Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þolendur eigi að stýra endurkomu slaufaðra manna

Menn sem hafa beitt kyn­bundu of­beldi eiga ekki heimt­ingu á því að koma til baka í þær stöð­ur sem þeir viku úr þrátt fyr­ir að hafa gert yf­ir­bót. Þetta segja Gyða Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, Eyja Mar­grét Brynj­ars­dótt­ir og Ólöf Tara Harð­ar­dótt­ir.

Það er ekki sjálfsagt að menn sem hefur verið vikið frá eða þeir kosið að víkja sökum þess að þeir hafi brotið gegn konum eigi afturkvæmt í sömu stöður og þeir viku úr, jafnvel þó þeir hafi gert yfirbót og sýnt af sér bætta hegðun. Endurkoma þessarar manna þarf að miðast við hvað þolendur þeirra vilja.

Þetta er mat þeirra Gyðu Margrétar Pétursdóttur, prófessors í kynjafræði við Háskóla Íslands, Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki við sama skóla og ÓlafarTöru Harðardóttur, eins af meðlimum aðgerðahópsins Öfga. Þær eru gestir í umræðuþætti Stundarinnar um menn sem vikið hafa vegna ásakana um kynbundið ofbeldi, verið slaufað. Í 150. tölublaði Stundarinnar var rakið að á síðustu tólf mánuðum hafi á fjórða tug karlmanna sagt af sér, verið vikið frá störfum, stigið til hliðar, verið hafnað í ábyrgðarstöður og landsliðsverkefni eða verið afbókaðir úr verkefnum vegna ásakana á hendur þeim um ósæmilega hegðun, áreitni, kynbundið ofbeldi eða kynferðisbrot.

Grundvallarbreyting orðin á

Þó eldri dæmi séu til um að mönnum hafi verið slaufað fyrir hegðun af þessu tagi sem hér um ræðir þá má segja að það hafi orðið breyting á í þeim efnum á síðustu mánuðum, í það minnsta eru dæmin um menn sem hefur verið slaufað nú orðin mun fleiri en var áður.

„Breytingin er sú að við sem samfélag erum komin á það stig að það er orðin skilningur á því að það þurfi að skapa rými fyrir þolendur. [...] Þetta er svo mikilvægt. Þess vegna hafa konur verið að segja frá, til að skapa sér þetta rými, til þess að þurfa ekki að hafa gerendur sífellt í andlitinu á sér, þurfa að hlusta á að við sem samfélag séum að mæra þá og skapa þeim sífellt meiri stöðu og meiri völd,“ segir Gyða aðspurð um þá breytingu.

Ólöf Tara segist telja að #metoo-byltingin hafi haft þau áhrif að konur hafi í krafti fjöldans fundið styrkinn í hverri annarri til að segja frá brotum sem þær hafa orðið fyrir. Þá sé einnig orðin breyting á viðhorfi og skilningi samfélagsins á því hverjir það séu sem beiti kynbundnu ofbeldi. „Við erum að krafsa í afskrímslavæðinguna, þetta eru valdamiklir menn, þetta eru myndarlegir menn, menn sem eru dýrkaðir og dáðir í samfélaginu. Við höfum í svo langan tíma verið á því að gerendur séu skrímsli í húsasundum en nú erum við að krafsa í það að þetta eru menn í alls konar stöðum. Ég held að þessi metoo bylting verði til þess að við sjáum betur hvernig hægt er að misbeita völdum með þessum hætti.“

„Þolendur þurfa ennþá meira rými“
Ólöf Tara Harðardóttir

Eyja Margrét segist telja að sú viðhorfsbreyting nái til sífellt fleiri í samfélaginu og sé að að verða meirihlutaviðhorf, það er að kynbundið ofbeldi sé faraldur sem bregðast verði við. „Það hefur verið sérstaklega áberandi kannski síðasta árið að karlar hafa verið að tjá sig um þessi mál, sýna að þeim standi ekki á sama og taki það til sín að gera eitthvað í málunum. Auðvitað eru það aldrei allir en ég held að við höfum séð aukningu þar.“ Engu að síður sé sú barátta sem á sér stað eftir sem áður leidd af konum og kvennahreyfingum, um það eru viðmælendur allar sammála. Hins vegar sé afar mikilvægt að víkka umræðuna sem mest út. „Við þurfum alla með okkur, við þurfum öll kyn og fleiri raddir inn í umræðuna, fleiri vinkla. Ofbeldi birtist í svo mörgum kimum samfélagsins. Ég veit til að mynda að þau sem eru kynsegin upplifa sig svolítið útundan í þessari baráttu því orðræðan er svo kynjuð,“ segir Ólöf Tara.

