu Íslandsbankasölu, virðist hafa mistekist.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár