Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óstaðfest Covid smit teppa bráðamóttökuna

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, seg­ir þá sjúk­linga sem eru grun­að­ir um að vera með Covid smit reyn­ist erf­ið­ast­ir á bráða­mót­töku. Þá þurfi þeir sjúk­ling­ar, sem smit­að­ir eru af Covid og þurfa á gjör­gæsluplássi að halda, að bíða eft­ir því plássi á „pakk­aðri“ bráða­mót­töku.

Óstaðfest Covid smit teppa bráðamóttökuna
Stjórnmálamenn skorti skilning Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir starfandi á bráðamóttöku Landspítala, segir stjórnmálamenn á Íslandi skorta skilning og innsýn inn í hvernig það er að starfa í heilbrigðiskerfinu. Þetta segir hann endurspeglast í ummælum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra um að auka þurfi framleiðni í kerfinu í takt við fjárframlög. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það að þurfa að staðfesta hvort þeir einstaklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítalans séu með Covid smit teppir verulega flæði og starfsemi bráðamóttökunnar. Starfsemin er nú þegar þung vegna manneklu. Þeir sjúklingar sem þurfa á gjörgæsluplássi að halda vegna veikinda í tengslum við Covid sýkingu þurfa því að bíða á „pakkaðri“ bráðamóttöku þar til þeir komast á gjörgæslu.

Þetta segir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítala. Bráðamóttakan tekur á móti töluverðum fjölda Covid sjúklinga.  Að mati Eggerts mun þeim fara fjölgandi. „Það er ekki á það bætandi miðað við ástandið eins og það er núna á sjúkrahúsinu.“ Bráðamóttökuna segir hann fulla og ef eitthvað bregður út af séu starfsmenn í „miklum vandræðum“. 

Staðfesting á smitum tímafrek

Að sögn Eggerts tekur mikinn tíma að staðfesta hvort um Covid smit sé að ræða hjá þeim sjúklingum sem leita þangað með einkenni. „Þetta eru sjúklingar sem leita á bráðadeild og þurfa að leggjast inn sem eru með öndunarfæraeinkenni, hálsbólgu, hósta eða niðurgang og kviðverki. Það þarf að staðfesta að þessir sjúklingar séu ekki með Covid-19 og sú staðfesting tekur mikinn tíma og teppir flæði á bráðamóttökunni.“ 

Þeir sjúklingar þurfi einangrunarpláss ofan á þá sjúklinga sem þau þurfa vegna annarra umgangspesta. „Það eru þessir sjúklingar sem eru grunaðir um Covid en ekki staðfestir sem reynast okkur erfiðastir,“ segir hann. Eitthvað er því um það að sjúklingar sem leita á bráðamóttöku greinist smitaðir af Covid þar. „Svo það er allur gangur á því hvort smit séu þekkt þegar þau koma til okkar.“  

Sjúklingar með staðfest Covid smit eiga að hans sögn greiða leið inn á spítalann, þrátt fyrir skort á legurýmum. „Enn sem komið er en það á líklegast eftir að breytast nema þeir opni aðra Covid deild en það þýðir að þau legupláss lokast fyrir öðrum sjúklingum“. 

„Sú staða getur komið upp að sjúklingur er fastur á pakkaðri bráðamóttöku á meðan beðið er eftir því að hann komist upp á gjörgæslu“

Undanfarna daga hafa einn til tveir sjúklingar greinst með Covid-19 á hverri vakt sem Eggert hefur unnið á bráðamóttökunni. Í síðustu viku upplifði hann til að mynda vakt þar sem þurfti að leggja þrjá Covid smitaða sjúklinga inn á spítalann af bráðamóttöku, þar af tvo beint á gjörgæslu. Síðast þegar Eggert var á vakt á bráðamóttöku biðu fimmtán manns eftir innlögn á spítalann. 

Gjörgæslu sjúklingar fastir á „pakkaðri“ bráðamóttöku

Bráðamóttakan sinnir að sögn Eggerts allra veikustu Covid sjúklingunum en þeir sem dvelja á Covid göngudeildinni og veikjast mikið eða hratt þurfa að fara í gegnum bráðamóttökuna áður en þeir eru lagðir inn á gjörgæslu. Það sama á við um Covid sjúklinga sem eru veikir heima og veikindi þeirra versna. Í sumum tilfellum þurfi þeir að koma fyrst við á bráðamóttöku svo hægt sé að bæta ástand þeirra áður en þeir leggjast svo inn á göngudeildina eða gjörgæslu. 

Covid smitaður sjúklingur getur þurft að bíða á bráðamóttökunni í allt að klukkutíma áður en hann fær pláss á gjörgæslu. „Sú staða getur komið upp að sjúklingur er fastur á pakkaðri bráðamóttöku á meðan beðið er eftir því að hann komist upp á gjörgæslu,“ segir hann.

Aðeins tíu gjörgæslu rými eru laus á Landspítalanum vegna manneklu. Þegar blaðamaður ræddi við Eggert voru tólf sjúklingar í þeim tíu plássum og því mikið álag á gjörgæslunni. „Þeir sjúklingar sem þurfa á gjörgæslu að halda eru mjög veikir. Það veikir að þeir geta hreinlega dáið ef þeir komast ekki á gjörgæsluna á ásættanlegum tíma eða innan við klukkutíma í flestum tilfellum,“ segir hann og heldur áfram:

„Bráðamóttakan getur veitt gjörgæslumeðferð en bara í stuttan tíma. Á gjörgæslu er miðað við að einn hjúkrunarfræðingur sinni hverjum sjúkling. Á bráðamóttöku væri eðlilegt að hver hjúkrunarfræðingur sinnti þremur til fjórum sjúklingum en á Landspítalanum eru oft sex til átta sjúklingar á hvern hjúkrunarfræðing. Svo ef sá hjúkrunarfræðingur er fastur með gjörgæslusjúkling þá eru kannski sex eða sjö sjúklingar sem fá ekki þjónustu á sama tíma.“

Stjórnmálamenn skortir innsýn og skilning

Eggert segir stjórnmálamenn á Íslandi skorta „alla innsýn og skilning á því að tölur segi ekki allt“. „Framleiðni heilbrigðiskerfisins ætti að meta í auknum lífsgæðum og lifuðum árum en ekki í spöruðum krónum eða fjölda sjúklinga séðum af hverjum lækni eða hjúkrunarfræðingi per klukkutíma“.

Þetta segir hann eiga við um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem sagði í viðtali við mbl.is að afköst í heilbrigðiskerfinu hafi ekki þróast í takt við aukin fjárframlög. „Það er ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að starfa í eða þurfa að leita þjónustu í einu ódýrasta heilbrigðiskerfi evrópu, eða þar sem meiri áhersla er á framleiðni en fagleg vinnubrögð,“ segir Eggert. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spítalinn er sjúklingurinn

Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Létt­ir að heil­brigð­is­ráð­herra ætl­ar að skoða rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur varð meyr við að lesa frétt­ar­til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráð­inu þess efn­is að heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur ákveð­ið að taka til skoð­un­ar rétt­ar­stöðu heil­brigð­is­starfs­fólks í tengsl­um við til­kynn­ing­ar og rann­sókn al­var­legra at­vika í heil­brigð­is­þjón­ustu. Ásta er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur feng­ið rétt­ar­stöðu sak­born­ings vegna starfs síns.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Yfirfull bráðamóttaka gat ekki tekið á móti sjúklingi í hjartastoppi
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Yf­ir­full bráða­mót­taka gat ekki tek­ið á móti sjúk­lingi í hjarta­stoppi

Helga Rósa Más­dótt­ir, deild­ar­stjóri bráða­mót­töku Land­spít­al­ans, stað­fest­ir í sam­tali við Stund­ina að sjúk­lingi í hjarta­stoppi var vís­að frá bráða­mót­tök­unni yf­ir á Hjarta­gátt spít­al­ans vegna þess að bráða­mót­tak­an var full. Skráð hef­ur ver­ið at­vik vegna máls­ins. „Við er­um að hafna deyj­andi fólki,“ seg­ir áhyggju­full­ur starfs­mað­ur.
Veikt fólk innilokað í gluggalausu rými
VettvangurSpítalinn er sjúklingurinn

Veikt fólk inni­lok­að í glugga­lausu rými

Á þeim þrem­ur mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar sendi frá sér hjálp­arkall þar sem það sagð­ist lifa ham­far­ir hef­ur lít­ið sem ekk­ert ver­ið að­hafst til að bæta starfs­að­stæð­ur þeirra. Ef eitt­hvað er þarf það að hlaupa enn hrað­ar og mann­rétt­indi sjúk­linga eru brot­in að mati bráða­lækn­is sem fylgdi blaða­manni í gegn­um deild­ina. Að­stæð­ur á vett­vangi voru slá­andi.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækn­ar á Land­spít­al­an­um með heila­bil­un­ar­ein­kenni vegna álags

Ólaf­ur Þór Æv­ars­son, geð­lækn­ir og sér­fræð­ing­ur í streitu og kuln­un, seg­ist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðn­ir óvinnu­fær­ir vegna sjúk­legr­ar streitu. Lækn­arn­ir geta þó ekki tek­ið sér veik­inda­leyfi vegna mönn­un­ar vand­ans á spít­al­an­um og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
6
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
7
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Námsgögn í framhaldsskólum
8
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár