Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Að­bún­að­ur og mönn­un voru ófull­nægj­andi á Landa­koti. Loftræst­ing er eng­in, hús­næð­ið þröngt og starfs­menn og tæki gengu á milli deilda. Kæfis­vefn­vél, sem eyk­ur dropa­fram­leiðslu og dreif­ir úða­ögn­um frá önd­un­ar­fær­um, var not­uð á smit­að­an ein­stak­ling.

Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19

Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti eru ástæður hennar sagðar margþættar. Talið er að nokkur smit hafi borist þangað inn á skömmum tíma. Í mati skýrsluhöfundar, Lovísu Bjarkar Ólafsdóttur sérfræðilæknis í smitsjúkdómum og sýkingarvörnum, kemur fram að ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti sé ófullnægjandi og líklegt sé að þessir þættir séu megin orsök þess hversu mikil dreifing varð á smiti innan stofnunarinnar. Þá segir í niðurstöðum Lovísu Bjarkar að mönnun á Landkoti hafi verið ónóg og æskilegt hefði verið að bæta mönnun þannig að hægt hefði verið að tryggja hólfaskiptingu starfsmanna milli deilda á farsóttartímum.

Kæfisvefnvél notuð á smitaðan einstakling 

Talið er að Covid-19 smit á Landakoti hafi borist þangað inn á skömmum tíma, líklega eftir 15. október, og með nokkrum einstaklingum. Þá er einnig talið hugsanlegt að sum smit milli starfsmanna hafi átt uptök sín utan vinnustaðar, í samskiptum við fjölskyldur þeirra og vini.  

Á tímabilinu 22.-29. október greindust 98 Covid-19 tilfelli tengd hópsýkingunni á Landakoti, 52 starfsmenn og 46 sjúklingar. Um mjög hátt smithlutfall var að ræða og er það rakið til þess að gríðarlega mikil dreifing hafi verið á smitefni innan Landakots. Á einni legudeild, sem nefnd er R smituðust þannig allir sjúklingar og 52 prósent starfsmanna og á deild sem nefnd er Q 93 prósent sjúklinga og 46 prósent starfsmanna.

Kæfisvefnsvélameðferð var beitt hjá einkennalausum einstaklingi sem lá inni á deild Q, sem greindist síðar COVID-19 smitaður. Kæfisvefnsvélinni var beitt alla daga frá 12.-21. október inni á deild Q. Þekkt er að kæfisvefnsvél eykur dropaframleiðslu einstaklinga og að vélin dreifi úðaögnum frá öndunarfærum sem geta svifið í loftinu í meira en klukkustund. Á Landakoti er engin loftræsting og dregur Lovísa Björk þá ályktun að sú staðreynd hafi magnað upp smitdreifingu og aukið sýkingarhættu.

Minna en metri á milli rúma

Þá eru lang flestar sjúkrastofur á Landakoti fjölbýli, þar sem eru fá klósett fyrir sjúklinga. Í versta tilfellinu eru aðeins þrjú klósett á deild þar sem eru níu tvíbýli og tvö einbýli og 19 sjúklingar voru inniliggjandi.

Sjúklingar hafa ekki aðgang að einkasalerni eða einkasturtu. Á deild R, þar sem allir inniliggjandi sjúklingar smituðust, eru 3 klósett en inniliggjandi sjúklingar voru 14. Á deild Q voru 15 sjúklingar inniliggjandi en klósett þar eru 4. 

Rúmanýting á Landakoti var 100 prósent í september en almennt er talið æskilegt að rúmanýting sé aðeins 85 prósent. Eftir fyrri bylgjuna í vor var hins vegar ákveðið að breyta legurýmum á Landakoti þannig að þríbýlum var breytt í tvíbýli og einbýlum fjölgað. 

Húsnæðið er svo þröngt að stundum var minna en metri á milli rúma sjúklinga, stundum ekki nema 0,6 metri. Ekki var skjóltjald milli allra rúma í fjölbýlum og ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær skjóltjöld voru sett upp, eða hvenær þau voru þrifin. 

Innan hverrar deildar eru borðstofur þar sem flestir sjúklingar á hverri deild borða saman. Fjölmargir snertifletir eru fyrir sjúklinga aðrir, dagstofur, tækjasalur og rými fyrir hópameðferðir. Í hópmeðferðum voru sjúklingar sem þær sóttu saman ekki með andlitsgrímur, en starfsmenn báru slíkar. Leiðir Lovísa Björk líkum að því að smitdreifing hafi orðið milli sjúklinga í slíkum aðstæðum, jafnvel þó að tveggja metra fjarlægð hafi verið virt, sökum lélegrar loftræstingar á Landakoti.

Starfsmenn sátu þröngt saman 

Enn fremur eru aðstöðu starfsmanna verulega ábótavant, til að mynda eru búningsklefar þröngir og aðeins eru þrjár sturtur fyrir alla starfsmenn. Kaffistofur eru litlar, fjórar af fimm um eða undir 12 fermetrar að stærð, og og erfitt að halda tveggja metra fjarlægðarmörkum í matmálstímum. Allt þetta er til þess fallið að auka á dreifingu smits.

Í úttekt á aðstöðu starfsfólks 14. október síðastliðinn kom fram að sökum þess að matsalur er lokaður vegna endurbóta matast starfsfólk inni á umræddum, þröngum kaffistofum. Á einni deild sátu til að mynda fjórir starfsmenn saman við lítið borð að matast, og því án gríma og fjarlægðarmörk undir tveimur metrum. Ekki var kassi með grímum tiltækur á þremur kaffistofum. Þá voru stólar á tveimur kaffistofum með áklæði sem ekki var hægt að þrífa. Ekki var aðgengi að sjúkrahússpritti eða sótthreinsiklútum fyrir starfsmenn að grípa til.

Þá er ekki algjör hólfaskipting milli starfsmanna deilda, vegna manneklu. Þá er talsvert um sameiginlegan búnað sem sækja þarf og flytja milli deilda og það hafa starfsmenn gert og þar með þurft að rjúfa hólfaskiptingu.

Sjúklingar útskrifaðir af deild þar sem allir sýktust

Flest tilfelli veirunnar sem hafa greinst eru af sama afbrigði sem er mjög algengt á Íslandi. Líklegast er að þeir sjúklingar sem fengu upphafseinkenni í byrjun, frá 21. október, hafi verið útsettir fyrir smiti frá 16. til 18. október. Á sama tíma var nýgengi smita í samfélaginu mjög hátt.

Líkt og fyrr segir smituðust allir sjúklingar á deild R. Sjúklingar af þeirri deild voru útskrifaðir og sendir inn á aðrar stofnanir dagana 16. og 20. október. Allir hinna útskrifuðu greindust síðar með Covid-19.  Töluverður fjöldi var með væg eða óljós einkenni sem gætu samrýmst Covid-19 fyrir greiningu. Talið er að útsetning smita hafi hafist fyrir 16. október, jafnvel frá og með 5. október. 

Auk þess voru sjúklingar útskrifaðir af deild U þann 20. október og af deild T þann 22. október. Á deild U var hlutfall smitaðra 26,3 prósent á tímabilinu 12. október til 22. október, þegar enn var verið að útskrifa sjúklinga af deildinni. Á deild T var hlutfall smitaðra mun hærra eða 87,5 prósent dagana 12. október til 22. október.

Samkvæmt smitrakningu fundust nokkur tilfelli þar sem fólk hefur getað verið útsett fyrir smiti utan Landakots á þessu tímabili og hefðu getað borið veiruna inn á Landakot. Þá eru nokkur tilfelli þar sem starfsfólk tengist smituðum fjölskyldu- eða vinaböndum, sem hefðu þá getað orðið fyrir smiti utan Landakots. 

Bein lýsing af blaðamannafundinum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár