Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð

Al­þingi ákvað, er ver­ið var að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, að láta seðla­banka­stjóra ekki leiða fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd bank­ans, m.a. vegna mögu­legr­ar orð­sporðs­áhættu. Nú stend­ur til að breyta því. Í um­ræð­um um þær breyt­ing­ar kom til tals hvort slíkt feli í sér sam­þjöpp­un valds og hvort það kunni að vera var­huga­vert.

Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Formaður Verði frumvarpið að lögum mun Ásgeir Jónsson verða formaður í öllum þremur fastanefndum Seðlabanka Íslands. Mynd: Davíð Þór

Sérfræðingar innan lífeyrissjóðakerfisins virðast almennt ekki vera með afgerandi skoðanir á frumvarpi sem breytir lögum um Seðlabanka Íslands á þann veg að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taki við formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd bankans. „Þó þykir rétt að benda á að við umræður um frumvarpið kom til tals hvort frumvarpið kunni að fela í sér hættu á samþjöppun valds en líkt og alkunna er kann slíkt að vera varhugavert.“ 

Þetta kemur fram í umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða um frumvarpið, en lífeyrissjóðir landsins eru langstærstu fjárfestar landsins. 

Formennska í umræddri nefnd hefur verið í höndum Unnar Gunn­ars­dóttur vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá því Seðla­bank­inn tók við eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi í árs­byrjun 2020. Unnur greindi frá því í upphafi árs að hún hafi beðist lausnar frá embættinu. Hún mun láta af störfum í byrjun maí, en hún hefur stýrt Fjármálaeftirlitinu frá 2012. 

Seðlabankastjóri fer þegar með formennsku í öðrum nefndum bank­ans, pen­inga­stefnu­nefnd og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd. 

Varað við orðsporsáhættu

Lögum var breytt árið 2019 svo hægt yrði að ráðast í sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið. Í upphaflegu frumvarpi þess efnis var gert ráð fyrir að seðla­banka­stjóri færi einnig með for­mennsku í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd­inni, en því var breytt í með­förum Alþingis árið 2019.

Í nefnd­ar­á­liti á Alþingi á þeim tíma var breyt­ingin rök­studd þannig að með henni væri verið að reyna að draga úr orð­spors­á­hættu, sem rýrt gæti trú­verð­ug­leika Seðla­bank­ans og haft nei­kvæð áhrif á starf­semi hans á öðrum svið­um, auk þess sem þetta væri gert til að milda áhrif þeirrar miklu sam­þjöpp­unar valds sem fælist í sam­ein­ingu Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði þrjá aðila í úttektarnefnd árið 2021 til að fara yfir reynsl­una af starfi nefnda Seðla­bank­ans á árunum 2020 og 2021. Sú nefnd skilaði skýrslu í nóvember 2021 þar sem hún mælti meðal annars með því að Ásgeir myndi einnig fara með formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd, líkt og hinum nefndunum. Í skýrslunni sagði meðal annars: „Mis­mun­andi for­mennska býr til flækju­stig og það gerir einnig hið marg­brotna fram­sal valds og hin lag­skipta stjórn­sýsla sem búin er til í kringum eft­ir­lits­verk­efni innan sömu stofn­un­ar­inn­ar.“

Í skýrslu nefnd­ar­innar kom einnig fram að áhyggjur sem settar voru fram á þingi af orð­spors­á­hættu fyrir Seðla­bank­ann vegna setu seðla­banka­stjóra í fjár­mála­eft­ir­lits­nefnd virð­ast hafa verið ýkt­ar. Í við­tölum nefnd­ar­innar við aðila innan og utan Seðla­bank­ans kom fram að Seðla­bank­inn myndi „í raun aldrei sleppa við gagn­rýni eða óánægju með fjár­mála­eft­ir­lits­starf­sem­ina þótt ákvarð­anir séu teknar án þátt­töku banka­stjór­ans“.

Spurningar um hvernig úttekt miðar

Í umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða er áréttað að samtökin hafi ekki tekið afgerandi afstöðu til málsins, heldur sé um vangaveltur að ræða í umsögn þess. Þar segir að vaknað hafi spurningar í tengslum við það að forsætisráðherra hafi skipað þrjá óháða sérfræðinga á sviði peninga- og fjármálahagfræði og fjármálaeftirlits til að gera á því úttekt hvernig Seðlabanka íslands hafi tekist að uppfylla markmið um stöðugt verðlag, fjármálastöðugleika og framkvæmd fjármálaeftirlits, en samkvæmt ákvæðinu ber við þá úttekt jafnframt að líta til annarra þátta í starfsemi bankans, svo sem skipulags, verkaskiptingar og valdsviðs.

Samtökin segja að þeim sé kunnugt um að nokkrir lífeyrissjóðir hafi síðastliðið haust fengið boð um að senda fulltrúa sína á fund þeirra sérfræðinga sem forsætisráðherra fól umrædda úttekt. „Samhengisins vegna vaknar sú spurning hvernig úttektinni miðar og hvenær þess megi vænta að niðurstöður liggi fyrir. Megi vænta niðurstaðna úttektarinnar á næstunni kann þar eitthvað að koma fram sem nýst getur við mat á því hvernig best verði vandað til þeirra þátta sem varða skipulag, verkaskiptingu og valdsviðs í starfsemi bankans.“

Telja rétt að gera nokkrar athugasemdir

Seðlabankinn skilaði líka umsögn um frumvarpið fyrr í þessum mánuði, sem Ásgeir Jónsson skrifar sjálfur undir. Þar kemur fram að bankinn styðji frumvarpið en að hann telji rétt að gera nokkrar athugasemdir. Sú helsta er við tillögur um að Seðlabankinn eigi að gefa fjármálaeftirlitsnefnd tækifæri til að koma að ábendingum og athugasemdum áður en teknar eru ákvarðanir í ákveðnum málum. Það telur Ásgeir ekki vera í samræmi við þá afmörkun sem gerð var varðandi ákvarðanir sem nefndin eigi að taka. Vart sé hægt að ætlast til þess að fjármálaeftirlitsnefnd, með utanaðkomandi nefndarmenn innanborðs, geti tekið þátt í málsmeðferð í málum þar sem aðdragandi ákvörðunar hefur oft verið langur, magn gagna gríðarlegt og oft nauðsynlegt að taka ákvarðanir um einstaka þætti meðan á afgreiðslu stendur.

Þess í stað vill seðlabankastjóri að fjármálaeftirlitsnefnd verði einungis upplýst um ákvarðanir í málum sem snúa að ákvörðunum sem varða könnunar- og matsferli fjármálafyrirtækja sem teljast kerfislega mikilvæg, veitingu eða synjun starfsleyfis til eftirlitsskyldra aðila, afgreiðslu á tilkynningum um virka eignarhluti eftirlitsskyldra aðila og höfðun dómsmáls, áfrýjun eða kæru á niðurstöðu dómsmáls til æðri dómstóls í málefnum fjármálaeftirlits.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
6
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár