Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Svona er kjarasamningur hjúkrunarfræðinga: Minni taxtahækkun en hjá þingmönnum

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar hafa ver­ið beðn­ir að ræða ekki efni kjara­samn­ings Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga við fjár­mála­ráðu­neyt­ið. Taxta­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga hækka minna á fjög­urra ára tíma­bili en ný­lega hækk­uð laun þing­manna. Or­lof nýrra hjúkr­un­ar­fræð­inga er hins veg­ar lengt og vakta­álag næt­ur- og há­tíð­ar­vinnu verð­ur hækk­að. Sum­ir ótt­ast að lækka í laun­um vegna samn­ings­ins.

Svona er kjarasamningur hjúkrunarfræðinga: Minni taxtahækkun en hjá þingmönnum
Frá Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar fá hærri greiðslur fyrir vaktavinnu og taxtalaunahækkun upp á 68 þúsund krónur yfir fjögurra ára tímabil, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem er í samþykktarferli. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Taxtalaunahækkun hjúkrunarfræðinga á tæpum fjórum árum verður minni en launahækkun þingmanna sem uppvíst varð um nýlega, samkvæmt nýundirrituðum kjarasamningi fjármálaráðuneytisins við hjúkrunarfræðinga. Það segir hins vegar ekki alla söguna.

Hjúkrunarfræðingar hafa verið beðnir um að halda trúnað um samninginn og ræða hann ekki opinberlega, á meðan hann er í samþykktar- og kynningarferli. 

Stundin hefur hins vegar kjarasamningsdrögin undir höndum og greinir hér frá efni hans. Samningurinn hefur ekki verið samþykktur af hjúkrunarfræðingum, en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kynnti hann félagsmönnum í fyrradag, sem þurfa að samþykkja hann eða hafna honum fyrir mánaðarlok. Atkvæðagreiðslan hefst á miðvikudag.

Hjúkrunarfræðingar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár. Umræddur kjarasamningur gildir um tímabilið frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Hafa ber í huga að samningarnir eru flóknir,  og í þeim er kveðið á um ýmsar viðbætur og skerðingar, svo sem hækkun vaktaálags um nætur og jól, og svo minnkaðan vinnutíma með afnámi skipulagðra kaffihléa. Þannig eru kjarasamningarnir illa samanburðarhæfir við kjör margra annarra stétta, svo sem þingmanna, og áhrif samninganna misjöfn eftir einstaklingum.

Taxtalaun hækka um 68 þúsund krónur

Í kjarasamningnum, sem gildir yfir fjögurra ára tímabil, er hjúkrunarfræðingum veitt taxtalaunahækkun sem nemur 68 þúsund krónur í heildina, í árlegum skrefum.

Samhliða þessu verða álagslaun fyrir næturvinnu og vaktir á stórhátíðardögum, aðfangadagskvöld og nýársnótt, hækkuð töluvert, eða um 10 til 30 prósentustig.

Undanfarið hefur hins vegar verið í gildi sérstakur vaktaálagsauki. Fréttir voru af honum um síðustu mánaðarmót, þegar laun hjúkrunarfræðinga lækkuðu um allt að tugi þúsunda króna, vegna þess að vaktaálagsaukinn hafði runnið út. Úrræðinu hefur verið beitt frá árinu 2017 til þess að „auka hvata hjúkrunarfræðinga til þess að sinna vinnuskyldu sinni utan dagvinnumarka“.

„Þetta er engin kjarabót fyrir okkur sem erum í dagvinnu.“

Hækkun vaktaálags gagnast hins vegar lítið hjúkrunarfræðingum sem vinna dagvinnu. Hjúkrunarfræðingur sem Stundin ræddi við sagði dagvinnufólk vera óánægt með samninginn, þótt hann gæti reynst ágætur þeim sem vinna kvöld- og næturvinnu: „Þetta er engin kjarabót fyrir okkur sem erum í dagvinnu. Stærsta kjarabótin er fyrir þær sem eru á þrískiptum vöktum; dag-, kvöld- og næturvinnu. Það eru ekkert rosalega margir í þeim pakka. Stór hluti hjúkrunarfræðinga eru einstæðar mæður. Það geta ekki allir unnið á næturnar og á kvöldin. Þetta er svolítið andfemínískur samningur, að því leyti.“

Í samningnum er opnað á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma, en með því að afnema greiðslur fyrir kaffitíma. Í eldri samningi hjúkrunarfræðinga er ákvæði um fastar yfirvinnugreiðslur vegna kaffitíma sem fólk nái fyrirsjáanlega ekki að nýta.

Af LandspítalanumStór hluti hjúkrunarfræðinga vinnur ekki á kvöldin eða um nætur og nýtur ekki hækkunar vaktaálagsgreiðslna.

Óttast að lækka í launum

Sumir óttast að lækka í launum vegna nýja kjarasamningsins. Það getur tæknilega séð gerst á næsta ári þegar yfirvinnugreiðslur vegna ótekinna kaffitíma eru fjarlægðar, jafnvel þótt taxtahækkun upp á 35 þúsund krónur á mánuði hafi átt sér stað.

„Við eigum enga kaffitíma, þetta er kannski eina yfirvinnan sem fólk fær,“ segir hjúkrunarfræðingurinn. „Það getur verið 40 til 50 þúsund á mánuði. Við styttingu vinnuvikunnar er þetta tekið út. Það er loforð um að enginn lækki í launum, en það er ekki kjarasamningsbundið.“

Ánægja ríkir um ákveðin ákvæði samningsins, til dæmis að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar fái strax í upphafi 30 orlofsdaga á ári, í stað 24 orlofsdaga. Þetta gagnast þó ekki þeim sem hafa starfað lengi.

Þá verður innleitt að hjúkrunarfræðingar fá tíu daga í endurmenntun á hverju ári, en áður hafði starfsmönnum verið heimilt að biðja um námsleyfi, án fullvissu um samþykki. 

„Það sem mér finnst vera best við þennan samning er að það er búið að tryggja okkur 10 daga endurmenntun. Við þurfum að uppfæra þekkinguna okkar. Að fara á námskeið og ráðstefnur er nauðsynlegur hluti af starfinu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn.

„Það sem mér finnst vera best við þennan samning er að það er búið að tryggja okkur 10 daga endurmenntun.“

Eftir að allar taxtahækkanir hafa verið teknar inn í myndina verða byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga 410 þúsund krónur á mánuði árið 2022.

Annar hjúkrunarfræðingur sem Stundin ræddi við í gær sagði marga vera „í sjokki“ yfir samningunum. „Þetta eru nánast engar launahækkanir, fólk átti von á talsvert meiru og ég heyri að mörgum finnst þetta móðgandi. Þetta eru hrikaleg vonbrigði, ég get ekki orðað þetta neitt öðruvísi.“

Hjúkrunarfræðingar beðnir að ræða ekki samninginn

Samkvæmt heimildum Stundarinnar fór formaður félagsins, Guðbjörg Pálsdóttir, sérstaklega fram á það við félagsmenn að ræða ekki samninginn opinberlega, á kynningarfundi sem haldinn var í fyrradag og var streymt í gegnum fjarfundarbúnað.

Umræðum sem innifela upplýsingar um samninginn hefur verið eytt af Facebook-síðunni Bakland hjúkrunarfræðinga. Þar hefur þeim tilmælum verið beint að hjúkrunarfræðingum að beina spurningum sínum að tölvupóstfanginu kjarasamningar@hjukrun.is og nálagst kynningarefni á Mínum síðum á hjukrun.is, sem er á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Spurningum og frekari umræðum um samninginn verður ekki svarað á samfélagsmiðlum,“ segir í innleggi stjórnanda á Baklandi hjúkrunarfræðinga.

„Skrítið,“ segir hjúkrunarfræðingur í samtali við Stundina. „Það er verið að loka heilum deildum vegna þess að það vantar hjúkrunarfræðinga. Þetta varðar alveg almenning.“

Markmið að bæta heilsu starfsmanna

Yfirlýst markmið samninganna, sem tilgreind eru í viðauka, eru meðal annars að stytta vinnuvikuna, draga úr þörf og hvata til yfirvinnu, bæta samþættingu starfs og einkalífs, gera vaktavinnu eftirsóknarverðari, bæta heilsu starfsfólks og að vinnutími og að laun taki betur mið af vaktabyrði og „verðmæti staðins tíma“.

Gerðar verða mælingar til að fylgja eftir markmiðunum. „Á samningstímanum verða framkvæmdar reglulegar mælingar til að leggja mat á áhrif kerfisbreytinganna á starfsfólk og starfsemi stofnana. Mælingarnar skulu vera mánaðarlegar eða reglubundnar á 3-12 mánaða fresti, ýmist gerðar með upplýsingum úr launa- eða mannauðskerfum, með spurningakönnunum eða öðrum hætti,“ segir í viðauka samningsins.

Kaffihlé hætt til að stytta vinnutíma

Ákvæði kjarasamnings sem kveða á um kaffihlé verða fjarlægð og það sett í hendurnar hverrar stofnunar fyrir sig að semja um útfærslu, sem geti annað hvort verið eins og áður eða kveðið á um vinnutímastyttingu með því að fjarlægja kaffihlé.

Þannig verður unnt að stytta vinnutíma niður í 36 tíma á viku, með því að stytta hlé. „En við þurfum að sleppa kaffitímunum okkar á móti. Þannig að þetta er ekki hrein stytting á vinnutíma,“ sagði hjúkrunarfræðingur í samtali við Stundina í gær.

„Þannig að þetta er ekki hrein stytting á vinnutíma“

Í kjarasamningnum er hins vegar tilgreint að vinnutími verður 40 stundir á viku, „nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið“.

Í fyrri kjarasamningi átti starfsmaður áður „rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klukkustundir“.

Hætt verður að greiða starfsfólki í vaktavinnu aukalega laun sem nemur 25 mínútum í yfirvinnu fyrir hverja vakt vegna ótekins kaffihlés.

Nú verður grein samnings sem ákvarðar kaffitíma fjarlægð og svigrúmið nýtt til þess að stytta vinnutíma. 

Hugsanleg lækkun verður á launum í veikindaleyfi, þar sem breytingagjald vegna fyrirvaralítilla breytinga á vöktum, sem hefur verið tveir til þrír yfirvinnutímar, verður ekki tekið inn í meðaltalslaunin sem greidd eru í veikindaleyfi.

Þá eiga starfsmenn nú rétt á fríi í stað þess að taka bakvaktir. „Starfsmaður á rétt á fríi í stað greiðslu álags fyrir bakvakt. 20 mínútna frí jafngildir 33,33% vaktaálagi, 27 mínútna frí jafngildir 45% vaktaálagi, 54 mínútna frí jafngildir 90% vaktaálagi.“

Atkvæðagreiðslan um samninginn hefst á miðvikudag.

Meiri launahækkun þingmanna og ráðherra

Taxtahækkun hjúkrunarfræðinga ein og sér er 68 þúsund krónur á fjórum árum, sem fyrr segir, en til samanburðar fá þingmenn rúmlega 69 þúsund króna hækkun á þingfararkaupi, samkvæmt hækkun sem átti að eiga sér stað um áramót.

Ákvörðun um launahækkun þingmanna varð opinber eftir að Vísir.is sendi fjármála- og efnahagsráðuneytinu sérstaka fyrirspurn um launaþróunina, í kjölfar þess að ráðuneytið hafði sent frá sér yfirlýsingu um hálfs árs frestun komandi launahækkunar æðstu ráða- og embættismanna, sem átti að eiga sér stað samkvæmt launavísitölu 1. júní næstkomandi. Í yfirlýsingunni var ekki nefnt að önnur launahækkun hefði átt sér stað. Þar áður fengu ráðherrar og þingmenn margumrædda 44% launahækkun í einu skrefi, eða sem nemur 340 þúsund krónum fyrir þingmenn og hálfri milljón fyrir ráðherra, sem Kjararáð ákvað sama dag og alþingiskosningar voru haldnar í október 2016. Forseti Íslands ákvað að gefa launahækkunina í kjölfarið og skoraði á Alþingi að breyta ákvörðun Kjararáðs.

Nýjasta hækkunin á launum þingmanna og fleiri hefur ekki komið til framkvæmda enn, vegna gaps í lögum.

Hafa ber í huga að hækkunartímabilið nær yfir skeið þar sem launavísitala hækkaði verulega, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir hins vegar ráð fyrir því að hagvöxtur verði neikvæður í ár, sem nemur 7,2%, en aukist aftur um 6% á næsta ári.

Þess fyrir utan eru ýmsar breytingar á kjörum hjúkrunarfræðinga við nýja samninginn, sem hagnast þó mismunandi hópum misjafnlega vel.

„Það vantar yfir 400 hjúkrunarfræðinga bara á Landspítalanum. Landspítalinn er bara ekki samkeppnishæfur í launum,“ segir hjúkrunarfræðingur í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár