Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, seg­ir sveit­ar­fé­lög­in í land­inu enga burði hafa til að tak­ast á við að að­stoða íbúa og fyr­ir­tæki án að­komu rík­is­valds­ins.

Segir ríkið verða að veita sveitarfélögunum beinan fjárhagsstuðning
Kallar eftir aðkomu ríkisins Aldís segir að þörf sé á bæði almennum aðgerðum af hálfu ríkisins til stuðnings sveitarfélögunum, en einnig sértækum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sveitarfélögin í landinu eru mjög misjafnlega í stakk búin til að uppfylla skyldur sínar gagnvart íbúum sínum í ljósi afleiðinga Covid-19 faraldursins. Ljóst er að öll sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu höggi vegna kórónaveirunnar og ríkisvaldið verður að stíga inn til að aðstoða sveitarfélögin. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði verði að koma til almennar, en einnig sértækar aðgerðir af hálfu ríkisins. 

„Það er ljóst að það er mjög misjöfn staða hjá sveitarfélögunum. Sum þeirra eru að fara inn í þessa tíma með mjög góða niðurstöðu ársreikninga, og hafa kannski verið rekin með fjárhagsafgangi síðustu ára. Fjölmörg sveitarfélög vítt og breitt um landið standa og hafa staðið mjög vel. Svo eru önnur sveitarfélög sem fara inn í þetta ástand í erfiðri stöðu, til að mynda sveitarfélög sem eru á vaxtarsvæðum. Það verða sveitarfélög sem munu þurfa að skila ársreikningum í ár í bullandi mínus, ef allt fer sem horfir, og væntanlega ansi mörg,“ segir Aldís.

Algjört tekjuhrun

Aldís, sem er jafnframt bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að framundan sé gríðarlegur samdráttur í tekjum sveitarfélaganna. Þannig muni útsvarstekjur dragast mikið saman víða, hætt sé við að tekjur vegna fasteigngjalda verði minni og sömuleiðis tekjustofnar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, auk þjónustugjalda. „Við erum að sjá, og munum sjá enn meiri, þunga í félagsþjónustu sveitarfélaganna, sérstaklega ef þetta verður viðvarandi ástand. Í þeim sveitarfélögum þar sem ferðaþjónustan er burðaratvinnugrein og sveitarfélögin hafa engar sértekjur að ráði er þetta mjög erfitt. Dæmi um það er til dæmis Vík í Mýrdal þar sem við sjáum fram á 50 prósenta atvinnuleysi, það er bara algjört hrun. Eða í Skaftárhreppi og Skútustaðahreppi, svo dæmi séu nefnd, þar sem atvinnulífið byggir því sem næst eingöngu á ferðaþjónustu, þar stefnir í gríðarlega erfitt ástand.“

„Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir“

Aldís segir að hún líti svo á að samtal sveitarfélaganna við ríkisvaldið sé viðvarandi og ljóst sé að enn eigi eftir að koma fram fleiri aðgerðarpakkar, rétt eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, nefndi í fjölmiðlum um liðna helgi. Það verði sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna og ríkisins næstu misseri, jafnvel ár, að koma atvinnulífinu aftur á lappirnar.  „Það hefur verið mín skoðun að ríkisvaldið verði að grípa þann kostnað sem bæði sveitarfélögin og eins atvinnulífið eru að verða fyrir og koma til aðstoðar. Svo dæmi séu tekin, þá hafa sveitarfélögin verið að fresta fasteignagjöldum á þessu ári. Við vitum að það mun gagnast til dæmis ferðaþjónustufyrirtækjum í augnablikinu en að sama skapi verða þeim mjög erfið á næsta ári, þegar þau þurfa að greiða tvöföld fasteignagjöld. Að mínu mati þurfum við að ræða við ríkisvaldið um með hvaða hætti sé hægt að mæta ferðaþjónustufyrirtækjunum þegar að þessu kemur. Sveitarfélögin hafa enga burði til þess, öðruvísi en að til komi beinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkisvaldinu. Það verða að koma til almennar aðgerðir en einnig sértækar aðgerðir til þess að sveitarfélögin geti staðið undir þeirri þjónustu sem þeim er skylt að veita.“

Sameining gæti styrkt sveitarfélögin mjög

Spurð hvort hún sjái fyrir sér einhverja breytingu á hlutverki sveitarfélaganna, svo sem að þau láti frá sér verkefni, svarar Aldís því neitandi. Hún bendir á að lengi hafi verið til umræðu til hvaða aðgerða megi grípa til að styrkja sveitarstjórnarstigið, og þar á meðal sé að lögfesta lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögunum. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við gerum öllum sveitarfélögum kleift að sinna þeim verkefnum sem þeim er skylt að sinna. Með sameiningu sveitarfélaga gæti slagkraftur þeirra aukist mjög verulega. Það er hins vegar ekki svo að það sé sátt um slíkt alls staðar, svo það sé tekið fram.“

Aldís bendir aftur á að fjárhagsleg staða sé mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, og þar skipti íbúafjöldi ekki endilega máli. Til séu fámenn sveitarfélög sem standi afar illa, hafi mögulega verið þátttakendur í átakinu Brothættar byggðir fyrir kórónaveirufaraldurinn, og þar sé staðan nú auðvitað alveg afleit. „En það eru líka til fámenn sveitarfélög sem standa mjög vel. Það er því ekkert skrýtið þegar talað er um að veita mögulega fjármunum úr skuldsettum ríkissjóði út til sveitarfélaganna, á grundvelli íbúatölu, að því sé velt upp með hvaða hætti slíkum fjármunum sé best varið. Það er mikilvægt að muna að sveitarfélög og ríkissjóður mynda í sameiningu hið opinbera og bera sameiginlega ábyrgð á að allir landsmenn njóti sem bestra lífskjara.“




Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
6
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár