Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“

„Við er­um vön að vera sam­an og þekkj­um ekk­ert ann­að.“ Þetta seg­ir Ár­mann Ingi­magn Hall­dórs­son. Eig­in­kona hans, Gróa Ingi­leif Krist­manns­dótt­ir dvel­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dyngju á Eg­ils­stöð­um. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn Beckers, hún er í önd­un­ar­vél vegna sjúk­dóms­ins og þarf mikla umönn­un sem Ár­mann hef­ur sinnt að mikl­um hluta síð­an hún veikt­ist. Vegna heim­sókna­banns hafa hjón­in ekki hist í marg­ar vik­ur.

„Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana“
Í heimsóknabanni Hjónin Ármann Ingimagn Halldórsson og Gróa Ingileif Kristmannsdóttir. Gróa býr á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum og vegna heimsóknabannsins sem er í gildi þar, eins og á öðrum hjúkrunarheimilum á landinu, hefur Ármann ekki hitt konu sína svo vikum skiptir. Mynd: Aðsend/Samsett

„Hún er vön að ég komi á hverjum degi. Við erum vön að vera saman og þekkjum ekkert annað.“ Þetta segir Ármann Ingimagn Halldórsson. Eiginkona hans, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir dvelur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Gróa, sem er 62 ára, er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Beckers, hún er í öndunarvél vegna sjúkdómsins og þarf mikla umönnun sem Ármann hefur sinnt að miklum hluta síðan hún veiktist. Hann hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví að mestu leyti síðan heimsóknabann var sett á Dyngju, eins og á öðrum hjúkrunarheimilum á landinu, til að vera viðbúin þegar banninu verður aflétt.

Ármann hefur boðist til að dvelja hjá Gróu yfir páskahelgina til að annast um hana og létta þar með undir starfsfólkinu, en  vegna heimsóknabanns hefur ekki verið hægt að verða við þeirri ósk.

Gróa Ingileif Kristmannsdóttir Hún er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Beckers, hún er í öndunarvél vegna sjúkdómsins og þarf mikla umönnun sem eiginmaður hennar hefur sinnt að miklum hluta síðan hún veiktist.

„Ég hef sofið hjá henni allar nætur, snúið henni og sinnt henni síðan hún flutti á Dyngju. Ég hef komið alla sunnudaga til að baða hana. Ég veit að starfsfólkið gerir allt sem það getur til að láta heimilisfólkinu líða vel, en hún hefur litla afþreyingu, þar sem ég hef ekki getað komið til hennar,“  segir Ármann.

Þungbær ákvörðun, segir forstjóri

Undanfarið hafa birst í fjölmiðlum fréttir þess efnis að fólk ráði sig til starfa á hjúkrunarheimilum til að geta verið með ættingjum sínum sem þar dvelja. Ármann segir að slíkar fréttir veki vonir um að hann fái að dvelja með Gróu um páskahelgina. „Ég hef ekki fengið að hitta hana síðan í byrjun mars, þegar tekið var fyrir heimsóknir á hjúkrunarheimilin.“

„Ég hef sofið hjá henni allar nætur, snúið henni og sinnt henni síðan hún flutti á Dyngju. Ég hef komið alla sunnudaga til að baða hana“  

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem rekur Dyngju segir að það hafi verið þungbært að banna heimsóknir á heimilið. Hann geri sér vel grein fyrir þeirri vanlíðan sem það geti valdið bæði hjá heimilisfólki og aðstandendum þess. „Við erum að verja viðkvæmasta hóp samfélagins fyrir smiti, eins og okkur er uppálagt að gera. Svona ákvarðanir eru teknar af vel yfirlögðu ráði og þetta er svo sannarlega ekki auðvelt,“ segir Guðjón.

Mjög erfitt fyrir mjög marga

Ármann hefur einnig leitað liðsinnis Öryrkjabandalagsins vegna málsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að talsvert sé um að fólk hafi samband við bandalagið vegna þess að það geti ekki hitt maka sína eða ættingja á heimilum þar sem lokað hefur verið fyrir heimsóknir. „Þetta tilvik er ekki einsdæmi, því miður. Þetta ástand er mjög erfitt fyrir mjög marga. Ég hef til dæmis heyrt frá mörgum aðstandendum alzheimersjúklinga og þeim þykir þetta ákaflega sárt. Sumum finnst að með þessu banni sé verið að gera illt verra fyrir ástvini sína; að þeir verði ráðvilltir og skilji ekki hvers vegna enginn heimsæki þá. En því miður eru þetta þær aðstæður sem við þurfum að búa við tímabundið.“

„Ég myndi vilja að hægt væri að skoða einstök tilvik eins og þetta, þar sem ég hef verið í sjálfskipaðri sóttkví“

Þuríður Harpa nefnir í þessu sambandi að Reykjavíkurborg hafi veitt undanþágu vegna liðveislu fólks sem þarf NPA-þjónustu á heimilum sínum. Sumir í þessum hópi hafi staðið frammi fyrir því að slík þjónusta hafi verið skert eða jafnvel alveg fallið niður vegna veikinda eða sóttkvíar þeirra sem henni sinna eða af öðrum ástæðum sem tengjast COVID-19 faraldrinum. Nú geti þau sem njóti NPA-þjónustu ráðið sína nánustu aðstanendur til þeirra starfa. „Þetta er gríðarlega jákvætt og ég vona að önnur sveitarfélög fylgi þessu fordæmi borgarinnar,“ segir Þuríður Harpa. „Þetta hefur leyst vanda margra.“

Þakklátur starfsfólkinu

Ármann Ingimagn Halldórsson Hann segist hafa verið í sjáflskipaðri sóttkví síðan heimsóknabannið var sett og gætt fyllstu varúðar til að fyrirbyggja að hann smitaðist af COVID-19.

Ármann segist hafa farið í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu og að hún hafi sýnt að hann væri ekki með COVID-19. „Ég skil mjög vel þetta heimsóknarbann og ég er þakklátur fyrir hversu vel er passað upp á fólkið,“ segir Ármann. „En ég myndi vilja að hægt væri að skoða einstök tilvik eins og þetta, þar sem ég hef verið í sjálfskipaðri sóttkví. Mig langar bara til að fá að vera með henni um páskana og sjá til þess að henni líði sem allra best.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aðskilin vegna veirunnar

Kórónaveiran á Spáni: Flúði elliheimilið af ótta við að deyja einn
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Kór­óna­veir­an á Spáni: Flúði elli­heim­il­ið af ótta við að deyja einn

Tala lát­inna vegna kór­óna­veirunn­ar á Spáni er orð­in hærri en í Kína. Á föstu­dag­inn höfðu 1.000 lát­ist á Spáni en nú hafa tæp­lega 3.500 beð­ið bana. Kór­óna­veir­an hef­ur herj­að á mörg elli­heim­ili í land­inu, með­al ann­ars á eitt í Madríd þar sem 89 ára heim­il­is­mað­ur ákvað að taka til sinna ráða áð­ur en röð­in kæmi að hon­um.
Fær ekki að heimsækja eiginmanninn: „Þarf nánd, snertingu og kærleik“
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja eig­in­mann­inn: „Þarf nánd, snert­ingu og kær­leik“

Ein­ar Þór Jóns­son fær ekki að heim­sækja eig­in­mann sinn, sem glím­ir við Alzheimer-sjúk­dóm­inn, á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna heim­sókn­ar­banns. Hann seg­ir þörf á að end­ur­skoða ákvörð­un­ina strax. Ein­ari finnst bann­ið mjög erfitt og seg­ir mjög veikt fólk þurfa nánd og kær­leik, al­veg eins og að­stand­end­ur.
Mikilvægt að halda í jákvæðnina
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Mik­il­vægt að halda í já­kvæðn­ina

Kjart­an Jarls­son er dval­ar­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Sólvangi. Al­gjört bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vegna COVID-19 far­ald­urs­ins veld­ur því að kona hans, dæt­ur og barna­börn munu ekki geta heim­sótt hann næstu mán­uði, fari svo að bann­ið verði ekki end­ur­skoð­að. Kjart­an læt­ur þetta þó ekki á sig fá og held­ur sem fast­ast í já­kvæðn­ina.
Fær ekki að heimsækja lífsförunaut sinn til 60 ára
FréttirAðskilin vegna veirunnar

Fær ekki að heim­sækja lífs­föru­naut sinn til 60 ára

Birg­ir Guð­jóns­son lækn­ir seg­ir al­gjört heim­sókn­ar­bann við heim­sókn­um að­stand­enda á hjúkr­un­ar­heim­ili vera allt of harka­legt, auk þess sem það sé með öllu raka­laust út frá lækn­is­fræði­leg­um for­send­um. Bann­ið veld­ur því að hann get­ur ekki hitt konu sína, lífs­föru­naut til 60 ára sem er með Alzheimer. Birg­ir seg­ir bann sem þetta koma verst nið­ur á Alzheimer-sjúk­ling­um.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár