Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bjarni er „orðinn leiður á að ræða“ launamál þingmanna

Bjarni Bene­dikts­son gagn­rýn­ir þing­mann fyr­ir að benda á að launa­hækk­un for­sæt­is­ráð­herra nemi tvö­faldri hækk­un á taxta­laun­um hjúkr­un­ar­fræð­inga. Hann seg­ist „leið­ur á“ að ræða launa­mál þing­manna, en seg­ir að það komi þó vel til greina að ráð­herr­ar leiði fryst­ing­ar eða launa­lækk­an­ir.

Bjarni er „orðinn leiður á að ræða“ launamál þingmanna
Bjarni Benediktsson Fjármálaráðherra segir illa ganga að sættast á fyrirkomulag um laun þingmanna. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það koma vel til greina að laun ráðherra verði fryst eða lækkuð í ljósi aðstæðna. Hann segist vera orðinn leiður á að ræða fyrirkomulag launa þingmanna og ráðherra á Alþingi.

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, Bjarna um launahækkun þingmanna og ráðherra sem mun koma í gildi næstu mánaðarmót. Sagði hún hækkanirnar ekki góða leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu.

„Sú framkvæmd mun fela í sér afturvirkar greiðslur fyrir fjóra mánuði ásamt því að laun ráðherra hækka um rúm 100.000 á mánuði, laun forsætisráðherra um 130.000 og laun okkar þingmanna um tæp 70.000,“ sagði Halldóra. „Til samanburðar má nefna að heildarlaunahækkun hjúkrunarfræðinga næstu fjögur ár, verði samningur þeirra við ríkið samþykktur, er því næst sú sama og ein hækkun á þingfararkaupi. Launahækkun hæstvirts forsætisráðherra er næstum tvöföld sú upphæð.“

Spurði Halldóra hvort ekki ætti að falla frá launahækkununum.

Bjarni sagði hækkanirnar ekki vera samkvæmt hans ákvörðun, heldur afleiðing þess að Alþingi frestaði fyrir ári launahækkunum sem þá áttu að koma til framkvæmda. Sagði hann þingmenn og ráðherra vera eftirbáta annarra þegar kemur að launahækkunum undanfarin ár.

„En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal,“ sagið Bjarni. „Að menn skuli ekki geta komið sér saman um það yfir höfuð að finna eitthvert fyrirkomulag sem lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður Kjaradóm. Við lögðum niður kjararáð. Það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. En það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið, áður en menn í þingsal koma hingað upp og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju. Ég spyr bara: Hvernig í ósköpunum á yfir höfuð að vera hægt að finna eitthvert fyrirkomulag þegar okkur gengur svona illa með þriðja fyrirkomulagið á rúmum áratug?“

„Við erum ekki að tala um að þetta séu eðlilegir tímar og að við eigum rétt á okkar eðlilegu launahækkun“

Halldóra sagði þá að greinilega hefði hún pirrað ráðherra. „Ég veit vel að það hefur átt sér stað. Spurning mín snýr hins vegar ekki að því. Þetta eru ekki eðlilegir tímar. Við erum ekki að tala um að þetta séu eðlilegir tímar og að við eigum rétt á okkar eðlilegu launahækkun. Ég veit að ráðherra tók ekki ákvörðun um þessar launahækkanir, þetta er vísitöluhækkun, en við þurfum samt að taka ákvörðun um hvort við ætlum að vera í sama báti og almenningur er akkúrat núna eða hvort við eigum að fá okkar launahækkanir á meðan aðrir fá skerðingar. Það er spurningin sem ég vil spyrja,“ sagði hún.

Bjarni bætti því þá við að sú spurning væri sanngjörn. „Hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu? Mér finnst það vel koma til greina,“ sagði hann.

„Mér finnst hins vegar vel koma til greina, ef tekst eitthvert alvörusamtal um það að fara í launafrystingar eða lækkanir, að þá ættu hinir opinberu embættismenn, þeir sem eru í æðstu stjórn ríkisins, að leiða þá breytingu, þá þróun,“ bætti hann við að lokum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni segist leiður á að ræða laun þingmanna. Hann gerði það líka árið 2017, eftir að laun þingmanna voru hækkuð um 44% í einu skrefi á kjördag í október árið áður. „Mér finnst alveg gersamlega óþolandi að þurfa að taka umræðu um það hver kjör þingmanna eigi að vera eða ráðherra ef því er að skipta. Mér finnst rétt að um þau mál eigi að búa með lögum og fela þriðja aðila að leiða það til lykta,“ sagði hann þá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár