Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hét Kíiv einhvern tíma Kænugarður?

Hét Kíiv einhvern tíma Kænugarður?
Bræðurnir Ký (eða Kyi), Shchek og Khoryv og systir þeirra Lybid. Nýleg stytta í Kýv.

Höfuðborg Úkrainu, Kíiv, er nú mjög í kastljósi fjölmiðla, því miður. Meðal þeirra spurninga sem þá hafa vaknað er hvað á að kalla borgina, og þá aðallega hvort við ættum ekki hér á Íslandi að kalla hana Kænugarð, enda sé það „fornt heiti borgarinnar“ á norrænum málum.

Í þeirri mannkynssögu sem ég lærði í skóla voru það raunar norrænir menn — víkingar frá Svíþjóð — sem stofnuðu borgina á 8. eða 9. öld þegar þeir tóku að fara í verslunarleiðangra upp eftir fljótunum sem féllu í Eystrasalt austanvert og enduðu inni í miðju því svæði sem nú heitir ýmist Belarús, Úkraína eða Rússland.

Borgin hans Kýs?

Þar drógu þeir skip sín yfir í fljót sem féllu í suður átt í Svartahaf og á einum af áfangastöðum þeirra — þar sem þeir drógu kænur sínar upp á bakkann — þar stofnuðu þeir borgina Kænugarð.

Þetta er meira og minna allt tóm vitleysa. Eins og ég fjallaði um í nýlegum greinum um sögu Úkraínu (sjá má hér, hér og hér), þá stofnuðu norrænir menn alls ekki Kíiv. Borgin var stofnuð á sjöttu öld (eða jafnvel fyrr) þegar slavneskir ættbálkar voru að koma sér fyrir á svæðinu.

Og Kíiv virðist frá upphafi hafa verið heiti borgarinnar. Í þjóðsögum segir frá þremur bræðrum og einni systur sem stofnuðu borgina og hét einn bræðranna Ký og við hann var borgin kennd.

Kýiv = staður (eða garður!) Kýs. Endingin -ev gæti jafnvel merkt kastala eða virki

Þetta er að vísu augljóst dæmi um hvernig þjóðsagan býr til persónur út frá staðarnöfnum sem fólk er hætt að skilja, rétt eins og Rómverjar bjuggu til söguna um Rómúlus og Remus til að skýra nafn borgar sinnar þegar allir voru búnir að gleyma hvað orðið Róm þýddi í því tilviki.

Skektuhöfn?

Þegar norrænir menn fara svo að gera sig gildandi á svæðinu á 9. öld og taka þá völdin í Kíiv um skamma hríð, þá virðast þeir einfaldlega nota það bæjarheiti sem fyrir var, Kíiv, nema í einhverjum tilfellum kunna þeir að hafa þýtt -v endinguna sem „garður“.

Sú ending tók sér altént bólfestu í slavneskum málum þar eystra og sjást þess enn merki í borgarnöfnum eins og NovGOROD og VolgoGRAD (áður Stalíngrad).

Hversu mikið „Kíivgarður“ var notað er óljóst. Sennilega lítið sem ekkert á sínum tíma, en í Kristnisögu sem skrifuð var hér uppá Íslandi mörgum öldum síðar segir þó að Þorvaldur víðförli hafi komið ásamt Stefni félaga sínum til Kænugarðs.

Hafi norrænir menn notað heitið Kænugarður á sínum tíma, þá er að minnsta kosti ljóst að það var afbökun á Kývgarði (garði Kíiv-búa) en ekki vísan til orðsins kæna.

Fyrir nú utan annað, þá mundu norrænir menn aldrei hafa vísað til skipa sinna sem kæna — því kæna þýddi aldrei annað en smáskekta.

Borgin dregur sem sagt EKKI nafn sitt af því af þar hafi kænur verið dregnar á land.

Og borgin „hét“ aldrei Kænugarður í raunverulegum skilningi, nema í bókum uppá Íslandi. 

Árbakki?

Og altént er ljóst að heimamenn í Kíiv hafa aldrei notað orðið Kænugarður í neinum skilningi. Og orðið „heimamenn í Kíiv“ geta í raun aldrei merkt „norrænir menn“. Það er til dæmis ekki rétt í neinum skilningi að norrænir menn hafi „numið“ Kíiv. Höfðingjaætt, sem virðist hafa verið norræn að uppruna, tók að vísu völdin í Kíiv um tíma en hún var aldrei annað en örfámenn yfirstétt og var orðin slavnesk nánast á augabragði.

En hvað þýddi þá Ký, ef það var ekki hin norræna kæna og ekki Ký, einn hinna þriggja bræðra?

Það er einfaldlega ekki vitað. Sagnfræðingurinn Kevin Alan Brook, sem er sérfræðingur í sögu hinna merkilegu Khazara, sem var tyrknesk þjóð er stofnaði öflugt ríki við austanvert Svartahaf á sjöttu öld, hann hefur hins vegar varpað fram þeirri kenningu að Kíiv hafi upphaflega verið verslunarstaður Khazara við sveitirnar í kring og Kíiv sé dregið af tyrkneskættaða orðinu Küi sem merki árbakka.

Miðað við aðstæður í Kíiv væri það mjög rökrétt nafn á bænum sem þar reis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Claudia Ósk Georgsdóttir skrifaði
    Það gladdi mig mikið að lesa þennan pistil, takk Illugi.
    Ég hef leitað að upplýsingum um nafnið Kænugarð og ástæðum fyrir því að það er notað af mörgum í staðs Kyiv á Íslandi, en lítið fundið, nema þetta hefbundna “Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist þegar í fornum bókmenntum.” (9.3.2014 vísindarvefur.is). Kannski er það út af því að íslenskan er ekki tungumálið mitt upphaflega, en mér hefur fundist furðulegt að nota þetta nafn yfir höfuðborg Kyiv. Það, að eitthvað orð hefur verið notað í fornum tímum, réttlætir ekki endilega notkun þess – af hverju ekki nota það sem er í gildi í Ukraine, þarf endilega gefa því íslensk heiti? Kyiv – svo fallegt nafn og ekki einu sinni erfitt að bera það fram.
    5
  • Ívar Larsen skrifaði
    Kænugarður/Kíev
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár