Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gagn­rýndi sitj­andi rík­is­stjórn harka­lega í ræðu sinni á flokks­stjórn­ar­fundi í dag. Tími væri kom­inn á breyt­ing­ar eft­ir „óslit­inn ára­tug með Sjálf­stæð­is­flokk­inn við völd, og rík­is­stjórn sem er bú­in að gef­ast upp á öllu“. Hún sagði for­sæt­is­ráð­herra „bara fylgj­ast með á með­an fjár­mála­ráð­herra slær á putt­ana hjá öll­um hinum“.

Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“
Mælist stærsti flokkur landsins Fylgi Samfylkingarinnar hefur farið hratt upp á við eftir að Kristrún Frosta­dóttir til­kynnti um for­manns­fram­boð í Sam­fylk­ing­unni í ágúst 2022, en hún var kjörin for­maður flokks­ins í októ­ber sama ár. Alls mælist Sam­fylk­ingin nú með 14,1 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar — eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega.“ 

Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi flokksins í morgun. Á sama fundi kynnti flokkurinn nýtt merki, Rauðu jafnaðarmannarósina og nýjan rauðan lit. 

Þar sagði hún Samfylkinguna ætla að verða ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Það væri ekki vegna þess að flokkurinn sé í vinsældakeppni eða vegna þess að hann langi svo að sitja í ráðherrastólum. „Samfylkingin stefnir í stjórn og fyrir því er ein og aðeins ein ástæða: Verkefnin sem kalla. Því þau kalla á okkur. Og þau eru aldeilis ærin verkefnin sem blasa við í íslensku samfélagi. Svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi af laununum sínum. Búið við öryggi á húsnæðismarkaði. Og sótt sér heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki þegar eitthvað kemur upp á. Þetta eru bara fáein dæmi.“

Kristrún eyddi fyrsta hluta ræðu sinnar meðal annars í að gagnrýna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harkalega og sagði að Samfylkingin ætlaði að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. „Eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum — algjörlega verkstola — þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“

Forsætisráðherra sem fylgist bara með

Verkaskipting innan ríkisstjórnarinnar bar líka á góma í ræðu Kristrúnar. Hún sagi hana fela í sér „að hver ráðherra sitji í sínu horni, með forsætisráðherra sem virðist bara fylgjast með á meðan fjármálaráðherra slær á puttana hjá öllum hinum.“ Stefnan virðist einungis vera sú að halda út. „Viðvera, þaulseta, markmiðin eru nú talin í árum setið ekki út frá þjónustu við almenning.“ 

Launafólk hafi ekki lengur trú á því að á Íslandi sé þjónandi forysta sem stýri þjóðarskútunni, skapi farveg samhjálpar og skilning á mikilvægi þess að kjarabætur séu sniðnar að þörfum fólksins í landinu gegnum velferðarkerfið. „Ríkisstjórnin sér ekki samhengi hlutanna, eða vill ekki sjá það. Þau tala eins og óbreyttir áhorfendur eða álitsgjafar þegar þau eru spurð hvað gera skuli — lýsa bara aðstæðum, láta eins og þau séu ekki lykilgerendur í samfélaginu — eins og þau hafi enga stjórn.“ 

Að mati Kristrúnar á sitjandi ríkisstjórn engin svör né stefnu, ráðherrar hennar bendi bara á aðra og taki enga ábyrgð sjálfir. „Það er bent á fólkið í landinu — sem verður víst bara að eyða minna — og bent á Seðlabankann, sem á víst einn að bera ábyrgð á verðbólgunni samkvæmt nýjustu kenningum forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Hver ber þá ábyrgð á stjórn efnahagsmála? Ber ríkisstjórnin enga ábyrgð? Bera ráðherrarnir enga ábyrgð? Þetta er algjör uppgjöf — þau láta eins og þau sé bara einhverjir áhorfendur í efnahagslífi þjóðarinnar. Sama ríkisstjórn og sömu ráðherrar og stærðu sig af því bara núna fyrir nokkrum mánuðum að nú væri hafið nýtt lágvaxtatímabil í íslenskri hagsögu. Og töluðu eins og þau ein væru fær um að tryggja efnahagslegan stöðugleika.“

Formaður Samfylkingarinnar, sem hefur nú mælst stærsti flokkur landsins í tveimur könnunum Gallup í röð og nýtur nú stuðnings 24 prósent aðspurðra, segir að flokkur hennar ætli þó ekki að skilgreina sig út frá þeirri ríkisstjórn sem hann ætli að leysa af hólmi. „Við munum ekki vera bara „ekki þau“ — það dugar ekki til — við skilgreinum okkur út frá þeirri framtíð sem við viljum skapa á Íslandi fyrir fólkið sem hér býr.“

Markmiðið sé að sækja ánægju- og vonarfylgi sem veiti Samfylkingunni svo umboð til breytinga. Í þeirri vegferð muni flokkurinn ekki elta skoðanakannanir né þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. „Verkefnin eru miklu stærri en svo að við getum látið kippa okkur út af laginu vegna fréttahringsins hverju sinni — okkar athygli þarf að vera á langtímaverkefninu; stóru breiðu velferðarmálunum og skipulagningu efnahags- og atvinnumála. Við stjórnum ekki landinu með hneykslun, eða óánægju að leiðarljósi, það eru engar skyndilausnir og við þurfum að nota alla okkar athygli í að byggja upp trúverðugan málflutning með raunverulegum aðgerðum á bakvið.“

Þriggja manna hópar munu leiða mótun forgangsmála

Kristrún kynnti svo nýjar áherslur í málefnastarfi flokksins. Þær ferla í sér að því verður skipt upp í tvennt. „Annars vegar eru ákveðin forgangsmál, sem stjórn hefur valið og sem flokkurinn mun fara í af fullum þunga. Þar verðum öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur mun halda utan um og leiða vinnuna. Við tökum eitt forgangsmál í einu — yfir ákveðinn tíma — og útkoman á að vera verklýsing fyrir næstu ríkisstjórn; forgangsröðun og skýr pólitík; verkefnalisti frá fyrstu 100 dögunum og upp í fyrstu tvö kjörtímabil í ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar.“

Fyrsta forgangsmálið sem ráðist verður í eru heilbrigðismál og öldrunarþjónusta. Formaður í stýrihópnum um það er Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri á Landspítala og er nú skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Með henni í stýrihópnum verða þau Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og hjúkrunarfræðingur, og Sindri Kristjánsson frá Akureyri, sem hefur starfað sem sérfræðingur hjá Lyfjastofnun og í velferðarráðuneytinu. 

Vinnu við heilbrigðis- og öldrunarmálin á að ljúka fyrir flokksstjórnarfund næsta haust og þá á að ráðast í næsta forgangsmál: Atvinnu og samgöngur. Frá vorinu 2024 verður ráðist í þriðja og síðasta forgangsmálið: Húsnæðis- og kjaramál — sem stefnt er á að taka fyrir fram að næsta landsfundi Samfylkingarinnar, sem verður haustið 2024. 

Að óbreyttu verður svo kosið til þings árið 2025.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Hefur maður heyrt þennan frasa áður🤬. Samfylkingin ætlar að leiða ríkisstjórn en ekki stjórna með „hneykslun eða óánægju að leiðarljósi“
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár