Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. apríl til 13. maí.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

HönnunarMars hefst

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 19.–23. maí
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Hin tólf ára hátíð, HönnunarMars, fer fram nokkrum mánuðum eftir marsmánuð vegna Covid-19 faraldursins. Þessi uppskeruhátíð hönnunar fagnar því sem er nýtt og spennandi í hönnunarheiminum þar sem sjá má óvæntar nálganir og lífleg sköpunarverk. Hátíðin verður opnuð 1.–9. maí með farandsýningunni Öllum hnútum kunnug sem stoppar við í Hafnarhúsinu. Sýningin er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu. Hönnuðir að þessari fyrstu röð verka eru Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Theresa Himmer. Fleiri sýningar, fyrirlestrar og viðburðir verða kynntir þegar nær dregur, en sem fyrr segir byrjar sjálf hátíðin 19. maí ef sóttvarnir leyfa.

Ung-Yrkja og Sinfó

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. apríl kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ung-Yrkja er verkefni sem er sérstaklega lagað að ungum tónskáldum. Í ár voru valin til þátttöku tónskáldin Ingibjörg Elsa Turchi, Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) og Hjalti Nordal, en þau hafa starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðastliðið ár. Nú frumflytur hljómsveitin afrakstur vinnu þeirra fyrir áhorfendum.

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen

Hvar? Mengi
Hvenær? 24. apríl kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen blása og slá til tónleika þar sem verður flutt nýtt efni af komandi plötu kolleganna í bland við þjóðþekkta slagara úr smiðju tvíeykisins. Magnús og Tumi gáfu út plötuna Allt er ómælið árið 2019, en á næstunni er væntanleg önnur breiðskífa frá tvíeykinu.

Barnamenningarhátíð: Listrænt ákall til náttúrunnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 25. apríl 
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Þessi samsýning er afrakstur samstarfs barna við lista- og vísindafólk og kennara í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Alls 42 listamenn túlka verk 800 barna úr fimmtán skólum. Afraksturinn byggir á þverfaglegri nálgun þar sem nemendur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina.

Skiptimarkaður

Hvar? Munasafn Reykjavíkur og Loft
Hvenær? 28. apríl & 29.-30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Skiptimarkaðir ættu að vera öllum vel kunnugir landsmönnum, en þeir stuðla að því að minnka neyslu og auka notagildi, en tveir fara fram í apríl. Miðvikudaginn 28. apríl er skipst á fötum á Lofti. Laugardaginn og sunnudaginn 29. & 30. maí getur fólk kíkt við í Munasafn Reykjavíkur og skipst á bókum, handverki og peysum. 

Uppfært: Viðburðinum í Munasafni Reykjavíkur hefur verið frestað frá apríl í maí. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 28. apríl, 5. & 12. maí
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með kvartettinum Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal þann 28., með Unu Stef og Stefáni S. Stefánssyni 5. maí, og tríóinu Hist 12. maí.

Kardemommubærinn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 2. maí til 10. október
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Skáldskapur norska listamannsins Thorbjörns Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna og Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið Þjóðleikhússins reglulega allar götur síðan. Verkið fjallar um indæla bæinn sem er fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum, en allt fer í uppnám þegar ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan heimsækja hann.

Kok

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 5. & 9. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 5.200 kr.

Ljóða- og myndlistarbókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur öðlast nýtt líf sem tónlistar- og leikhúsupplifun. Ljóð Kristínar fjalla á óvenjulega beinskeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýrlega breyskleika. Verkið er sett upp í tengslum við tónlistarhátíðina Óperudaga, í samvinnu við leikhópinn Svartan jakka.

Sumarnótt

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 7. maí til 19. september
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Líkt og The Visitors er Sumarnótt sjö rása vídeóinnsetning eftir Ragnar Kjartansson þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigðinni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana.

Reddingakaffi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6. júní kl. 13.00-16.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Reddingakaffi Munasafns Reykjavíkur hefur göngu sína á ný, en þessi óformlegi hittingur fer fram fyrstu helgi í hverjum mánuði að sumri til. Fólk mætir með brotna hluti og vinur að því, með hjálp handlaginna sjálfboðaliða, að lagfæra þá. Gætt verður að sóttvörnum, en hægt er að panta tíma fyrirfram. Einnig verður kvikmynd sýnd fyrir þátttakendur.

Uppfært: Viðburðinum hefur verið seinkað úr maí í júní. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu