Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis

Kon­ur sem hafa dval­ið í Kvenna­at­hvarf­inu geta leigt á við­ráð­an­legu verði með­an þær koma und­ir sig fót­un­um. Sér­stak­lega er hug­að að ör­ygg­is­þátt­um og byggt í ná­grenni við lög­reglu­stöð auk þess sem lög­regla mun veita kon­un­um sér­staka vernd.

Kvennaathvarfið að hefja byggingu leiguhúsnæðis
Hefja framkvæmdir á Valentínusardaginn Sigþrúður segir að það sé kannski á einhvern hátt viðeigandi að hefja byggingu hússins þann dag. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stefnt er að því að hefja byggingu fjölbýlishúss sem ætlað er skjólstæðingum Kvennaathvarfsins föstudaginn næsta, 14. febrúar. Konum sem hafa komið til dvalar í Kvennaathvarfinu mun bjóðast að leigja íbúðirnar á viðráðanlegu verði á meðan þær koma undir sig fótunum. Við hönnun hússins var sérstaklega horft til öryggisþátta enda konurnar sem þar munu búa í talsverðri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Húsinu hefur verið valinn staður nálægt lögreglustöð og hefur verið rætt sérstaklega við lögregluna um að veita konunum aukna vernd.

Stuðningur Á allra vörum skipti sköpum

Átján litlar íbúðir verða í húsinu, ætlaðar konum sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu, en hugmyndin er að koma í veg fyrir að konur og fjölskyldur þeirra þurfi að dvelja þar svo mánuðum skiptir enda Kvennaathvarfið hugsað sem neyðarathvarf. Ljóst er að mikil þörf er fyrir úrræði fyrir skjólstæðinga Kvennaathvarfsins enda aðeins 13 prósent kvenna sem þangað komu í fyrra sem fóru þaðan í nýtt húsnæði hér á landi. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að húsnæðismál séu eitt helsta ljónið í veginum fyrir konur sem hafa leitað á náðir athvarfsins þegar þær ætla sér að hefja nýtt líf.

„Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús!“

„Í rauninni má segja að verkefnið hafi farið af stað fyrir alvöru árið 2017. Þá var haldinn söfnunarþáttur átaksins Á allra vörum en snillingarnar sem eru með það átak höfðu valið að styðja okkur í það skipti. Hugmyndin kom nú eiginlega fyrst til á skrifstofu Eyglóar Harðardóttur, þegar hún var félags- og húsnæðismálaráðherra. Ég hafði verið að ræða við hana um þessa stöðu, að konur festust í athvarfinu og kæmust ekki burtu þaðan. Eygló sagði mér að fara heim og lesa frumvarp um ný húsnæðislög, ég gæti svo bara byggt hús! Ég hafði nú aldrei heyrt neitt eins heimskulegt en svo bara varð þetta að veruleika. Eygló hefur átt gríðarlega mikinn þátt í þessu því eftir að hún lét af ráðherraembætti bauð hún sig fram til að skoða þennan möguleika með okkur,“ segir Sigþrúður.

Konurnar nýti það skjól sem þeim gefst

Sigþrúður segir að hugmyndin sé að bjóða konum, sem hafa ekki tök á að leigja á almennum leigumarkaði, upp á tryggt húsnæði í nægilega langan tíma til að þær geti komið sér aftur á fæturna og byggt upp nýtt líf fyrir sig og börnin sín. Hönnun hússins tekur þannig mið af því að konurnar geti átt sitt eigið heimili en einnig er sameiginlegt rými í því þar sem þær geti notið félagsskapar hverrar annarrar og börnin einnig. „Þegar þær flytja inn verður gerður samningur við þær um það hvernig þær nýta þetta færi sem þær hafa á meðan þær leigja þar, til að byggja sig upp. Við erum bjartsýnar á að konurnar geti fundið sér vinnu, jafnvel lokið námi, á meðan þær eru þarna í skjóli,“ segir Sigþrúður og bætir við að starfskonur Kvennaathvarfsins muni sinni stuðningi og eftirfylgni við konurnar sem þarna muni búa.

Ofbeldi lýkur ekki eftir sambandsslit

Húsið er verður staðsett miðsvæðis, í nálægð við Kvennaathvarfið sjálft, nálægt skóla, almenningssamgöngum og þjónustu. Í því verða sem fyrr segir átján litlar íbúðir, þar af ein sem sérstaklega er útbúin fyrir konur í hjólastólum. Stefnt er að því að byggingartími verði sextán mánuðir og hægt verði að bjóða fyrstu konunum að flytja inn síðsumars árið 2021.

„Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi“

Lögð var áhersla á að finna húsinu stað nærri lögreglustöð og fannst slík lóð miðsvæðis í börginni. Sigþrúður segir að  fundað hafa verið með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þar sem rætt hafi verið um samstarf við lögreglu um sérstaka vernd kvennanna og fjölskyldnanna sem búa muni í húsinu. „Við erum ekki búin að formgera það samstarf en við vitum að lögregla mun vera í góðu samstarfi við okkur, eins og ævinlega er. Húsið er þá sérstaklega hannað þannig að meira er hugað að öryggisþáttum en í venjulegum húsum. Það verða ákveðnar öryggisstýringar og mörg hólf sem þarf að fara í gegnum til þess að komast inn í íbúðir, enda á enginn að komast þar inn nema bara að vera hleypt inn. Konurnar sem þarna munu dvelja eru konur sem eru áfram í hættu á að vera beittar ofbeldi, því ofbeldi líkur síður en svo eftir að sambandi þeirra við ofbeldismennina líkur. Þannig að það er mjög mikilvægt að hugsa fyrir öryggi og þá ekki síður til að konurnar sem þarna munu búa finni fyrir öryggi á heimili sínu.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
6
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár