Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins

„Mik­il nátt­úru­verð­mæti rask­ast veru­lega“, seg­ir í mati Skipu­lags­stofn­un­ar á fyr­ir­hug­aðri Svar­tár­virkj­un á mörk­um Bárð­ar­dals og há­lend­is­ins fyr­ir norð­an. Stofn­un­in var­ar við rösk­un á „ein­um líf­rík­ustu og vatns­mestu lindám lands­ins“ og sér­stæðu lands­lagi með upp­lif­un­ar­gildi. Sam­kvæmt lög­um hefði ekki þurft að gera um­hverf­is­mat. Stofn­un­in seg­ir mats­skýrslu fram­kvæmda­að­il­anna skorta trú­verð­ug­leika.

Vara við „verulega neikvæðum“ umhverfisáhrifum af Svartárvirkjun við jaðar hálendisins
Svartá Áin rennur í Skjálfandafljót af hálendinu. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Virkjun í Svartá, sem rennur af hálendinu inn í Bárðardal í Þingeyjarsveit fyrir norðan, mun „raska sérstæðu landslagi sem má ætla að hafi sérstakt upplifunargildi“, skerða varpsvæði fuglategunda á válista og eyða óvenjulíflegu vistkerfi í votlendi, samkvæmt matsskýrslu Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdaaðilarnir, SSB orka, höfðu hins vegar metið sem svo að umhverfisáhrifin væru „óveruleg eða nokkuð neikvæð“. Í skýrslu Verkís um virkjunina, sem framleiða á 9,8 megawött raforku, var „það niðurstaðan að Svartárvirkjun sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér“. 

Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði

Skipulagsstofnun leggur fram allt annað mat í dag. Skipulagsstofnun segir efnistök í frummatsskýrslu framkvæmdaaðilans „kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar“, ekki síst þegar kemur að áhrifum á húsendur. Meðal annars er talið líklegt að búsvæði húsanda rýrist að gæðum og skerðist, en þau eru afar takmörkuð og segir Skipulagsstofnun að framkvæmdin hafi „áhrif á heildarstofn húsanda á Íslandi og þar af leiðandi í Evrópu“. Þá er, samkvæmt stofnuninni, um að ræða „einar lífríkustu og vatnsmestu lindár landsins sem renna um blásin hraun í umhverfi þar sem inngrip mannsins eru lítil auk þess sem vatnasviðið er talið alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.“

Útlit virkjunarinnarFramkvæmdaaðilar gerðu ráð fyrir að takmarka áhrif á fiskistofna, sem Fiskistofa hafði varað við að yrðu skaðleg, með því að veita farvegi framhjá virkjuninni fyrir fiska.

Í mati Skipulagsstofnunar er lýst gildi Svartársvæðisins fyrir ferðamenn. „Upplifunargildi Svartár er mikið en áin flæðir meðfram grónum bökkum um fossa, gil og flúðir um landslag þar sem gróskumiklir árbakkar kallast á við hrjóstrugt heiða- og hraunlandslag.“

Framkvæmdin myndi rýra gildi sérstæðs, fágæðs eða sérlega verðmæts landslags út frá fagurfræðilegum og menningarlegum mælistikum, að mati stofnunarinnar. „Tilkoma virkjunar mun breyta verulega upplifun af svæði næst virkjun og rýra gildi þeirrar sérstæðu landslagsheildar sem Svartá og Suðurá mynda. Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga skal stefnt að því að varðveita landslag sem er sérstætt eða fágætt eða sérlega verðmætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Skipulagsstofnun telur að landslag Svartár og Suðurár falli þar undir.“

Auk áhrifa af virkjuninni, þar sem áin þurrkast upp á um þriggja kílómetra kafla, er gert ráð fyrir um 47 kílómetra löngum rafstreng í jörð. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar fyrir virkjunina, sem nær yfir um 9 hektara svæði.

Samkvæmt lögum hefði virkjunin ekki þurft að fara í heildstætt umhverfismat þar sem hún féll rétt neðan við 10 megawatta viðmið.

Fellur rétt neðan við viðmið um 10 megawött

Svartárvirkjun er fyrirhuguð allt að 9,8 megawött í afkastagetu, en í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun er viðmiðið um virkjarnir sem sæta heildstæðri greiningu og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar 10 MW og stærri. Þetta gagnrýnir Skipulagsstofnun í niðurstöðum sínum.

„Sú virkjun sem hér er til umfjöllunar, sem er áformuð 9,8 MW, sýnir veikleika þess að ákveðið uppsett afl segi alfarið til um það hvaða framkvæmdir skulu teknar fyrir í rammaáætlun. Hér er um að ræða virkjun undir þeim stærðarmörkum sem mun að mati Skipulagsstofnunar hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif og tilefni hefði verið til að meta með öðrum virkjunarkostum í rammaáætlun.“

Heiðar GuðjónssonForstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, sem skráð er í íslensku kauphöllina og rekur meðal annars Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er helsti forsprakki Svartárvirkjunar.

Vilja svæðið á náttúruminjaskrá

Meðal þeirra sem hafa varað við Svartárvirkjun eru Náttúrufræðistofnun Íslands, sem leggur til að svæðið fari á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár vegna ferskvatnsvistgerðar og fuglalífs. Einnig hefur verið stofnað sérstakt Verndarfélag Svartár og Suðurár til að vinna gegn virkjunaráformunum.

Forsprakkar Svartárvirkjunar eru hópur athafnamanna, sem Heiðar Guðjónsson, einnig forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar, leiðir. Í gegnum Ursus ehf. á Heiðar 42,9% hlut í félaginu Svartárvirkjun ehf, sem er alfarið í eigu SSB Orku ehf. Aðrir eigendur eru Íslandsvirkjun ehf. með 50%, sem er í eigu Ölnis ehf, sem er aftur í eigu Auðuns Svafars Guðmundssonar og Péturs Bjarnasonar til helminga. Loks er þriðji eigandinn Stefán Ákason í gegnum Íshól ehf, með 7,1% hlut í Svartárvirkjun.

SSB Orka lagði fram frummatsskýrslu sína 1. september 2017 og hélt kynningarfund 25. september sama ár í Kiðagili í Þingeyjarsveit. Áður hafði verkefnastjórn rammaáætlunar lagt til að Skjálfandafljót yrði sett í verndarflokk. Fulltrúar Fiskistofu, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra voru sammála um að gera þyrfti umhverfismat, enda væri áin sjaldgæf á heimsvísu, að mati Fiskistofu.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna til Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar, Ferðamálastofu, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Landgræðslu ríkisins, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúruverndarnefndar Þingeyinga, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. 

Loftmynd af svæðinuHópur um verndun Svartár berst gegn fyrirhugaðri virkjun.

Segja matsskýrslu framkvæmdaaðila skorta trúverðgleika

Í matsskýrslu sinni fellir Skipulagsstofnun nokkurn áfellisdóm yfir vinnubrögðum framkvæmdaaðila og segir matsskýrslu SSB Orku miða að því að „draga úr mikilvægi áhrifasvæðis framkvæmdarinnar og mögulegum áhrifum framkvæmdarinnar“. Dæmi séu um að niðurstöður athugana og ályktanir sem dregnar eru í sérfræðiskýrslum um möguleg neikvæð áhrif séu ekki reifaðar í matsskýrslunni og að óvissa um áhrif vegna takmarkaðra upplýsinga sé ekki túlkuð af varúð í samræmi við aðstæður.

„Þessi efnistök kasta rýrð á trúverðugleika matsskýrslunnar,“ segir Skipulagsstofnun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu