Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Í lopapeysu á toppnum – Vinstri græn brýna sverðin

Lands­fund­ur Vinstri grænna, eins kon­ar árs­há­tíð flokks­ins, var sett­ur í skugga slæmra fylgisk­ann­ana og sam­þykkt út­lend­inga­frum­varps­ins. Við sögu koma stafaf­ura, breyt­inga­skeið­ið og söng­lag­ið „Það gæti ver­ið verra“. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var á staðn­um.

„Við í þessum sal erum í stjórnmálum til að hafa áhrif,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, í setningarræðu sinni á landsfundi um liðna helgi. Þar stappaði hún stálinu í flokksfélaga sína sem kannski voru misupplitsdjarfir í ljósi nýjustu fylgiskannana og nýsamþykkts útlendingafrumvarps.

„Þegar á móti blæs og við sitjum undir árásum þá er ágætt að hafa það hugfast að okkar andstæðingar hafa sína agendu. Þau vilja auðvitað komast í ríkisstjórn, gera sín eigin stefnumál að veruleika. En ekki hvað? Um það snúast stjórnmál, og þess vegna eru orðaskiptin ekkert alltaf málefnaleg. Þess vegna er ýmsu haldið fram sem er hreinlega ekki satt. Vegna þess að það er barist um þessi völd og það er barist harkalega um þau. Og það eru bara ansi margir sem vilja ekki að við höfum þessi völd. Það er sannleikurinn sem við stöndum frammi fyrir. Það er okkar að berjast fyrir því …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórey Guðmundsdóttir skrifaði
    Bestu þakkir, Erla Hlynsdóttir, fyrir hreint ágæta grein. Góður stíll, fínn húmor, staðreyndir í góðu blandi þar við. Það hefði verið gaman að sjá mynd af Kristínu Sigfúsdóttur, með hækju, tjútta af snilld og Orra Pál twista við ellismell, sem nánast bakaði hann. En það þarf að bæta agóryþmann fyrir unga fólkið, það er rétt. Fara í samkeppni við Tikk Tokk ???
    1
  • Gunnar Guttormsson skrifaði
    Það er í senn gaman og uppörvandi að lesa þessa frásögn af fundinum.
    Ég er allavega ekki á leið úr flokknum.
    2
  • trausti þórðarson skrifaði
    Það þarf ekki lopapeisu til að fela úlfshárin ef það er sauðargæra innanundir.
    1
    • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
      Þær Katrín og Kristrún Samfylkingar eiga það sameiginlega, að klæða sig alltaf upp á í lopapeysu þegar þær ætla að ferðast upp fyrir Elliðaánar. Þær halda víst að landbyggðarsauðirnir telji þær alþýðlegri fyrir vikið og nær þeim í menningu. Kannski halda þær líka, að það sé alltaf jökulkalt úti á landi og veiti ekki af að vera í föðurlandi hátt og lágt ef þær hætta sér út í þann útnára heimsins.
      0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Ég hef heyrt frasann um að vera í stjórnmálum til að hafa áhrif úr þessari átt. Jú, fylgismenn þessarar vafasömu kenningar virðast telja að það að setjast í ríkissjórn með hverjum sem er og við hvaða kringumstæður sem er sé besta og eina leiðin til að hafa þessi eftirsóknarverðu ,,áhrif". Nú, þessi hundalógík um ,,að vera í poletik til að hafa áhrif" hefur um árabil verið eina hugsjón Flokkseigendafélags VG, með þeim árangri að þeim hefur tekist að þurrka út arfleifð Einars og Brynjólfs, Lúðvíks og Eðvarðs og sósíalismans úr öllum bókum VG. Þess í stað gerði Flokkseigendafélagið VG að fullkomlega poletisku viðrini, sem almenningur hlær að.

    Það er skemmst frá að segja, að áhrif VG í þremur ríkisstjórnum eru engin, hvort heldur litið er til væntinga þeirrar Vinstrihreyfingar græns framboðs, sem stofnuð var um síðustu aldamót og er allt annar flokkur en VG dagsins í dag, eða pólitískra áhrifa yfirleitt. Það hefur hvarflað að mér í fullri alvöru, að Steingríms- og flokkseigendaarmur VG hafi aldrei haft í hyggju við stofnum flokksins að byggja upp samtök vinstrisósíalista og róttækra verkalýðssinna; með öðrum orðum, að Steingrímur, Álfheiður og kvennalistafraukurnar sem þau höfðu með sér á vettvang hafi komið til leiks undir fölsku flaggi, - að þeirra auðvirðilega hugsjón hafi ekki náð lengra en að koma sér upp borgaralegum stjórnmálaflokki fyrir sig og sína, einhverskonar einkavæddum, hægrisinnuðum framsóknarflokki, sem væri eftirsóknarverður til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og auðvaldið við rúllettuborð kapítalismans.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár