Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eigandi Glitnis sem reis upp og settist í stjórnarformannsstól Skeljungs

Saga Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar fjár­fest­is teng­ist Skelj­ungi vegna eign­ar­halds fyr­ir­tækja hans á olíu­fé­lag­inu. Jón Ás­geir og Pálmi Har­alds­son, við­skipta­fé­lagi hans, keyptu og seldu Skelj­ung á milli sín á ár­un­um fyr­ir hrun­ið. Af­leið­inga­ar þeirra við­skipta eru lík­leg til að enda í saka­máli á næstu vik­um. Sam­tím­is sest Jón Ás­geir í stól stjórn­ar­for­manns Skelj­ungs.

Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af þekktari kaupsýslumönnum Íslands á árunum fyrir hrunið 2008, er orðinn stjórnarformaður olíufélagsins Skeljungs tæpum þrettán árum eftir umdeild viðskipti Glitnis banka og viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs, Pálma Haraldssonar, með fyrirtækið.

Á árunum fyrir efnahagshrunið áttu félög tengd Jóni Ásgeiri í endurteknum viðskiptum við Pálma Haraldsson með olíufélagið. Síðast í gegnum Glitni þar sem bankinn var milliður í sölu olíufélagsins og sölutryggði það fyrir Pálma upp á 8,7 milljarða króna. Þetta þýddi að bankinn þurfti að kaupa Skeljung af Pálma fyrir þetta verð ef enginn kaupandi fyndist. Á endanum varð þetta raunin.

Jón Ásgeir var sagður hafa verið höfuðpaurinn innan Glitnis eftir uppljóstranir um hvernig hann stýrði Glitni á bak við tjöldin. Enda sýndu tölvupóstar og önnur gögn það óskoraða vald sem hann hafði yfir bankastjóranum, Lárusi Welding. Jón Ásgeir hafði sjálfur  handvalið Lárus til að taka við af hinum reynslumeiri Bjarna Ármannssyni eftir að félög Jóns …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eftirmál bankahrunsins

Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum
SkýringEftirmál bankahrunsins

Drama­tísk saga Lárus­ar kom­in í hring í Stoð­um

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.
Lögmannsskrifstofa ráðgjafa stjórnvalda veitti  Lindarhvoli tugmilljóna þjónustu
FréttirEftirmál bankahrunsins

Lög­manns­skrif­stofa ráð­gjafa stjórn­valda veitti Lind­ar­hvoli tug­millj­óna þjón­ustu

Stein­ar Þór Guð­geirs­son lög­fræð­ing­ur var skip­að­ur í skila­nefnd Kaupþings þeg­ar Fjár­mála­eft­ir­lit­ið tók bank­ann yf­ir 9. októ­ber 2008. Hann tók við fo­mennsku í nefnd­inni um hálf­um mán­uði síð­ar og stýrði störf­um henn­ar til árs­loka 2011, eða þar til skila­nefnd­in var lögð nið­ur og slita­stjórn tók við verk­efn­um henn­ar. Ár­ið 2018 hafði Stein­ar Þór ríf­lega 1,2 millj­ón­ir króna í mán­að­ar­laun og ár­ið áð­ur...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár