Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo

Neyt­enda­sam­tök­in og ASÍ vilja að starfs­leyfi Cred­it­in­fo verði end­ur­skoð­að með til­liti til al­manna­hags­muna. Ábyrgð Cred­it­in­fo við inn­heimtu smá­lána er sögð mik­il.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo
Smálán Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt aðkomu Creditinfo að innheimtu smálána. Mynd: Shutterstock

Vinnsla Creditinfo á persónuupplýsingum telst brot á lögum um persónuvernd að mati Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Samtökin telja að endurskoða þurfi starfsleyfi fyrirtækisins með tilliti til almannahagsmuna.

Samtökin unnu umsögn um starfsleyfi Creditinfo Lánstrauts að eigin frumkvæði og sendu Persónuvernd. Starfsleyfið rennur út í næstu viku, 1. júlí.

„Creditinfo er fjárhagsupplýsingastofa sem er háð starfsleyfi frá Persónuvernd,“ segir í umsögninni. „Félagið er eitt sinnar tegundar á Íslandi og viðheldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi, skrá sem allar innlendar lánastofnanir nýta sér í tengslum við afgreiðslu erinda, hvort heldur sem er við upphaf viðskipta eða fyrirgreiðslu. Er því ljóst að ábyrgð félagsins er mikil enda getur vanskilaskráning haft víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga hvað varðar aðgang að fjármagni eða annarri fyrirgreiðslu og getur því haft áhrif á húsnæðis- og framfærsluöryggi auk félagslegrar stöðu.“

Samtökin telja að nauðsynlegt sé endurskoða starfsleyfi Creditinfo með tilliti til almannahagsmuna. „Samtökin telja bæði rétt og eðlilegt að ríkar skyldur séu lagðar á fyrirtæki sem hefur slíkt starfsleyfi og að óheimil vinnsla þess á persónuupplýsingum skuli teljast brot á starfsleyfi er varði viðurlögum samkvæmt lögum um persónuvernd o.fl. Telja samtökin mikilvægt að eftirlit með starfseminni sé virkt og tryggt að brot gegn starfsleyfi fái ekki að viðgangast í margar vikur, mánuði eða jafnvel ár án þess að brugðist sé við. Af heimasíðu Persónuverndar má ráða að flestar, ef ekki allar, úrlausnir Persónuverndar gegn Creditinfo séu tilkomnar vegna kvartana þriðja aðila sem telur á sér brotið eða ábendinga utanaðkomandi aðila.“

Loks telja samtökin mikilvægt að viðskiptagrundvöllur Creditinfo verði skoðaður í tengslum við endurskoðun starfsleyfisins. „Er þar sérstaklega horft til þess að tryggt verði að félagið hafi ekki beina verulega hagsmuni, s.s. fjárhagslega, af skráningu eða viðskiptum við innheimtufyrirtæki sem nýta sér heimild til vanskilaskráningar. Kann að vera nauðsynlegt að setja slíkri starfsemi frekari skorður. Í það minnsta telja samtökin brýnt að afturköllun starfsleyfis og beiting viðurlaga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hagsmuni almennings og til þess eftirlits og aðhalds sem nauðsynlegt er að veita fyrirtækinu. Samtökin telja fullreynt að félagið taki sjálft frumkvæði að því að verja hagmuni þeirra sem skráðir eru á vanskilaskrá. 

Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt innheimtu smálána á Íslandi og snýr hluti af gagnrýninni að því. „Fyrir liggur að innheimtufyrirtækið Almenn innheimta ehf. hefur verið í viðskiptum við Creditinfo um árabil,“ segir í umsögninni. „Innheimtar voru kröfur sem byggja á ólögmætum lánum og fólk sett á vanskilaskrá að ósekju enda áttu margir lántakendur inni kröfu á kröfuhafa vegna ofgreidds kostnaðar. Með því ófullnægjandi fyrirkomulagi sem gildir um Creditinfo hefur Almenn innheimta ehf. geta hótað fólki með vanskilaskráningu og sett fólk á vanskilaskrá með því að klæða innheimtuna í löginnheimtubúning. Ábyrgð Creditinfo virðist engin í svona málum, þvert á móti hagnast fyrirtækið af því að eiga viðskipti við sem flesta kröfuhafa og virðist engu breyta þótt kröfuhafi sé hluti af skipulagðri brotastarfsemi á smálánamarkaði. Þegar upp kemst um brot á starfsleyfi breytir Creditinfo um starfsaðferðir án þess að þurfa að sæta nokkurri ábyrgð á því að hafa brotið starfsleyfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
3
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
5
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár