Nýtt á Stundinni

Hin margklofna Moldóva á milli Rúmeníu og Rússlands
Yfirvöld í Transnistríu ásökuðu nýlega yfirvöld í Úkraínu um að hafa gert árásir á skotmörk þar í landi. Hvað er Transnistría? kunna sumir að hafa spurt, enda er það ekki að finna á landakortum. Það er aðskilnaðarhérað í Moldóvu, sem vissulega er að finna á kortinu. En jafnvel það ríki er okkur að mestu ókunnugt.

798. spurningaþraut: Betula betuloideae er víst að ná sér á strik aftur!
Fyrri aukaspurning: Hér að ofan má sjá einn vinsælasta rithöfund heimsins um þessar mundir. Hvað heitir hún? * Aðalspurningar: 1. Fyrir allnokkrum árum reið gífurleg flóðalda yfir strendur Indlandshafs í kjölfar jarðskjálfta út af ströndum indónesískrar eyju, sem heitir ... 2. Um svona flóðbylgju er notað orð sem upphaflega þýðir „hafnaralda“. Hvaða orð er það? 3. Og úr hvaða tungumáli...

Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá
Amnesty International segir að þáttaskil hafi orðið í mannréttindamálum í Eritreu fyrir tuttugu árum þegar hópur stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks var fangelsaður. Staða mannréttinda hafi verið slæm en versnað til muna þegar yfirvöld réðust með þessum hætti gegn tjáningarfrelsinu. Ekki er enn vitað um afdrif fólksins. Samson Habte, fréttastjóri sem flúði Eritreu fyrir níu árum, segir að heimalandið feli sannleikann bak við lás og slá.

Við þurfum að tala um Eritreu
Samson Habte, fréttastjóri fjölmiðilsins Erisat, fékk skjól í Reykjavík en hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Eritreu, vegna starfa sinna. Þar eru þúsundir í fangelsum án dóms og laga, margir vegna skoðana sinna, og frjálsir fjölmiðlar eru bannaðir. Samson segist vera rödd óvinarins í augum einræðisstjórnar Eritreu. Fréttir sem Samson og nokkur landflótta eritresk starfssystkin hans víða um heim senda gegnum gervihnött til Eritreu ná til um 70 prósent þjóðarinnar.

797. spurningaþraut: Konur í NATO, innrás Frakka á England og hæð Heklu
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þessi eyja? * Aðalspurningar: 1. Hver var sá hæstsetti sem þurfti að segja af sér vegna Watergate-hneykslisins? 2. En hvers vegna nefnist Watergate-hneykslið Watergate-hneyksli? 3. Á NATO-fundinum sem lauk á dögunum mættu fjórar konur sem leiðtogar ríkja sinna. Ein þeirra var vitaskuld Katrín Jakobsdóttir héðan frá Íslandi en hvaðan komu hinar konurnar þrjár? Þið þurfið að...

Bjarni furðar sig á dómurum og segir þá eiga að skila því sem ofgreitt var
„Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið fyrir efsta lag ríkisins, æðstu embættismennina, að skila því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum,“ skrifar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um mótmæli dómara við því að þurfa að endurgreiða ofgreidd laun.

Dómarar mótmæla endurgreiðslukröfu vegna ofgreiddra launa
Ákvörðun fjármálaráðherra um að krefja 260 einstaklinga um endurgreiðslu á ofgreiddum launum síðastliðinna þriggja ára er harðlega mótmælt af dómurum. „Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu,“ segir í ályktun Dómarafélags Íslands.

Furðulegt ferðalag íslenskrar síldar til Úkraínu um Panama
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki seldu uppsjávarfisk til Evrópulandsins Úkraínu í gegnum ríki í öðrum heimsálfum. Eitt af þessum löndum var skattaskjólið Panama sem varð alræmt eftir gagnalekann frá Mossack Fonseca árið 2016. Fisksölufyrirtækin vilja ekki svara spurningum um viðskiptin en þrír sérfræðingar segja þau líta út fyrir að vera gerð af skattalegum ástæðum, gerð til þess eins að stýra því hvar hagnaður myndist.

Ríkið hefur ofgreitt kjörnum fulltrúum og embættismönnum samtals 105 milljónir
Vel á þriðja hundrað kjörinna fulltrúa, ráðherra og embættismanna hafa á síðustu árum fengið greidd of há laun frá Fjársýslu ríkisins, sem studdist við rangt viðmið við launahækkanir. Samtals nemur ofgreiðslan 105 milljónum króna. 45 þessara einstaklinga eru ekki lengur á launaskrá ríkisins. Tólf mánaða endurgreiðsluáætlun hefur verið samþykkt.

22 börn biðu eftir brottflutningi í byrjun júní
Tugir umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa beðið lengur en ár eftir að vera flutt af landi brott eftir að umsóknum þeirra hefur verið hafnað. Tuttugu og tvö börn biðu brottflutnings í byrjun mánaðar, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Alþingi.

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
Fyrri aukaspurning: Afmælisbarn dagsins. Hvað heitir stúlkan á myndinni hér ofan, en hún fæddist 1. júlí 1961. * 1. Fyrsti júlí er í dag, við höfum spurningarnar um þá staðreynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kenndur? 2. Tveir konungar Danmerkur (og þar með Íslands) fæddust 1. júlí — annar 1481 en hinn 1534. Báðir báru...

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Ellefu ríki Bandaríkjanna, undir forystu Repúblikana, hafa þegar bannað þungunarrof og allt að tólf til viðbótar gætu gert það á næstu dögum. Íhaldsmenn eru með yfirburðarstöðu í hæstarétti í fyrsta sinn í áratugi eftir þrjár skipanir á forsetatíð Trumps. Skipanir dómara við réttinn hafa ítrekað breytt sögu og samfélagi Bandaríkjanna eftir að rétturinn tók sér sjálfur einvald til að túlka stjórnarskrá landsins.
Athugasemdir