Vantraust á réttarkerfinu áhrifaþáttur

Ein skýringin á því hvernig #metoo hreyfingin sprakk út og hefur verið viðvarandi síðustu ár, sem meðal annars hefur skilað því að mönnum hafi verið slaufað eftir að greint hefur verið frá brotum þeirra, er að mati viðmælenda vantrú þolenda á réttarkerfið, á lögreglu og réttarvörslukerfið í heild sinni. Þær Gyða, Eyja Margrét og Ólöf Tara segja enda að sagan sýni að sú vantrú sé réttmæt. Ólöf Tara segir að margir þeirra þolenda sem Öfgar hafi verið í samskiptum við hafi látið reyna á réttarkerfið en margir hafi hins vegar ekki látið á það reyna, vegna sögunnar og hvernig það hafi brugðist þolendum í gegnum tíðina. „Samfélagsumræðan er núna meira styðjandi við þolendur en þó menn séu núna að stíga til hliðar eigum við enn töluvert í land. Þolendur þurfa ennþá meira rými.“

„Það er ekki sjálfkrafa hægt ganga aftur inn í fyrra hlutverk eða starf“
Eyja Margrét Brynjarsdóttir

En það dugar ekki bara til að menn víki frá, og komi svo kannski til baka í sömu stöður og þeir áður gengdu að tilteknum tíma liðnum eins og hvítþvegnir englar. Þeir sem hafa orðið uppvísir að því að beita kynbundnu ofbeldi þurfa með einhverjum hætti að gera alvöru yfirbót. „Númer eitt þurfa þeir strax að láta af þessari hegðun og aldrei endurtaka hana. Það sem ég myndi helst vilja sjá er að þeir sem hafi brotið af sér fókusi á hvernig þeir geti orðið betri menn og lært að hegða sér með tilhlýðilegum hætti. Það er það sem raunveruleg iðrun og yfirbót snýst um, ekki hvað þarf að gera til að geta fengið gamla djobbið sitt aftur. [...] Það er ekki sjálfkrafa hægt ganga aftur inn í fyrra hlutverk eða starf, það getur verið allur gangur á því hvort það sé raunhæft markmið. Það hefur auðvitað gerst hjá alls konar fólki í gegnum söguna að fólk hefur tapað einhverri forréttindastöðu sem það hefur haft út af hneykslismáli, út af ásökunum, út af einhverju. Stundum hafa það verið réttmætar ásakanir, stundum ekki, en fólk hefur tapað mannorði sínu. Það getur haft miklar afleiðingar og það er ekki endilega hægt að panta það til baka eftir kannski sex mánuði og ætlast til að fá allt til baka, það er ekki þannig sem þetta virkar,“ segir Eyja Margrét.

Þær Gyða, Eyja Margrét og Ólöf Tara segja að þrátt fyrir að menn sem hafi brotið af sér geri yfirbót, sýni raunverulega að þeir hafi bætt sig og séu orðnir breyttir og betri menn sé endurkoma þeirra ekki sjálfsögð. Þeir eigi ekki endilega heimtingu á því að koma til baka og setjast í ábyrgðarstöður, stýra fyrirtækjum, keppa fyrir Íslands hönd í íþróttum eða marka sér sess í menningarlífi. „Þeir eiga ekkert tilkall til að komast aftur í valdastöður sem gerir þeim auðveldara fyrir að beita ofbeldi og misbeita valdi sínu. [...] Mér finnst þetta þurfa að miðast við hvað þolendur vilja og þetta samtal þurfi að vera við þolendur, ef þeir eru tilbúnir í það samtal,“ segir Ólöf Tara.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viku vegna ásakana

„Það er ekki endilega fengur að því að fá þessa menn aftur“
GreiningViku vegna ásakana

„Það er ekki endi­lega feng­ur að því að fá þessa menn aft­ur“

„Ekk­ert af þessu er þannig að þol­andi sé ein­hvers stað­ar að poppa kampa­víns­flösku,“ segja sér­fræð­ing­ar um þá þró­un að sí­fellt fleiri karl­menn víkja vegna ásak­ana um óá­sætt­an­lega fram­komu gagn­vart kon­um. Alls hafa 31 nafn­greind­ir menn þurft að sæta af­leið­ing­um á síð­asta ári, en leið­in til baka velt­ur á við­brögð­un­um og þarf að ger­ast í sam­ráði við þo­lend­ur.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
4
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
5
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
6
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár