Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda

Mat­væla­ráð­herra seg­ist hafa kynnt sér þær 22 um­sagn­ir sem borist hafa við skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og fram­tíð lagar­eld­is á Ís­landi. Hún seg­ir að skýrsl­an sé mik­il­væg­ur grund­völl­ur stefnu­mót­un­ar stjórn­valda í þess­um mála­flokki en sé þó ekki stefnu­mót­un stjórn­valda.

Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Umhverfissjónarmið munu vega þungt Matvælaráðherra gerir ráð fyrir því að leggja fram drög að nýrri stefnu er varðar fiskeldi nú á haustdögum. „Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.“ Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra svaraði spurningum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag sem meðal annars sneru að skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi en hún hefur verið harðlega gagnrýnd. 

Ráðherrann segir að í skýrslunni komi fram ýmis atriði sem séu ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð er áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar benti á í fyrirspurn sinni að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði haft til umfjöllunar skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. „Þar eru gerðar tugir athugasemda við framkvæmd laga um fiskeldi, brotakennda stjórnsýslu og tilfinnanlegan skort á eftirliti. Í umfjöllun nefndarinnar hafa einnig komið fram fjölmargar ábendingar frá hagaðilum sem rata munu í álit nefndarinnar áður en langt um líður. Enginn vafi leikur á því að úttekt Ríkisendurskoðunar leggur góðan grunn að rækilegri endurskoðun lagarammans, regluverksins og stjórnsýslunnar í kringum sjókvíaeldi við strendur Íslands.“

Beindi hún sjónum sínum að því að matvælaráðherra hefði fengið ráðgjafarfyrirtækið Boston Consulting Group til að vinna skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. „Landvernd hefur sett fram rökstudda gagnrýni á innihald og útleggingar þeirrar skýrslu og kynnt hana opinberlega. Meðal þeirra atriða sem Landvernd gagnrýnir eru ofuráherslan á efnahagslegan ávinning eldisfyrirtækjanna, óraunhæfar sviðsmyndir um framtíð lagareldis, að grunnreglur umhverfisréttar séu að engu hafðar, að skortur sé á sannfærandi umfjöllun um áhrif fiskeldis á losun gróðurhúsalofttegunda og að umfjöllun um áhrif á villta laxastofna og aðrar atvinnugreinar sé ófullnægjandi í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins,“ sagði hún. 

Ástæða til að leggja við hlustirÞórunn telur að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum.

Landvernd segir skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir meðal annars í umsögn samtakanna að stjórnin telji skýrsluna vera „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og í raun gagnlítið plagg. „Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé hefur verið varið til þessarar skýrslugerðar sem er bæði efnislega og að forminu til mjög rýr,“ segir í umsögn Landverndar. 

Telur Þórunn að full ástæða sé til að leggja við hlustir þegar Landvernd segir skýrsluna endurspegla „draumóra fiskeldisiðnaðarins“ og að meira sé gert úr efnahagsáhrifum en umhverfisáhrifum. 

Þórunn spurði Svandísi hvort hún hefði kynnt sér athugasemdir Landverndar og myndað sér skoðun á þeim. Einnig spurði hún hvernig ráðherra hygðist nýta ráðgjöf Boston Consulting Group í vinnunni framundan.

Drög að nýrri stefnu lögð fram á haustdögum

Svandís svaraði og sagði að það væri rétt sem kom fram í máli Þórunnar að nú lægi fyrir mjög mikilvægur grunnur fyrir stefnumótun í fiskeldi. „Við gerum ráð fyrir því að við höfum stöðu til að leggja fram drög að slíkri stefnu nú á haustdögum. Þau stefnudrög munu rata á samráðsgátt stjórnvalda rétt eins og önnur skref í þessari vinnu allri saman og vil ég fullvissa háttvirtan þingmann um það að umhverfissjónarmið munu vega þungt í þeim efnum.

Já, ég hef kynnt mér þær umsagnir sem hafa borist við skýrslu Boston Consulting Group sem eru allt í allt 22 og ekki síst þær athugasemdir sem komu fram hjá Landvernd sem fjalla annars vegar um forsendur sviðsmyndanna en jafnframt um tiltekin mál sem lúta að umhverfissjónarmiðum eins og sambúð sjókvíaeldis og líffræðilegrar fjölbreytni, um losun gróðurhúsalofttegunda, um meginreglur umhverfisréttarins og þetta eru allt saman þættir sem ég vil fullvissa háttvirtan þingmann um að eru alltaf á mínu borði og ekki síst í þeim undirbúningi sem þarna liggur fyrir,“ sagði hún. 

Svandís sagði jafnframt að skýrsla Boston Consulting Group væri mikilvægur grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í þessum málaflokki en væri ekki stefnumótun stjórnvalda.

Umhverfissjónarmiðin skulu njóta sannmælis

Þórunn kom aftur í pontu og sagði að það væri einmitt vegna þess að skýrslan hefði verið kynnt sem grunnur stefnumótunarferlisins sem hún hygði að mjög brýnt væri að ráðuneytið og ráðherra tækju mið af þeim ábendingum sem meðal annars hefðu komið frá Landvernd og fleiri hagaðilum um þessi efni þegar kemur að langtímastefnumótun. 

„Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að nota þetta tilefni til þess að láta umhverfissjónarmiðin njóta sannmælis í þessari atvinnugrein og svo þannig að atvinnugreinin byggist á faglegum, umhverfislegum sjónarmiðum.“

Hún benti á að taka þyrfti gjöld af fyrirtækjum svo hægt væri að sinna opinberu lögbundnu eftirliti. „En hvað hefur ráðherrann hugsað sér um gjald fyrir aðgang að auðlindinni?“ spurði hún.  

Heilmiklar áskoranir á ferðinni

Svandís svaraði í annað sinn og sagði að í skýrslunni kæmu fram ýmis atriði sem væru ekki endilega tillögur heldur frekar grundvöllur að tillögum eða stefnumótun. „Þar er meðal annars, svo maður láti skýrsluna algerlega njóta sannmælis, mjög víða talað um að það þurfi að efla vísindarannsóknir á öllum þeim sviðum sem liggja þarna til grundvallar. Það er lögð áhersla á eftirlit og að efla stjórnsýslulega innviði til þess að geta síðan aukið verðmætasköpun. Þarna eru auðvitað heilmiklar áskoranir á ferðinni, ekki síst þegar atvinnugreinin er komin á fullt skrið.“

Varðandi fiskeldisgjaldið þá sagði ráðherra að núna væri í gildi löggjöf sem var samþykkt 2019. „Í henni er áskilið að fram fari endurskoðun á löggjöfinni fyrir 2024 og ríkisendurskoðandi hefur jafnframt lagt á það áherslu. Í tillögu um fjármálaáætlun, sem liggur núna fyrir þinginu og verður rædd áfram í dag og á morgun, er fjallað sérstaklega um tekjuöflun af greininni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Líkt og kolefnisjöfnun er þetta dæmi um að "spítalinn sé fjárhagslega vel rekinn ...verst að allir sjúklingarnir séu dauðir"
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það má kaupa álit og Boston Consulting Group er keypt álit og þarfnast verulegrar lagfæringa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár