Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Það sem útgerðirnar eiga og þeir sem eiga þær

Ís­lensk­ar út­gerð­ir eiga eign­ar­hluti í hundruð­um fyr­ir­tækja sem starfa í óskyld­um at­vinnu­grein­um. Stærstu út­gerð­ar­fé­lög­in tengj­ast svo marg­ar hverj­ar inn­byrð­is og blokk­ir hafa mynd­ast á með­al þeirra. Ör­fá­ir ein­stak­ling­ar fara með yf­ir­ráð yf­ir 30 pró­senta kvót­ans.

Það sem útgerðirnar eiga og þeir sem eiga þær

Tuttugu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eiga eignarhluti, beint og óbeint, í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem starfa í alls óskyldum greinum. Þessar útgerðir fara með yfirráð yfir langstærstum hluta íslenskra aflaheimilda og hafa á undanförnum árum haft af því gríðarlegar tekjur. Þessum tekjum hefur bæði verið skilað til eigenda þessara fyrirtækja en líka nýttar í fjárfestingar í öðrum og óskyldum atvinnugreinum. Greining Stundarinnar á ársreikningum og eignatengslum útgerðanna og afleiddra félaga sýnir þetta. 

Greiningin sýnir einnig að einstaklingar fara með verulega stjórn yfir aflaheimildum. Þar fer fremstur í flokki Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, með 7,77 prósenta hlutdeild í öllum aflaheimildum á Íslandi. Erfingjar Samherjaveldisins eru svo þar næst á eftir með hlutdeild í aflaheimildum frá 1,5 prósentum til 2,4 prósenta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Þörf og velgerð samantekt,finnst stórlega vanta umræðu í þjóðfélaginu um málið
    einning að fleyri fjölmiðlar taki þátt í umfjöllun
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er magnað hvað lítill fjölmiðill eins og Stundin nær að áorka. Takk fyrir þetta, sérstaklega áhugavert að skoða samantektar kortið neðst í greininni.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Vek gert. Hér sést hvað CreditInfo á við með “framúrskarandi” fyrirtæki.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þetta er ótrúlega vel gert og nauðsynlegt að komi fyrir augu almennings.
    Takk fyrir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár