Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Saga Úkraínu: Höfnuðu íslam vegna áfengisbanns

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja hina lit­ríku sögu Úkraínu. Þeg­ar hér er kom­ið sögu hef­ur Úkraína (oft­ast) ver­ið máls­met­andi ríki í þús­und­ir ára, en Rúss­land er enn ekki orð­ið til

Saga Úkraínu: Höfnuðu íslam vegna áfengisbanns
Kíev á miðöldum

Vegna þess að Úkraína er nú í sviðsljósinu, þá fór ég að skoða sögu þessa ríkis, sem reyndist vera lengri og fjölbreyttari en margan grunar.

Hérna er seinni greinin af þeim tveimur sem þegar hafa birst.

Þar var komið sögunni að Slavar voru orðnir ráðandi í Úkraínu og sömuleiðis í laufskógunum allt norður undir Eystrasalt, þar sem nú heita Belarús og Rússland. Lengi undu slavneskir ættbálkar hver á sínu svæði en á níundu öld varð loks til öflugt ríki með Kíev sem þungamiðju.

Víkingar frá Svíþjóð áttu sinn þátt í að stofna það ríki og valdaættin í Kíev var síðan kennd við hinn norræna Rúrik eða Hrærek. Hins vegar liðu aðeins örfáir áratugir þangað til Kíev var orðið slavneskt ríki í húð og hár.

Og það fór að teygja sig í norður inn í laufskógana og tók slavnesku ættbálkana sem þar bjuggu undir sinn ægishjálm.

Prins í Kænugarði

Árið 988 eða þar um bil var Valdimar hinn mikli orðinn prins yfir Kíev-ríkinu og ákvað að þegnar sínir skyldu leggja á hilluna heiðindóm en undirgangast einhver af hinum stóru trúarbrögðum stórveldanna í Evrópu og Miðausturlöndum.

Valdimar er þá sagður hafa gert út sendiboða til múslima, Gyðinga og kristinna manna — bæði kaþólikka Rómarkirkjunnar og rétttrúnaðarmanna í  Miklagarði — og áttu þeir að komast að því hvaða trú myndi henta þegnum Kíev-ríkisins best.

Sendiboðunum leist víst ekki illa á Gyðingdóm en þegar rann upp fyrir þeim að guð Gyðinga hafði svipt sína eigin útvöldu þjóð heimalandi sínu og gert þá að landlausum flóttamönnum, þá fannst sendiboðum það ekki vera guð sem hentaði fyrir nýtt ríki og sögðu nei takk.

Allah guð múslima hafði séð sínum fylgismönnum fyrir miklu landi, svo það var ekki vandamál, en er sendiboðarnir uppgötvuðu að íslam bannaði áfengisdrykkju, þá var íslam þar með úr sögunni!

Þegar sendiboðar mættu til Rómar fannst þeim messuhaldið hjá páfanum svo leiðinlegt að þeir gátu ekki hugsað að afbera annað eins og þökkuðu enn fyrir sig og fóru.

Tekin trú Miklagarðsmanna

Í Miklagarði urðu sendiboðarnir svo dolfallnir yfir tign og fegurð Sófíukirkjunnar og hvernig orþódoxar messuðu að það varð sem sagt gríska rétttrúnaðarkirkjan sem varð fyrir valinu sem hin nýja trú Kíev-ríkis.

Ekki er ljóst hvað er hæft í þessari sögu. Tengsl Kíev við Miklagarð höfðu lengi verið mikil, enda var Kíev á miðri verslunarleiðinni milli Svartahafs og Eystrasalt og svo milli auðugra veiðisvæða djúpt inni í skógunum og Miklagarðs. Það lá því í rauninni beint við að Kíev-menn tækju trú Miklagarðsmanna.

Eftir dauða Valdimars mikla 1015 tók við grimmileg barátta sona hans um yfirráðin í ríkinu. Einn þeirra, Svjatopolk að nafni, er sagður hafa látið drepa þrjá bræður sína í von um að verða traustur í sessi í hásætinu, en hann féll svo sjálfur í valinn, og þá kom Jaroslav bróðir hans til valda.

Jaroslav hafði verið fursti ættarinnar í hinni auðugu verslunarborg Novgorod í norðinu en gerðist nú prins í Kíev allt til dauðadags 1056. Hann hlaut viðurnefnið „hinn vitri“ og á hans dögum varð Úkraínuríkið (sem enn var þó ekki kallað Úkraína) stærst, öflugast og glæsilegast.

Babb í báti Úkraínu

Jaroslav lét samræma lög og treysta innviði ríkisins margvíslega, og hann lét reisa glæsilegar Sófíukirkjur bæði í Kíev og Novgorod — og hann gaf þrjár dætur sínar evrópskum kóngum í vestri: Haraldi harðráða Noregskóngi, Andrési I Ungverjakóngi og Hinriki I Frakkakóngi. 

Og sonardóttir hans gekk að eiga Hinrik IV keisara Germanska veldisins 1084-1105. 

Úkraína virtist því sannarlega komin til að vera í hópi evrópskra stórvelda.

En þá kom babb í bátinn.

Á fáeinum áratugum eftir brotthvarf Jaroslavs hins vitra úr veröldinni, þá fór að kvarnast mjög úr hinu mikla ríki hans og það leystist smám saman upp í nokkur furstadæmi (eða hvað á að kalla þau) sem voru gjarnan sjálfum sér sundurþykk.

Mstislav hinn mikli

Þetta átti sér ekki síst rót í þeim sið prinsa og fursta að skipta löndum sínum milli sona sinna. Vegna þess arna spruttu upp ótal greinar hinnar svonefndu Rúriksættar er bárust á banaspjótum og bæði innan og utan hinna ýmsu furstadæma eða prinsaríkja bárust menn á banaspjótum.

Alla 12. öldina hnignaði Úkraínu og skiptingin í mörg og mismunandi furstadæmi varð sífellt afdráttarlausari.

Mstislav hinn mikli

Valdimar II, sem lést 1125, er gjarnan talinn síðasti Kíev-prinsinn sem réði yfir óskiptu ríki. Á valdatíð sonar hans hófst hnignunin en það var þó enn sláttur á syninum, sem kallast Mstislav hinn mikli og réði ríkjum til 1132. Hann átti í stöðugum styrjöldum — bæði við Kúmana í suðri og svo hina finnskættuðu Eista og baltnesku Litháa í norðvestri, og svo jafnframt við Polotsk í norðri en þar var um að ræða einskonar fyrirrennara Belarús — að því er talið er.

Ættir Mstislavs sýna að Kiev-ríkið hafði þá verið komið á innsta bekk evrópsku stórveldanna, því auk þess sem hann var kominn í beinan karllegg af Jaroslav hinum vitra, þá var einn langafi hans keisari í Býsans en afi hans í móðurætt Haraldur Guðnason konungur Englands.

Í ættboga hans mátti og finna Svíakóng og danska stórhöfðingja. Sjálfur giftist hann dóttur Svíakonungs og hann varð tengdafaðir konunga í Danmörku og Ungverjalandi og keisara í Miklagarði.

En eftir að Mstislav dó fór allt að sundrast og prinsar bárust á banaspjótum og stóðu stutt við á valdastólum, ekki ósvipað og sama Rómaveldis á þriðju öld þegar herstjórar hrintu hver öðrum úr hásæti á fárra missera fresti.

Það var um þessa miðja róstusömu 12. öld sem fyrst heyrist minnst á smáborg eina við Moskvufljót sem var áfangastaður á verslunarleiðinni frá Novgorod (sem taldist einhvers konar kaupmannalýðveldi) og austur og svo suður með Volgu.

Ríkið Vladimir

Aðal borgin á þeirri leið var svo sannarlega ekki Moskva, heldur Vladimir, sem er 180 kílómetrum austar en hin núverandi Moskva. Þar sátu furstar af ætt Rúriks og árið 1169 rændi Andrei guðhræddi frá Vladimir Kíev og tók sér síðan nafnbótina stórprins — til merkis um að hann væri þaðan í frá æðsti fursti þeirra svæða sem enn heyrðu að nafninu til undir Kíev-Rússa.

Suður í hinni eiginlegu Úkraínu gekk enn á með miklum róstum og furstar þar þurftu ekki aðeins að glíma hver við annan og við vaxandi herraskap Vladimírs-fursta.

Í syðsta hluta landsins voru Kúmanar og Kiptjakar hinir vígreifustu, rétt eins og ótal Mið-Asíu þjóðir sem komið höfðu á undan þeim.

Og í vestri voru Pólverjar, náfrændur þeirra gömlu Pólana sem höfðu byggt Kíev og nágrenni, þeir voru farnir að þenja sig í austur. Ekki ber að rugla þeim saman við Polotsk-ríki það sem ég nefndi áðan. 

Mongólar koma

Og svo bætti ekki úr skák að gamli verslunarfélagi Kíev, Mikligarður, laut í duftið fyrir krossförum í byrjun 13. aldar og verslunarleiðir fóru allar í hönk. Kíev-ríkið var nú orðið aðeins eitt af mörgum sjálfstæðum fursta- eða prinsaríkjum á hinu slavneska svæði þar sem nú eru Úkraína, Belarús og Rússland.

Svo kom náðarhöggið þegar Mongólar komu brokkandi laust fyrir miðja 13. öld á sínum knáu hestum langt austan úr löndum og lögðu allt undir sig. Frá innrás þeirra segir síðar en það er auðvelt að halda því fram að með hervirkjum hafi í raun verið lögð drög að þeim ólíku þjóðum sem enn í dag byggja annars vegar Úkraínu og hins vegar Rússland.

Úkraína og nágrenni um 1200.Kíev-ríkið var nú aðeins eitt af mörgum furstadmum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu