Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“

Seðla­banka­stjóri seg­ir að færa megi rök fyr­ir því að „eng­inn yf­ir fer­tugu ætti að taka verð­tryggð lán“.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af miklum lántökum vegna húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar í kjölfar vaxtalækkunar bankans. Mynd: Pressphotos

„Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og vísar á móti til umræðu um að „enginn yfir fertugu eigi að vera með verðtryggð lán“.

Í umræðu um stöðu húsnæðislána og fasteignamarkaðarins á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun sagði Ásgeir að litlar áhyggjur væru af skuldsetningu. Mikil aukning hefur orðið í lántöku, en megnið af því er endurfjármögnun með lágu veðsetningarhlutfalli úr verðtryggðum lánum með lágum afborgunum af höfuðstól yfir í óverðtryggð með sveiflukenndum greiðslum.

„Fólk hefur verið að fara úr verðtryggðu í óverðtryggt, en það virðist ekki endilega vera að skuldsetning sé að aukast. Þeir sem hafa verið að taka þessi lán á breytilegum vöxtum eru þeir sem ættu að skulda slík lán, þeir sem eru með tiltölulega góðar tekjur og tiltölulega rúma veðstöðu. Þannig að það er ekkert sem bendir beinlínis til þess að við eigum að vera með svakalegar áhyggjur af þessu að svo komnu máli. Það er þannig að það fylgir áhætta öllum lánum.“

Greiðslubyrði hefur lækkað hratt með vaxtalækkunum Seðlabankans síðustu mánuði. Í skýrslu um fjármálastöðugleika kemur fram að óverðtryggðir húsnæðisvextir stóru bankanna hafi að jafnaði lækkað úr 5,3% í 3,8% frá upphafi árs fram til júní. 

Á sama tíma lækkuðu vegnir verðtryggðir húsnæðisvextir úr 3,3% í 2,6%. Munurinn í júní var því aðeins 1,4% á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum en í lok ágúst mældist verðbólgan, hækkun á verðlagi mæld í neysluvísitölu, 3,2%. Þannig má gera ráð fyrir að verðtryggð lán hækki um samsvarandi prósentu, 3,2%, á síðustu tólf mánuðum, en höfuðstóll óverðtryggðs láns hækkar ekki, einungis greiðslan af láninu.

Breytilegir óverðtryggðir vextir eru nú 3,5% hjá bönkunum þremur. Breytilegir verðtryggðir vextir eru hins vegar hærri hjá Íslandsbanka og Arion banka, en hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum, eða 2,7% hjá þeim síðartöldu, en 1,5-2,3% hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum. Yfirlit vaxta má sjá hér.

Eldra fólk taki óverðtryggt

Breytilegum óverðtryggðum vöxtum fylgir aukin sveifla á afborgunum, í samanburði við verðtryggð lán, en á sama tíma hraðari uppgreiðsla á höfuðstól. Ásgeir lýsti því í morgun að lánsformin tvö, verðtryggð og óverðtryggð, henti mismunandi hópum í grófum dráttum eftir aldurstímabili. 

„Það fylgir líka áhætta af verðtryggðum lánum, eins og óverðtryggðum. Þetta er í rauninni spegilmynd. Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt. Lán með breytilegum vöxtum eru þannig að það gengur hraðar á höfuðstólinn. Það má alveg færa rök fyrir því að fólk sem á styttra eftir á vinnumarkaði ætti að taka slík lán,“ sagði Ásgeir í morgun.

Vaxtalækkun ýtir undir lántöku

Vaxtalækkun Seðlabankans og lækkun húsnæðisvaxta hafa fylgt stóraukin umsvif á fasteignamarkaði, þrátt fyrir kreppu og vaxandi atvinnuleysi.

Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika er sett í samhengi hvernig vaxtalækkun leiðir af sér aukinn kaupmátt sem vinnur gegn kólnunaráhrifum kreppunnar. „Þessi lækkun vaxta felur í sér verulega lækkun á greiðslubyrði nýrra húsnæðislána og hefur þannig auðveldað heimilum að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem og lækkað greiðslubyrði af eldri lánum með endurfjármögnun. Þetta hefur aukið eftirspurn á íbúðamarkaðnum og létt þrýstingi á verðlækkanir vegna mikils framboðs íbúðarhúsnæðis í vor, aukins atvinnuleysis og vaxandi óvissu í hagkerfinu.“

Segir ekki merki um aukna skuldsetningu

Hrein ný útlán til heimilaSkýringarmynd Seðlabankans sýnir mikla aukningu útlána.

Veltan á fasteignamarkaði dróst saman eftir að faraldurinn hófst, en jókst verulega í sumar, eða um 57% í júlí og ágúst á milli ára. Seðlabankinn ályktar út frá sölu á sementi og fjölda skráðra starfa í byggingariðnaði um framhaldið á fasteignamarkaði.

„Flest bendir til að áfram hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði þó að ný talning á fjölda íbúða í byggingu liggi ekki fyrir frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika í byrjun júlí. Þannig hefur sementssala haldið áfram að dragast saman og störfum í byggingariðnaði áfram fækkað þrátt fyrir að mikið sé um viðhaldsframkvæmdir sem meðal annars eru drifnar áfram af tímabundinni fullri endurgreiðslu á virðisaukaskatti af viðhaldi og endurbótum á eigin húsnæði.“

Fasteignaverðhækkun í kreppu

Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 1,9% en sérbýlis um 1,6% síðasta ár. Það er verðhækkun umfram verðbólgu. Utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð hækkað meira, eða um 8,6%.

Ásgeir Jónsson sagði í morgun að fjármálastöðugleikanefnd bankans hefði litlar áhyggjur af skuldsetningu vegna vaxtalækkana. „Til að svara stuttlega er það álit nefndarinnar að það væri engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur, eins og staðan er núna. Eiginlega öll lánin sem hafa verið tekin eru með veðsetningarhlutfall undir 70%. Þetta er ekki merki um aukna skuldsetningu.“

Um miðjan september voru 3,3% fasteignalána í greiðsluhléi, en hlutfallið var 6,1% í júní. 5.500 umsóknir um greiðsluhlé hafa borist í heildina og eru 2.000 þeirra enn virkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
10
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár