Segist ekki samþykkja kaup Landsbankans á TM nema bankinn verði einkavæddur
Í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna, sem birt var í apríl 2022, kemur fram að eignarhald á Landsbankanum verði óbreytt. Enginn vilji er hjá ráðherrum Vinstri grænna og Framsóknarflokks til að selja hluti í Landsbankanum á þessu kjörtímabili. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Segist ekki samþykkja kaup Landsbankans á TM nema bankinn verði einkavæddur

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að rík­is­fyr­ir­tæki eigi ekki að kaupa trygg­inga­fé­lag. Hún ætl­ar að óska skýr­inga frá Banka­sýslu rík­is­ins, stofn­un sem var sett á fót til að koma í veg fyr­ir að stjórn­mála­menn skiptu sér af rekstri rík­is­banka, á kaup­um Lands­bank­ans á TM. Sam­kvæmt eig­enda­stefnu má ekki selja hluti í Lands­bank­an­um fyrr en allt hluta­fé í Ís­lands­banka hef­ur ver­ið selt.

„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Ég hef óskað skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook í kvöld. 

Tilefnið er tilkynning sem birt var fyrr í kvöld um að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Í tilkynningunni var haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, að bankinn starfi á samkeppnismarkaði …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Ríkistjórnarflokkarnir setja þessa dagana á svið hvern skrípaleikinn á fætur öðrum. Hlýtur að styttast í kosningar.
    0
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Ætlar þessi fíflagangur engann endi að taka?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár