Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Stóru blokkirnar stækka enn og eiga nú 60 prósent kvótans

Hlut­deild stærstu út­gerð­ar­fé­laga lands­ins og þeirra blokka sem mynd­ast hafa á með­al þeirra hef­ur auk­ist frá því sem var fyrr á ár­inu. Þetta sýna nýbirt­ar töl­ur yf­ir afla­hlut­deild ein­stakra út­gerða sem Fiski­stofa held­ur ut­an um.

Stóru blokkirnar stækka enn og eiga nú 60 prósent kvótans

Þrjár kvótablokkir fara með 59,73 prósent allra aflaheimilda á Íslandi, samkvæmt nýbirtum tölum Fiskistofu. Það er talsvert meira en áður en auknum loðnukvóta var úthlutað. Þá fóru sömu blokkir samtals með 46,92 prósent aflaheimild. Þetta þýðir að stærstu útgerðirnar eru orðnar enn stærri en áður. Enn er ólokið vinnu við að yfirfara upplýsingar um aflahlutdeild tengdra aðila en sú vinna er hafin hjá Fiskistofu, samkvæmt upplýsingum Stundarinnar. Það mun breyta hlutdeildartölu hverrar stórútgerðar talsvert, en eins og rakið var í fyrri hluta sjávarútvegsskýrslu Stundarinnar sem fylgdi síðasta tölublaði eru mikil eignatengsl á milli stærstu útgerðanna og minni aðila. 

Langt umfram leyfileg mörk

Sú allra stærsta, Brim, er komin yfir leyfilega hámarkshlutdeild í aflaheimildum samkvæmt gögnum Fiskistofu, með samtals 13,2 prósent hlutdeild. Lög kveða á um að einstaka útgerðarfyrirtæki og tengdir aðilar megi bara hafa 12 prósent hlutdeild. Fiskistofa gerði sérstaklega grein fyrir því í tilkynningu þann 3. nóvember að Brim …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KM
    Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ég bara næ engu efni af heimildinni á símann minn þó ég sé inn skráð þá stendur þú ert ekki innskráð skráðu þig til að lesa blaðið. Það fyrst mér skrýtiðbiðja um áð lagaþað ég er alltaf að biðja ykkur en ekkert gerist í málinu af hverju það
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu