Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Leiklistarhátíð, handverksmarkaður og sælgæti

Stund­ar­skrá dag­ana 26. nóv­em­ber til 9. des­em­ber.

Bókverkasýning nemenda við Listaháskólann

Hvar? Bókasafn Listaháskólans í Þverholti

Hvenær? Stendur til 29. nóvember

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Sýning í tengslum við Reykjavík Art Book Fair 2021 þar sem skoða má bókverk sem nemendur Listaháskólans hafa unnið síðasta áratuginn. Riina Paul Finnsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson og Olga Elliot tóku sýninguna saman.

Lókal – Alþjóðleg leiklistarhátíð

Hvar? Tjarnarbíó og víðar

Hvenær? 25. nóvember til 6. desember

Aðgangseyrir? Mismunandi

Alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík sem fagnar töfrunum við verk í vinnslu og allt það nýjasta í sprúðlandi sviðslistasenu er til sýnis. Verkin eru afar fjölbreytt, allt frá símaleikhúsi og mannyrkjustöð til rannsókna um af hverju konur ákveða að eignast ekki börn og heimsþekkta sviðslistahópsins 600 Highwaymen. Samhliða hátíðinni verður einnig gefið út sýnisrit sviðshandrita, Syrpa.

Spilasmiðja

Hvar? Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Hvenær? 4. desember kl. 13–15 

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Spilavinir standa fyrir fjölskylduvænni spilastund þar sem fjöldinn allur af spilum og leikjum verða í boði. Spilin er svo hægt að taka að láni. 

Tove

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? Ýmsir tímar

Aðgangseyrir? 1.690 krónur

Ævisöguleg kvikmynd byggð á lífi hinnar ástsælu Tove Jansson, sem best er þekkt fyrir að vera höfundur Múmínálfa. Kvikmyndin er framlag Finnlands til Óskarsverðlaunanna.

Lista- og handverksmarkaður Gilfélagsins

Hvar? Deiglan, Listagilið á Akureyri

Hvenær? 4. og 5. desember kl. 12–17.  

Aðgangseyrir? 1.690 krónur.

Lista- og handverksmessa, þar sem gestum og gangandi gefst færi á að kaupa verk beint af listafólki.

Konfekt, súkkulaði og sælgæti

Hvar? Norræna húsið

Hvenær? 4. desember kl. 15

Aðgangseyrir? Ókeypis en þarf að panta

Silja Knudsen og Helga Haraldsdóttir kynna girnilegar uppskriftir sem gleðja bragðlaukana yfir jólin. Konfekt, súkkulaði og sælgæti í boði. Gestgjafar árétta þó að hnetur geti leynst í veitingunum.

Bókaspjall

Hvar? Bókasafn Kópavogs

Hvenær? 30. nóvember kl. 20

Aðgangseyrir? Ókeypis en skráning er nauðsynleg

Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir, Friðgeir Einarsson og Hallgrímur Helgason ræða nýjar skáldsögur sínar og lesa upp. Guðrún Sóley Gestsdóttir stýrir umræðum.

Lífríki í myrkri

Hvar? Myrkraverk gallery á Skólavörðustíg

Hvenær? 27. nóvember–1. desember 

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Myndlistarkonan Ágústa Björnsdóttir opnar sýningu sína, Lífríki í myrkri, þar sem leikið er á mörkum ljóss og myrkurs, illsku og kímnigáfu.

Emil í Kattholti

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? Frá 4. desember

Aðgangseyrir? 5.990 kr.

Hin goðsagnakennda persóna Astrid Lindgren, Emil í Kattholti, stígur á svið í Borgarleikhúsinu frá og með 4. desember. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstýrir verkinu.

Opin bók

Hvar? Edinborgarhúsið, Ísafirði

Hvenær? 27. nóvember

Aðgangseyrir? Ókeypis, en þarf að panta

Upplestrardagskrá á bókmenntavökunni Opin bók í Edinborgarhúsinu. Höfundarnir sem lesa eru Fríða Ísberg, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Haukur Ingvarsson, Sölvi Björn Sigurðsson, Guðlaug Jónsdóttir (Didda), Eiríkur Örn Norðdahl og Auður Jónsdóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
3
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
10
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár