Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis sem varð landsfrægur þegar hann var ráðinn í það starf árið 2007, er orðinn rekstrarstjóri Fjárfestingarfélagsins Stoða. Stoðir hétu áður FL Group og var félagið leiðandi huthafi í Glitni sem Lárus var forstjóri hjá. Frá þessu var greint í fjölmiðlum í dag. 

Þar með má segja að saga Lárusar, sem ekki hefur verið þrautalaus frá bankahruninu árið 2008, sé komin í vissan hring, þar sem hann var ráðinn til Glitnis eftir yfirtöku FL Group á bankanum um vorið 2007.

„Samningaviðræðurnar um forstjórastólinn fóru aðallega fram við Jón Sigurðsson. “
Lárus Welding,
fyrrverandi bankastjóri Glitnis og núverandi rekstrarstjóri Stoða

Örlagasaga um ákærur og baráttu

Fyrir síðustu jól gaf Lárus út uppgjörsbók um líf sitt og aðkomu að Glitni og þeim ákærum sem gefnar voru út á hendur honum á árunum eftir bankahrunið. Á endanum hlaut Lárus dóma í tveimur málum, Stím og stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis.  Annar dómurinn var skilorðsbundinn vegna þess hversu langan tíma málið tók í dómskerfinu á meðan Lárus hafði þá þegar fyllt upp í refsirammann þegar dómurinn í hinu málinu féll. Hann þurfti því ekki að afplána fangelsisdóm en sat hins vegar í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, eins og hann ræðir um í bókinni.

Í bókinni ræðir hann einnig um aðkomu sína að viðskiptalífinu, meðal annars að Stoðum. Stoðir eru öflugt fjárfestingarfélag í dag sem á hluti í fyrirtækjum eins og Símanum, Arion, Kviku  og Bláa lóninu. Félagið hefur meðal annars verið umtalað sem stærsti einkafjárfestirinn í Símanum sem meðal annars seldi Mílu til franska sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian með miklum hagnaði og tilheyrandi arðgreiðslum til hluthafanna. 

Lykilmaðurinn JónJón Sigurðsson var lykilmaður í því að hópur íslenskra fjárfesta keypti Stoðir, áður FL Group, af kröfuhöfum félagsins árið 2017.

Að hluta eru sömu hluthafar og stjórnendur og í FL Group

Lárus hefur reyndar verið hluthafi í Stoðum frá árinu 2020 en er nú einnig orðinn starfsmaður félagsins. Hjá Stoðum hittir hann fyrir nokkra af þeim aðilum sem einnig voru stjórnendur og hluthafar í FL Group um vorið 2007. Þar ber helst að nefna forstjórann Jón Sigurðsson sem einnig var forstjóri FL Group fyrir hrunið 2008 en hafði tekið við af Hannesi Smárasyni síðla árs 2007 eftir að félagið hafði tapað miklum peningum. Þá varð Jón einnig landsþekktur, líkt og Lárus. 

Báðir voru þeir Lárus og Jón ungir að árum þegar þeir tóku við þessum ábyrgðarstörfum í FL Group og bankanum sem félagið var leiðandi hluthafi í. Lárus var bara 31 árs.

Sá sem var leiðandi hluthafi og stjórnarformaður FL Group á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson en hann er ekki meðal hluthafa félagsins, líkt og nokkrir aðrir sem einnig voru það fyrir hrunið 2008. Þar má nefna fjárfestana Magnús Ármann og Þorstein Jónsson.

Tölvupóstar sem Jón Ásgeir sendi Lárusi á meðan hann var að bankastjóri urðu frægir eftir hrunið en í þeim virtist hann vera að beita Lárusi óeðlilegum þrýstingi svo hann gerði það sem honum var sagt. Lárus gerði svo lítið úr þessum tölvupóstum í bók sinni. 

Í bók sinni lýsir Lárus því að það hafi fyrst og fremst verið Jón Sigurðsson sem talaði hann inn á að verða bankastjóri Glitnis. „FL Group hélt áfram að styrkja tök sín á Glitni banka og Jón Sigurðsson gerði aðra tilraun til þess að fá mig yfir. [...] Samningaviðræðurnar um forstjórastólinn fóru aðallega fram við Jón Sigurðsson.

Yfirbragð Stoða i dag er hins vegar að félagið er að hluta til í eigu og er stýrt af sömu aðilum og fyrir hrunið. Jón Sigurðsson er ennþá forstjóri og er nú leiðandi hluthafi ásamt Fenger-fjölskyldunni. Þetta er fjölskylda eiginkonu hans, Bjargar Fenger.

Sagan af yfirtöku Stoða

Í uppgjörsbók sinni ræðir Lárus talsvert um vináttu sína við Jón Sigurðsson og rekur meðal annars að tengsl þeirra nái allt aftur til ársins 2002 þegar þeir voru einungis rétt um 25 ára gamlir bankastarfsmenn. Þeir unnu svo saman í Landsbanka Íslands áður en þeir fóru yfir til FL Group og Glitnis. 

Í bókinni rekur Lárus meðal annars hvernig Jón náði að eignast Stoðir með hópi fjárfesta eftir að fjárfestingarfélagið hafði verið yfirtekið af kröfuhöfum þess á árunum eftir hrunið. Jón hafði unnið sem forstjóri Stoða fyrir kröfuhafa félagsins, sem meðal annars voru slitabú föllnu bankanna, á þessum tíma. Hann sat meðal annars í stjórn drykkjavöruframleiðandans Refresco eftir hrunið en hluturinn í félaginu var eina eign Stoða. Þessi hlutabréf í Refresco voru svo seld árið 2017 og hluthafar Stoða tóku til við aðrar fjárfestingar. 

Um uppkaupin á Stoðum segir í bók Lárusar:

 „Það var svo snemma árs 2017 að kröfuhafar fóru að kanna sölu á eignarhlut sínum í Stoðum. Um var að ræða meirihluta í félaginu og var ríkur vilji til að ljúka sölunni sem allra fyrst eða fyrir lok mars 2017. Þessi hlutur var mikils virði og þurfti í raun að safna hátt í fimm milljörðum króna á mjög skömmum tíma til að ná að kaupa hann. Jón Sigurðsson var eðlilega mjög kunnugur félaginu og hóf að þróa með sér hugmynd um að safna saman hópi fjárfesta, nokkrum fjölskyldum, með sér í verkefnið. [...] Þetta small svo allt saman með elju og skipulagningu Jóns og sumarið 2017 stóðum við uppi með eitt stærsta fjárfestingarfélag Íslands að meirihluta í fjölskyldueigu. Þetta var vitaskuld mikill persónulegur sigur fyrir Jón en með honum endurheimti hann stjórn á félaginu sem hann hafði misst í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Það var einstaklega ánægjulegt fyrir mig að fá að hjálpa Jóni og hópnum í kringum hann við að gera þetta að veruleika.

Hefur trú á framtíðinni og íslensku bankakerfi

Lárus hefur því verið þátttakandi í endurreisn og sókn Stoða hér á landi um nokkurra ára skeið jafnvel þó hann sé fyrst núna orðinn starfsmaður félagsins.  Í bók sinni ræðir Lárus meðal annars um það hvað honum hafi þótt hart sótt að sér og öðrum bankamönnum og hvað það hafi verið íþyngjandi. Hann nefnir líka að hann sé ennþá á skilorði vegna dóms sem féll í Stím-málinu svokallaða sem snerist um markaðsmisnotkun með hlutabréf í Glitni og FL Group, nú Stoðum, árið 2007. Vegna þessara dóma segist hann verða útilokaður frá ýmsum ábyrgðarstöðum út lífið. 

Þrátt fyrir þessi örlög, sem Lárus er ósáttur við og segist ætla að berjast til að fá breytt fyrir Mannréttindadómsól Evrópu, segist hann í lokaorðum bókarinnar vera bjartsýnn á framtíð Ísland og að endurreisn bankakerfisins hafi gengið vel. „Við endurreisn fjármálakerfisins á Íslandi undanfarinn áratug sést að lærdómurinn af fjármálakreppunni hefur verið nýttur vel. Ísland býr nú yfir fjármálakerfi sem er með þeim traustustu í Evrópu eins og sást á því hversu vel því tókst að fara í gegnum hinn nýafstaðna Covid 19-faraldur. Það er því ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framtíð Íslands. Með þessum orðum lýk ég uppgjöri mínu á örlagaför minni um bankakerfið og síðan réttarkerfið.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    LW fékk 300 milljónir í komugjald til Glitnis. Þekking hans og reynsla var metin þess virði. Svo sagði hann sjálfur frá.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Eftirmál bankahrunsins

Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs
ÚttektEftirmál bankahrunsins

Eig­andi Glitn­is sem reis upp og sett­ist í stjórn­ar­for­manns­stól Skelj­ungs

Saga Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is teng­ist Skelj­ungi vegna eign­ar­halds fyr­ir­tækja hans á olíu­fé­lag­inu. Jón Ás­geir og Pálmi Har­alds­son, við­skipta­fé­lagi hans, keyptu og seldu Skelj­ung á milli sín á ár­un­um fyr­ir hrun­ið. Af­leið­inga­ar þeirra við­skipta eru lík­leg til að enda í saka­máli á næstu vik­um. Sam­tím­is sest Jón Ás­geir í stól stjórn­ar­for­manns Skelj­ungs.
Lögmannsskrifstofa ráðgjafa stjórnvalda veitti  Lindarhvoli tugmilljóna þjónustu
FréttirEftirmál bankahrunsins

Lög­manns­skrif­stofa ráð­gjafa stjórn­valda veitti Lind­ar­hvoli tug­millj­óna þjón­ustu

Stein­ar Þór Guð­geirs­son lög­fræð­ing­ur var skip­að­ur í skila­nefnd Kaupþings þeg­ar Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók bank­ann yf­ir 9. októ­ber 2008. Hann tók við fo­mennsku í nefnd­inni um hálf­um mán­uði síð­ar og stýrði störf­um henn­ar til árs­loka 2011, eða þar til skila­nefnd­in var lögð nið­ur og slita­stjórn tók við verk­efn­um henn­ar. Ár­ið 2018 hafði Stein­ar Þór ríf­lega 1,2 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun og ár­ið áð­ur...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár