Spítalanum tókst ekki að vernda þá viðkvæmustu
Gauti Kristmannsson missti föður sinn vegna hópsýkingarinnar sem varð á Landakoti í fyrra. Hann reiddist snögglega þegar hann las niðurstöður úr rannsókn embættis landlæknis á því hvað orsakaði það ófremdarástand sem varð á Landakoti.
FréttirHópsýking á Landakoti
Skortur á skipulagi og röng viðbrögð ástæða þess að illa fór á Landakoti
Landlæknir segir að ófullkomin hólfaskipting, ófullnægjandi fræðsla og þjálfun starfsmanna sem og eftirlit með fylgni við leiðbeiningar, skortur á sýnatökum meðal sjúklinga og starfsfólks, ófullnægjandi húsakostur og loftræsting séu helstu ástæður þess að hópsýking braust út á Landakoti á síðasta ári. Auk þess sem viðbrögð í upphafi hópsmits hefðu mátt vera skarpari.
Fréttir
„Það var ekki ótti sem dró tengdaföður minn til dauða heldur veiran“
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, rakst á mótmælanda í hverfi sínu bera skilti með orðunum: Ótti lamar ónæmiskerfið. Mótmælin beindust gegn stjórnvöldum og aðgerðum þeirra gegn Covid-19. Sabine, sem tengist málinu tilfinningalega, segir skilaboðin skaðleg.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Landlæknir skoðar hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu
Alma D. Möller landlæknir segir í samtali við Stundina að hún skoði nú hvort hópsmitið sem varð á Landakoti í vor sé tilkynningarskylt sem alvarlegt atvik og hvort Landakot uppfylli lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
Það er ekki á ábyrgð heilbrigðisráðherra að stýra mönnun innan heilbrigðiskerfisins né heldur ber ráðherra ábyrgð á starfsumhverfi starfsfólks spítalans, segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Stundarinnar. Ábyrgðin sé stjórnenda Landspítalans.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Mönnun hindraði hólfaskiptingu Landakots: „Áralöng saga um starfskjör þessara stétta“
Aðstæður í gömlu húsnæði Landakotsspítala og viðvarandi skortur á klínísku starfsfólki urðu til þess að COVID-19 smit gat borist á milli deilda og sjúklinga. Talsmenn fagstétta segja mönnun viðvarandi vandamál, meðal annars vegna kjara kvennastétta.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Lést daginn eftir að hann var greindur
„Hann var ekki deyjandi maður,“ segir Gauti Kristmannsson, sonur Kristmanns Eiðssonar, kennara og þýðanda, sem lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október eftir COVID-19 hópsmitið sem braust út aðeins fimm dögum áður.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Fór líklega smituð á Reykjalund
Ólafía Sólveig Einarsdóttir segir að móðir sín hafi líklega sýkst á Landakoti.
ViðtalHvað gerðist á Landakoti?
Sjúkrabílnum snúið við á Stykkishólmi
Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, eins þeirra sem smituðust á Landakoti, hefur verið gagnrýnin á hvernig staðið var að málum. Til hafði staðið að Guðlaugur fengi pláss á hjúkrunarheimili í Stykkishólmi og var hann fluttur þangað með sjúkrabíl fimmtudaginn 22. október. Bílnum var snúið við í Stykkishólmi eftir að upplýsingar bárust um hópsmitið sama dag.
Spurt & svaraðHvað gerðist á Landakoti?
Samfélagið hafi samþykkt að tryggja ekki öryggi gamals fólks
„Við erum að lýsa áherslum í íslensku samfélagi til áratuga,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar og meðlimur í framkvæmdarstjórn Landspítalans, um orsakir þess að aðstæður á Landakoti buðu upp á dreifingu hópsmits meðal viðkvæmra sjúklinga. Þá segir hún að sjálf hafi framkvæmdarstjórn Landspítalans þurft að forgangsraða öðrum verkefnum ofar en Landakoti í viðbragði sínu við faraldrinum.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Hópsýkingin á Landakoti: Allir sjúklingar á einni deildinni veiktust af Covid-19
Aðbúnaður og mönnun voru ófullnægjandi á Landakoti. Loftræsting er engin, húsnæðið þröngt og starfsmenn og tæki gengu á milli deilda. Kæfisvefnvél, sem eykur dropaframleiðslu og dreifir úðaögnum frá öndunarfærum, var notuð á smitaðan einstakling.
StreymiHvað gerðist á Landakoti?
Beint: Landakotsskýrslan kynnt - Ekki hægt að koma í veg fyrir þetta, segir Páll Matthíason
„Það var ekki hægt að koma í veg fyrir að smit myndu berast inn, því miður,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um hópsýkingu Covid-19 á Landakoti. Talið er að fleiri en ein manneskja hafi borið inn smit. Gríðarleg dreifing veirunnar skýrist af húsnæðinu og skorti á mannafla.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.