Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Háa­fell hef­ur sett nið­ur sjókví­ar við eyj­una Vig­ur í mynni Skötu­fjarð­ar í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Gísli Jóns­son, eig­andi og bóndi í Vig­ur, er ekki sátt­ur við þetta og seg­ir að lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi stang­ist á við þá miklu ferða­manna­þjón­ustu sem þar fram í gegn­um ýmsa að­ila.

Bóndinn í Vigur ósáttur við laxeldið við eyjuna: „Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
900 metra frá Vigur Sjókvíarnar sem verið var að setja niður eru 900 metra frá eynni Vigur. Gísli Jónsson, eigandi Vigur og æðadúns- og ferðaþjónustubóndi þar í ey, er ekki sáttur við laxeldið.

„Þetta passar okkur auðvitað voðalega illa hérna. Þessar kvíar eru bara í 900 metra fjarlægð frá Vigur, ég fór og mældi þetta. Við erum að taka á móti ferðamönnum hérna á sumrin og laxeldið hefur yfir sér mjög neikvæða ímynd. Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá. Það fyrsta sem þeir sjá þegar þeir koma á bryggjuna hjá okkur eru þessar kvíar,“ segir Gísli Jónsson, eigandi eyjunnar Vigur í mynni Skötufjarðar í Ísafjarðardjúpi, aðspurður um sjókvíar sem laxeldisfyrirtækið Háafell hefur sett niður rétt við eyjuna. Háafell er í eigu útgerðarfélagsins HG, Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. 

„Þetta er ekki það sem ferðamenn vilja sjá“
Gísli Jónsson í Vigur

Gísli segir að sjónmengunin af sjókvíunum sé mikil og að þetta muni hafa áhrif á þá um það bil tíu þúsund ferðamenn sem koma í Vigur á ári. „Fólk er að leita í þessa náttúru sem er hér og hversu villt þetta er. Ég held að þessar kvíar muni hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur. Fólk kemur hingað til að upplifa náttúruna af því það vill fara á staði þar sem maðurinn er ekki búinn að yfirtaka náttúruna. Hér höfum við verið að víkja fyrir náttúrunni en í laxeldinu er maðurinn einmitt ekki að gera það. Þetta hefur akkúrat öfug áhrif á fólk.“

Segir hagsmuni stangast áGísli Jónsson, æðardúns- og ferðaþjónustubóndi í Vigur í Ísafjarðardjúpi, segir hagsmuni ferðaþjónustunnar og laxeldisins stangast á.

Ferðaþjónustan mikilvægasta tekjulind Vigurbóndans

Gísli keypti Vigur árið 2019 og býr þar allt árið ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að ekki hafi verið búið að fastsetja að kvíarnar yrðu settar niður við Vigur þegar hann keypti eyjuna. Hins vegar hafi laxeldisfyrirtæki verið búin að sækja um leyfi til að setja niður kvíar um allt Djúp. 

Gísli stundar æðardúntekju og ferðaþjónustu; fer með fólk í skoðunarferðir um Vigur og er með veitingaþjónustu. Hann segir að ferðaþjónustan sé mikilvægari tekjulind fyrir Vigur en dúntekjan. Í Vigur er stærsta lunda- og teistubyggð í Ísafjarðardjúpi.

Á sumrin, þegar skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar, eru siglingafyrirtæki þar í bæ í akkorði í siglingum um Ísafjarðardjúp, meðal annars til Vigur. Einum ferðamannhóp er skutlað út í eyju og svo er næsti hópur sóttur.   „Við höfum verið að skoða hvali, hnúfubaka, um það bil þar sem þessar kvíar eru. Ég hef áhyggjur af því hvað verður um þessa hvali nú þegar kvíarnar eru komnar þarna því hvalirnir eru þarna í æti, rækju og öðru, sem laxeldið getur haft áhrif á. Ferðamennirnir koma hingað til að skoða hvali og vilja ekki sjá þessar kvíar,“ segir Gísli.

Sjókvíunum komið fyrirSjókvíunum við Vigur var komið fyrir nú í apríl. Myndin sýnir þegar verið var að festa kvíarnar og er eyjan í baksýn.

Ekki mótfallinn laxeldi sem slíku

Gísli segir aðspurður að hann sé ekki mótfallinn laxeldi sem slíku og að það sé jákvætt að laxeldið á Vestfjörðum skapi þar atvinnu. Hins vegar þá passi laxeldi illa við atvinnugreinina ferðamennsku á Vestfjörðum. „Það er frábært að laxeldið skapi atvinnu hérna, eins og til dæmis í Súðavík, því ekki veitir nú af. Hins vegar stangast þetta á, þessar tvær atvinnugreinar, og þær fara ekki vel saman,“ segir Gísli en með þess á hann við að ferðamennskan á Vestfjörðum snúist um að sýna fólki hreina og óspillta náttúru en að laxeldið í Ísafjarðardjúpi spilli náttúrunni þar og upplifun fólks af henni. 

Hann segir auk þess að annað sem hann hafi áhyggjur af sé að laxeldið skilji eftir litla tekjur og fjármuni í sveitarfélaginu. Gísli segir að það sem hafi gerst í laxeldi á suðvestanverðum Vestfjörðum er að laxeldið er upphaflega sé það kannski í eigu fyrirtækja á svæðinu en svo sé þetta selt til erlendra fyrirtækja.  „Þetta er svo bara selt til erlendra fyrirtækja og eftir verður ekki neitt. Það kemur ekkert til sveitarfélagsins, það eru engar tekjur af þessu, til dæmis í Arnarfirðinum. Það er engin leiga af því að fá að hafa þetta í sjónum. Það er bara kostnaður við eitthvað leyfi sem er afar lítill og verðmætin sem skapast í þessu laxeldi eru fyrst og fremst að hafa þessar staðsetningar og að eiga leyfin. Þarna verða til margir milljarðar og þetta skilar sér ekkert til samfélagsins. Mér finnst þetta bara ekki rétt,“ segir Gísli.  

Gísli segir að hann hafi ekki íhugað að leita réttar síns vegna þess að laxeldiskvíarnar hafi verið settar niður svo nálægt Vigur. Hann ætli að lifa með þeim, þrátt fyrir að það sé kveðið á um það í lögum að það megi ekki setja slíka starfsemi niður svo nálægt æðarvarpi á Íslandi. „Við viljum bara lifa í sátt og samlyndi við umhverfi okkar hér. En okkur finnst þetta miður og þetta hefur neikvæð áhrif á okkur hér.“

Laxeldið í DjúpinuMyndin sýnir fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi, meðal annars kvíarnar sem eru í nágrenni við Vigur. Myndin er tekin úr gögnum frá Skipulagsstofnun.

Tekjulind margra fyrirtækja á Ísafirði

Eins og segir á heimasíðu Ísafjarðarbæjar þá eru viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa mjög mikilvægur þáttur í rekstri margra fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er sérstaklega rætt um viðskipti þessara farþega við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.

Orðrétt segir á heimasíðu bæjarins um eyðslu hvers farþega í landi: „Ríflega 2/3 hlutar eyðslunnar (um 11.700 kr.) voru í ferðir innan svæðisins, en viðskipti við farþega skemmtiferðaskipa eru hryggjarstykkið í rekstri fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja og stofnana á norðanverðum Vestfjörðum, ekki eingöngu í Ísfjarðarbæ. Má þar nefna safnið Ósvör í Bolungarvík, en án skemmtiferðaskipa væri rekstur þess ekki sjálfbær.“

Samkvæmt töflu á heimasíðu Ísafjarðar er áætlað að 200 þúsund farþegar komi til Ísafjarðar með þessum skemmtiferðaskipum í sumar. Gróflega 2/3 hluti eyðslu þessa fólks fer í að borga fyrir aðgang að náttúru Vestfjarða. 

Ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði, meðal annars gamalgróna siglingafyrirtækið Sjóferðir sem í gegnum tíðina hefur verið kennt við eigendurna Hafstein og Kiddýju en sem skipt hefur um eigendur, hefur  tekjur af því að sigla með ferðamenn í Vigur á sumrin.   Svo eru fleiri ferða- siglingafyrirtæki á Ísafirði sem fara með fólk í hvalaskoðun í nágreinni Vigur og stoppa svo í eyjunni, hjá Gísla og fjölskyldu, og koma þar í skoðunarferðir og kaffi. Fyrirtækið Vesturferðir selur ferðamönnum farmiða í þessar siglingar. 

Laxeldið við Vigur mun því mögulega hafa áhrif á ýmsa aðila á Ísafirði ef Gísli hefur rétt fyrir sér. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Frekjan í þessum ömurlegu laxeldisfyrirtækjum er ótrúleg
    og vart hægt að finna fallegri stað en Vigur, á Íslandi.
    2
    • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
      nýju eigendur Íslands. Laxeldiskvótakógarnir.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Gagnrýni SFS leiddi til lykilbreytinga á laxeldisfrumvarpinu
SkýringLaxeldi

Gagn­rýni SFS leiddi til lyk­il­breyt­inga á lax­eld­is­frum­varp­inu

Gagn­rýni frá Sam­bandi ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja spil­aði stóra rullu í því að nýju frum­varpi um lax­eldi var breytt og við­ur­lög minnk­uð við slysaslepp­ing­um. Þetta er ann­að mest um­deilda ákvæði frum­varps­ins en hitt snýst um að gefa lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um ótíma­bund­in leyfi til sjókvía­eld­is hér við land. Mat­væla­ráð­herra vill hætta við ótíma­bundnu leyf­in í lax­eld­inu eft­ir harða um­ræðu á Al­þingi.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu