Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum

Dóms­mála­ráð­herra hef­ur beð­ið Ólaf Helga Kjart­ans­son að láta af störf­um í kjöl­far deilu­mála um fram­ferði á vinnu­stað en hann hef­ur ekki orð­ið við því. Fer­ill hans hef­ur ein­kennst af um­deild­um ákvörð­un­um og hef­ur hann ít­rek­að sætt gagn­rýni.

Umdeildur ferill Ólafs Helga lögreglustjóra litaður af hneykslismálum
Ólafur Helgi Kjartansson Lögreglustjóri Suðurnesja, Ólafur Helgi Kjartansson, hefur endurtekið verið viðriðinn deilumál og hefur framferði hans ítrekað verið gagnrýnt sem harkalegt og ófaglegt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur beðið Ólaf Helga Kjartansson um að láta af störfum, en hann hefur ekki orðið við því. Klúr texti sem hann prentaði úr sameiginlegum prentara skrifstofunnar sem hann fer með yfirstjórnunarstöðu við sem lögreglustjóri Suðurnesja hleypti málinu af stað í maí. Tvær kvartanir liggja nú á borði trúnaðarmanns sem settar voru fram af hálfu samstarfsfólks hans við skrifstofu embættisins. 

Ólafur Helgi á langa og umdeilda sögu að baki sér, en hann hefur verið viðriðinn fjölda hneykslismála í gegnum árin. Í samantekt DV frá árinu 2014 er saga hans rakin vegna óánægju með skipun hans í embætti lögreglustjóra af hálfu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra. Frá árinu 2002 hafði Ólafur starfað sem sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi, en fyrir það gegndi hann stöðu sýslumanns og bæjarfógeta á Ísafirði.

Illdeilur hafi ríkt meðal æðstu embættismanna lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt frétt Vísis, þar sem fylkingar hafi myndast með og á móti Ólafi Helga. Fjórir af sjö yfirmönnum eru þá sagðir vinna gegn honum með beinum hætti. Ólafur Helgi hefur lengi verið umdeildur, en ítrekaðar athugasemdir hafa verið lagðar fram um framferði hans í hinum ýmsu málum í gegnum árin. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir það augljóst að dómsmálaráðherra eigi að hafa umboð til þess að leysa frá störfum óhæfa embættismenn sem starfa innan lögreglunnar. Hann segir stöðu lögreglunnar á Suðurnesjum vera með öllu óboðlega.

Fréttir RÚV herma að deilur innan skrifstofunnar hafi verið undirliggjandi. Upp úr sauð þegar lögreglustjóri prentaði út klúran texta úr sameiginlegum prentara lögreglustöðvar. Ekki er vitað nákvæmlega hvers eðlis hann var. Í frétt RÚV kemur fram að prentarinn hafi orðið uppiskroppa með pappír og því hafi aðeins hluti skjalsins prentast út í fyrri atrennu, en restin skilað sér þegar annar starfsmaður fyllti á prentarann.

Taldi rétt staðið að verki í þvagleggsmálinu

Árið 2007 varði Ólafur aðgerðir lögreglumanna í hinu alræmda þvagleggsmáli á Selfossi. Kona hafði verið stöðvuð við akstur og neitaði að veita sýni, en lögreglumennirnir girtu niður um hana með valdi og héldu henni nauðugri á meðan þeir þvinguðu þvaglegg í hana. Taktlaus ummæli Ólafs til varnar lögreglunni vöktu athygli í kjölfarið. 

„Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“

Konan kærði lögregluna til ríkissaksóknara í kjölfarið fyrir kynferðisofbeldi og voru henni dæmdar bætur. „Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við að það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða,“ sagði Ólafur um málið.

Taldi barnaníðing ekki ógna almannahagsmunum

Barnaníðingur gekk laus í Vestmannaeyjum eftir að lögreglu barst myndbandsupptaka af nauðgun hans á stjúpdóttur sinni, en þar að auki fannst mikið magn af barnaklámi í hans fórum. Maðurinn var einnig grunaður um brot gegn þremur öðrum stúlkum. Ólafur taldi almannahagsmunum ekki stafa hætta af manninum og krafðist því ekki gæsluvarðhalds yfir honum, en sagði að hver maður væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Maðurinn gekk laus í um það bil ár, en málið kom að lokum inn á borð saksóknara sem krafðist þess fyrir Héraðsdómi Suðurlands að hann sætti gæsluvarðhaldi. Í kröfugerð saksóknara var verkferli Ólafs sem lögreglustjóra gagnrýnt, þar sem skýrt þótti að maðurinn væri ógn við samfélagið.

Þá var Ólafur Helgi sakaður um að hafa valdið fjölskyldu vanlíðan eftir slys. Í opnu bréfi Helgu Jónsdóttur, lögfræðings, sem birt var í Fréttablaðinu árið 2008 lýsir hún furðu sinni á því að maður hennar hefði í óþökk hennar verið ákærður fyrir bílslys sem olli aðeins þeim tveimur skaða. Hún segist hafa gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að fá sýslumann, Ólaf Helga, til þess að verða af kærunni en hafi það fallið í grýttan jarðveg. Álagið sem málaferlin ollu fjölskyldunni og henni sjálfri var að mati læknis til þess fallið að aftra bata hennar. Maðurinn var látinn greiða sekt og dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Harkaleg framganga í garð skuldara

Árið 2009 í embætti sýslumanns á Selfossi boðaði Ólafur Helgi handtöku 370 einstaklinga í Árnessýslu þar sem þeir höfðu ekki skilað sér til fjárnáms í kjölfar efnahagshrunsins. Vöktu harkalegar aðgerðir hans athygli, en þáverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, tók fyrir hendurnar á honum og sagði þær ekki vera í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnar. 

Stefna Ólafs Helga í garð skuldara hélt áfram, en árið 2011 lét hann framkvæma nauðungarsölu án lagaheimildar. Tveir aðilar sem áttu hús til helmings í Þorlákshöfn áttu í hlut, en hafði annar þeirra leitað til umboðsmanns skuldara. Íbúðalánasjóður og Byko höfðu sóst eftir nauðungarsölu en dregið hana til baka eftir samskipti við umboðsmann skuldara. Ólafur Helgi fór engu að síður fram á nauðgunarsölu, en hún var dæmd ólögleg og í kjölfarið var sýslumanni gert að greiða eigendum hússins 200.000 krónur í málskostnað. 

„Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka“

Árið 2013 var hann gagnrýndur á ný fyrir nauðungaruppboð á Selfossi. Ólafur varð uppvís af því að lofa gerðarþola frest á uppboði til níu um kvöldið og voru fyrirheit hans fest á myndbönd sem birt voru á netinu. Hann skipti síðan um skoðun og þvertók fyrir að hafa nokkurn tíma sagt að uppboði yrði frestað. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður og bóksali, var viðstaddur en hann lýsti aðstæðum: „Hélt sýslumaður áfram löglausum gerningi og þóttist framkvæma uppboð án þess að nokkuð heyrðist til þeirra verka og fékk svo viðstadda lögmenn og fulltrúa banka til að undirrita hina ímynduðu uppboðsgerð sína sem svo sannarlega fór ekki fram í heyranda hljóði.“ Framferði Ólafs í máli Sverris Sverrisonar vakti jafnframt athygli um svipað leyti, en hann sagði sýslumann hafa neitað að bóka athugasemdir sínar við nauðungarsölu og meinað vitnum að vera viðstödd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Lea Ypi
7
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu