Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Það sem eigendur kvótans eiga

Eign­ar­hlut­ir eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna í ótengd­um at­vinnu­grein­um.

Það sem eigendur kvótans eiga

Útgerðarfélög hafa greitt eigendum sínum myndarlegan arð á síðustu árum. Arð sem hefur verið notaður til fjárfestinga bæði í greininni sjálfri en líka í óskyldum greinum. Í síðasta tölublaði Stundarinnar voru eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna raktar, eins og þær birtast í nýjustu ársreikningum þeirra. En hverjar eru eignir eigenda þessara útgerða? Samkvæmt greiningu Stundarinnar eru 65 mismunandi lögaðilar, það er að segja fyrirtæki, í eigendahópi þeirra útgerða sem á síðustu fimm árum hafa verið meðal 20 stærstu útgerða landsins. Ekki er hægt að nálgast upplýsingar um eignir einstaklinganna sem standa á bak við þessi fyrirtæki.

Fjárfestingar eigenda útgerðanna eru víða en fasteignafélög, bankar og tryggingafélög eru áberandi. Í gegnum þessi félög nær eignanet eigenda aflaheimildanna ansi víða. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá-Almennar og Arion banki eru svo sjálf á meðal þeirra sem fjárfest hafa í útgerð. Tryggingafélög fjárfesta gjarnan í breiðum hópi fyrirtækja til að dreifa áhættu og tryggja ávöxtun eigna. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu