Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Eignanet útgerðanna

Eign­ar­hlut­ir út­gerð­ar­fyr­ir­tækja í óskyld­um grein­um teygja sig um allt sam­fé­lag­ið. Hundruð fyr­ir­tækja eru hluti af flóknu neti þar sem finna má anga út­gerð­anna. Fjöl­miðl­ar, fast­eign­ir og trygg­ing­ar eru með­al geira sem út­gerð­irn­ar hafa keypt sig inn í.

Samherji og Síldarvinnslan eru í sérflokki þegar kemur að fjárfestingum í óskyldum greinum. Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í Sjóvá-Almennum hefur þar mikil áhrif enda eðli tryggingafélaga að fjárfesta víða.

Breytt eignarhald Samherjasamstæðunnar hefur þó fært fjárfestingar sem áður voru beintengdar útgerðinni til hliðar við hana. Samherji Holding er fjárfestingafélag Samherja en það er nú aðallega í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem arfleiddu börn sín að íslenskum útgerðarhluta. Samherji hf., félagið sem heldur utan um útgerðarfélögin Samherja Ísland hf., Útgerðarfélag Akureyringa og eignarhluti Samherjasamstæðunnar í öðrum útgerðarfélögum, svo sem Síldarvinnslunni, á aftur á móti lítinn hluta í Samherja Holding.

Í gegnum það eignarhald fer til að mynda eignarhlutur Samherja á Eimskipafélagi Íslands, þar sem Baldvin Þorsteinsson, einn erfingjanna, situr í stóli stjórnarformanns. Bein fjárfesting í verslunarrisanum Högum tengir svo Samherja inn í matvöruverslanir sem flestir Íslendingar versla við endrum og eins.

Önnur útgerðarfélög hafa ekki fjárfest jafn víða og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu