Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata

Tveir ein­fald­ir val­kost­ir liggja á borð­inu eft­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Ein­fald­asti meiri­hlut­inn væri ann­að hvort Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eða Pírat­ar með Fram­sókn og Sam­fylk­ing­unni. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, er í lyk­il­hlut­verki, en hann var ung­ur Sjálf­stæð­is­mað­ur.

Valið liggur milli Sjálfstæðisflokks og Pírata
Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn vildi vinna gegn pólaríseringu og Einar er fyrrverandi ungur sjálfstæðismaður. Mynd: Stundin / Jón Ingi

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og framundan eru meirihlutaviðræður, þar sem Framsóknarflokkurinn undir forystu Einars Þorsteinssonar er í lykilhlutverki. Í aðdraganda kosninga hefur Einar ekki útilokað samstarf með neinum. Einar gæti þó átt erfitt með að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann hafi á yngri árum verið meðlimur í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Vegna þeirrar fortíðar var Einar fyrr á árinu orðaður við framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, sem fyrrverandi formaður félags ungra sjálfstæðismanna í bænum.

Takmarkaðir möguleikar Sjálfstæðisflokks

Möguleikar Sjálfstæðisflokksins í borginni eru hins vegar takmarkaðari en annarra flokka, vegna þess að tvö framboð, Píratar og Sósíalistar, með þrjá og tvo borgarfulltrúa, hafa útilokað samstarf Sjálfstæðisflokknum.

Eftir stendur þá að eina raunhæfa meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins felur í sér tvo valkosti með Framsóknarflokki: Að ná saman með Samfylkingunni, eða tvo smærri flokka sem hafa einn borgarfulltrúa, Flokki fólksins, Vinstri grænum og Viðreisn. 

Raunhæfari möguleikar liggja hjá Samfylkingunni, sem getur myndað þriggja flokka meirihluta með Framsókn og Pírötum. Sá meirihluti ylti einnig á einum fulltrúa, en með Viðreisn og Vinstri græn sem stuðning yrði hann tveimur borgarfulltrúum sterkari. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, hefur sagt að Sósíalistar, sem hafa tvo borgarfulltrúa, liggi langt frá Samfylkingunni og má því gera ráð fyrir að þeir liggi enn lengra frá Framsóknarflokki og Viðreisn, sem boðaði aukinn einkarekstur fyrir kosningarnar. Sósíalistar hafa þess vegna hafnað samstarfi við Viðreisn. 

Meirihlutinn missti tvo

Fráfarandi meirihluti missti alls tvo borgarfulltrúa. Samfylkingin fékk 20,3 prósenta fylgi og missti tvo borgarfulltrúa, Viðreisn einn og Vinstri grænir fengu minna fylgi heldur en Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins, en hélt þó inni einum borgarfulltrúa. Píratar er eini flokkurinn í meirihlutasamstarfinu sem bætir við sig fylgi og fær þriðja manninn inn.

Þegar niðurstaða lá fyrir lýsti Dagur B. Eggertsson því yfir að borgarstjórastóllinn væri ekki úrslitaatriði í komandi meirihlutaviðræðum, en þriðjungur borgarbúa vill sjá hann áfram í því hlutverki, fleiri en kusu Samfylkinguna.

„Það bara verður að koma í ljós,“ sagði Einar í nótt, aðspurður um hvort hann ætlaði sér að verða borgarstjóri. Hann svaraði sömu spurningu í Silfrinu á RÚV í morgun og sagði þá: „Borgarstjórastóllinn er ekkert sérstakt markmið í sjálfu sér, en það er samt ákall um breytingar á hinni pólitísku forystu. Tveir stærstu flokkarnir tapa fylgi og við njótum mikils hljómgrunns. Við þurfum bara að sjá hvert þessi umræða um málefni leiðir okkur og meta svo stöðuna.“ 

Núverandi meirihluti ræðir saman

Dagur B. Eggertsson sagði þegar fyrstu tölur lágu fyrir að eðlilegast og heiðarlegast væri að núverandi meirihluti myndi ræða fyrst saman, en það þyrfti að tala við fleiri. „Ég þarf að ræða við mína félaga í meirihlutanum. Ég held að við þurfum ekkert að flýta okkur.“ 

Eina leiðin til þess er að taka inn Framsóknarflokkinn, eða þá Sósíalistaflokkinn, sem gerir kröfu um að Viðreisn fari þá úr borgarstjórn. 

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni, en er engu að síður í sögulegri lægð með 24,5 prósent atkvæða og missir tvo borgarfulltrúa. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru nú sex. „Við skulum hafa eitt á kristaltæru,“ sagði Hildur í örstuttu ávarpi til flokksins þegar fyrstu tölur lágu fyrir, og benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fyrir örfáum dögum mælst með sextán prósent fylgi í Reykjavík. Um sögulega fylgisaukningu væri að ræða. 

„Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Ekkert rosalega margir en ýmsir,“ sagði Hildur í Silfrinu í morgun. Hildur lagði áherslu á að Degi hefði verið hafnað, þar sem Samfylkingin hefði misst tvo borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn missti einnig tvo borgarfulltrúa í kosningunum og fékk verstu kosningu sína frá upphafi í borginni. 

Framsókn sigurvegarinn

Samfylkingin kemur þar á eftir með fimm borgarfulltrúa, en Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna með 18,7 prósent atkvæða. Eftir að hafa ekki náð einum manni inni í síðustu kosningum fékk Framsókn fjóra borgarfulltrúa og er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík. Píratar eru með þrjá borgarfulltrúa, Sósíalistaflokkurinn tvo, Viðreisn, Flokkur fólksins og Vinstri grænir hver með einn. Miðflokkurinn, Ábyrg framtíð og Reykjavík besta borgin náðu ekki manni inn. 

Alls þarf tólf borgarfulltrúa til að mynda meirihluta. Píratar og Sósíalistaflokkurinn hafa hafnað samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Í viðtali við Vísi í nótt sagðist hún vilja fá Sósíalista og Flokk fólksins inn í meirihlutasamstarfið. „Við þurfum að ná fram efnahagslegu réttlæti fyrir fólkið sem hefur það verst,“ sagði hún í nótt. 

Í Silfrinu teiknaði Sanna upp meirihlutasamstarfið sem hún sér fyrir sér: „Það er mjög skýrt í mínum huga að borgarbúar eru að kalla eftir því að það verði lögð áhersla á félagshyggju og það verði lögð áhersla á mannúð. Ef við teiknum upp mynd af því hvernig meirihluta við gætum séð, þá gætum við séð hérna Samfylkingu, Sósíalista, Pírata, VG og Flokk fólksins. Þetta eru

flokkar sem hafa verið að tala með þessum áherslupunktum um húsnæðismálin og velferðina og óréttlætið. Það þarf að vera mjög skýrt að við ætlum að útrýma þessu óréttlæti.“ Til að Sósíalistaflokkurinn gæti unnið með Framsókn yrði hún að vita hvort hann ætlaði að stíga til vinstri eða hægri, það væri of óljóst að hennar mati. 

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, lýsti vilja til að vinna með Framsóknarflokknum í nótt, en sem fyrr segir gætu Samfylkingin, Píratar og Framsókn myndað þriggja flokka meirihluta. 

Hún lagði þó áherslu á það í morgun að fyrsti kostur væri áframhaldandi samstarf meirihlutans. „Við höfum alveg verið skýr með það að það væri æskilegt ef það er mögulegt að halda því áfram. Við höfum staðið þétt saman.“ 

Benti hún á að báðir flokkarnir sem höfnuðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga hefðu bætt við sig fylgi. 

Framsókn vill sátt

Meginkosningamál Framsóknarflokks fyrir kosningarnar var hins vegar að ná sátt í stjórnmálum og kveða niður pólaríseringu í samfélaginu. Slíkar áherslur gætu einna helst náðst fram með því að leiða saman Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna í breiðri þriggja flokka stórstjórn þvert milli vinstri og hægri, líkt og gert hefur verið í landsmálunum með ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. 

Í helstu hitamálum kosninganna gætu leiðir þessara flokka legið saman, þar sem stefna Sjálfstæðisflokks í borgarlínu er opin í báða enda og Framsókn vill bæði þétta og dreifa byggð. 

Málefnalega greinir þó margt á milli. Dagur benti á það í nótt að áherslum Sjálfstæðisflokksins hefði í raun verið hafnað. „Mér fannst kosningarnar hverfast um þetta, framtíðina í samgöngu- og skipulagsmálum eða fortíðina. Mér finnst niðurstaðan frekar afdráttarlaus,“ sagði Dagur. 

Hildur útilokaði ekkert í Silfrinu í morgun: „Við kunnum að vinna með fólki sem er ekki eins og nákvæmlega eins við alltaf. Ég er spennt fyrir framhaldinu. Ég held að það verði spennandi samtöl á næstu dögum,“ sagði hún. 

Dagur var spurður beint út í mögulegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef talað fyrir mjög skýrum áherslum og framtíðarsýn í borginni og ekki deilt henni með Sjálfstæðisflokknum. Þannig að mér finnst það mjög langsótt.“

Aðspurður hvort löngum og ströngum borgartjóraferli hans væri lokið sagði Dagur einfaldlega: Þegar borgarbúar voru spurðir var lang stærsti hópurinn þar sem vildi að ég væri áfram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Takið þátt í könnun og styðjið heiðarlega og frambærilegann Frambjóðanda Sönnu Magdalenu í stól Borgarstjóra. Betri götur betri Borg.
    0
  • SVB
    Skjöldur Vatnar Björnsson skrifaði
    Einar er bara tækifæris sinni eins og hinir og hoppar bara þangað sem hann kemst inn.
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Mér sýnist að valið sé á milli Samfylkingar, Framsóknar og Pírata annars vegar og Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar.
    Það er spurning hvort Viðreisn og Flokkur fólksins vilji taka þátt í slíku samstarfi.
    Ef svo er, er það Einars að velja hvorn kostinn hann kýs. Hætt er við að hann kjósi seinni kostinn vegna fyrri tengsla við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri kosturinn væri þó eflaust auðveldari, færri flokkar og minni stærðarmunur á þeim.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu