Heimur Pútíns
Gæsalappir Vladimir Pútín Rússlandsforseti táknar gæsalappir á árlegum blaðamannafundi sínum í Moskvu, 14. desember síðastliðinn, sem er undir forskriftinni: „Árangur ársins með Vladimir Pútín“. Þar var fjölmiðlafólk mætt, ásamt 600 öðrum, sem höfðu að nafninu til tækifæri til að spyrja hann spurninga. Hvenær verður friður, var hann spurður. „Þegar við höfum náð markmiðum okkar,“ var svarið. Mynd: Alexander Zemlianichenko / POOL / AFP
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Heimur Pútíns

Í ríki þar sem fjöl­miðl­ar starfa und­ir vernd­ar­væng yf­ir­valda, sem leggja mat á frammi­stöðu þeirra og ákveða eft­ir hvaða regl­um og sjón­ar­mið­um þeir starfa, eru frétt­ir og upp­lýs­inga­miðl­un að stór­um hluta svið­setn­ing.

Flesta daga sýnir rússneska sjónvarpið dálítinn leikþátt í fréttatímum sínum og stundum nokkra með sama eða svipuðu sniði: Pútín situr á skrifstofu sinni – þeirri sem hann notar til að hitta fólk – og til hans kemur gestur. Stundum embættismaður, eða ráðherra, stundum forstöðumaður eða framkvæmdastjóri stórfyrirtækis, eða gestur með eitthvert tiltekið erindi sem forsetinn hefur ákveðið að hlusta á. Gesturinn er sýndur við lítið fundarborð sem komið er fyrir framan við skrifborð forsetans (þessi húsgagnaskipan er hefðbundin hjá öllum stjórnendum hins opinbera). Gesturinn er sýndur, andstuttur, gefa forsetanum skýrslu eða bera upp við hann erindið. Pútín hlustar, alvarlegur og einbeittur á svip. Svo tekur hann til máls, reifar það sem gesturinn hefur sagt, gefur honum (eða henni, það kemur fyrir stöku sinnum að gesturinn er kona), ýmis góð ráð, hælir gestinum eftir atvikum fyrir það sem hann eða hún hefur þegar afrekað og segist munu veita stuðning sinn til …

Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    hvað fékk heimildin mikið monní frá valdstjórninni ? . .
    -4
    • J
      Jón skrifaði
      Það er eitthvað grátt kusk sem kemur hérna alltaf undir einn stólinn minn aftur og aftur eins konar ryk eða svona klumpar af ryki eins og það hafi þjappast saman einhvern veginn. Þetta er alveg endalaust. Berð þú ábyrgð á þessu?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár