Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson skrifar um reynslu Flateyringa af snjóflóðahættu. Hlutverk okkar hinna sé að styðja fólk sem velur þar búsetu, en ekki hvetja það til brottflutnings.

Jón Trausti Reynisson

Jón Trausti Reynisson skrifar um reynslu Flateyringa af snjóflóðahættu. Hlutverk okkar hinna sé að styðja fólk sem velur þar búsetu, en ekki hvetja það til brottflutnings.

Fjallið, snjórinn og við
Eftir snjóflóðið í síðustu viku Björgunarsveitin Sæbjörg bjargaði því sem bjargað varð, meðal annars ungri stúlku, eftir að tvö stór snjóflóð féllu á sama klukkutímanum. 

„Börn léku sér í „hólum“ í snjóflóðatungunni,“ segir í lýsingu á snjóflóði sem féll rétt við sveitabæ í Önundarfirði 1918. Snjóflóð eru hluti af lífinu fyrir vestan, en fyrir 25 árum urðu þau að táknmynd fyrir dauðann. Líklega hefur samstaða og samhugur Íslendinga aldrei verið meiri en þegar það var tekin skilyrðislaus ákvörðun um að hjálpa Flateyringum og Súðvíkingum að búa við öryggi eftir að 34 létust á einu ári þegar heimili stórs hluta íbúanna urðu fyrir stórum snjóflóðum.

Í síðustu viku sýndi sig að markmiðinu hefur ekki verði fyllilega náð, þegar tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á sama klukkutímanum og bæði ollu tjóni, annað fór yfir varnargarða á hús fjölskyldu en hinu beindu varnargarðar að helsta lífsviðurværi íbúanna, bátahöfninni.

Sumir spyrja hvers vegna fólkið sé ekki bara fengið til að flytja suður.

Lífið í snjóflóðahættu

Ég ólst upp í efstu götunni á Flateyri, Ólafstúni, á móti húsinu sem fór í snjóflóðinu í síðustu viku. 

Eftir nokkur ár þar var fyrst byrjað að tala um snjóflóðahættu. Árin 1990 og 1991 féllu snjóflóð sem enduðu nokkrum tugum metrum ofan við húsin í götunni. Okkur krökkunum, í það minnsta sumum, fannst þetta spennandi og lékum okkur þar í flóðtungunni.

Í snjóhúsi við ÓlafstúnBörn á Flatyeri leika sér gjarnan í snjóhúsum. Hér er greinarhöfundur árið 1984 við Ólafstún. Í baksýn sést í húsið við Ólafstún 14, sem varð fyrir snjóflóði sem braust yfir snjóflóðavarnargarða í síðustu viku.

Eitt sinn féll snjóflóð við hliðina á húsinu mínu, kannski tuttugu metrum fram hjá því, og tók með sér ruslafötu úr næsta garði. Þetta flóð var að stærðinni 3,5, en þau stærstu, sem koma með reglulegu millibili, eru númer 5 á stærðarkvarða snjóflóða.  Ég man eftir því að hafa stolist til að fara upp eftir til að leika þegar byggðin hafði verið rýmd, en líka eftir því að hafa fundið til ótta fyrir snjóflóðum á því augnabliki.

Annars þýddi snjóflóðahættan að við gistum hjá ömmu, neðar í bænum. En ekki alltaf. Ég man eftir notalegum stundum þar sem við fjölskyldan lögðumst öll á dýnur í öruggasta hluta hússins, sem var niðurgrafinn í áttina að hlíðinni, í trausti þess að ef stórt snjóflóð félli tæki það í mesta lagi efri hæðina ofan af okkur en við slyppum.

Fjallaramminn

Fyrir okkur krakkana efst í bænum var fjallið leikvöllurinn og fjöllin öll rammi utan um tilveruna sem við höfðum fyrir augunum á hverjum degi.

Við lærðum á skíði í hlíðinni. Reistir höfðu verið snjóflóðavarnahólar, sem sum okkar notuðu til að æfa skíðastökk, með misjöfnum árangri.

Eitt sumarið fórum við hópur um 10 ára krakka í fjallgöngu með sumarskólakennara að sunnan. Þegar hún sneri við með nokkrum krökkum leyfði hún okkur hinum að halda aðeins áfram upp fjallið. Vandamálið var bara að við hættum ekki. Við héldum áfram og þræddum leið upp meðfram klettabeltunum og inn eftir giljum, þar til við komumst alla leið á toppinn. Það kom okkur á óvart að frétta, eftir að við komumst niður fjallið hinum megin, að björgunarsveitin hefði verið send á eftir okkur upp fjallið.

Í kringum 1990 voru sérstaklega snjóþung ár. Ef kjarna ætti æskuminningarnar niður í einfalda mynd væri það um sumar að þvælast uppi í fjallinu eða hlíðinni, en um vetur að sitja inni í snjóhúsi með kerti.

Eftir snjóflóðiðHönnun snjóflóðavarna var með þeim hætti að flóðin beindust að bátahöfninni og þar með helsta lífsviðurværi Flateyringa.

„Stundum falla snjóflóð“

„Í fjallinu upp af Flateyri er svonefnd Skollahvilft. Stundum falla snjóflóð þar niður hlíðina.“

Svona er Flateyri lýst í helstu heimildinni um líf Önfirðinga, Aldafar og örnefni í Önundarfirði, frá 1951. Tveimur árum eftir útgáfuna féll snjóflóð að stærðinni 5 úr Skollahvilft yfir svæðið þar sem síðar var byggt, sambærilegt öðru sem fallið hafði sautján árum fyrr.

Samkvæmt teikningum að skipulagi sem ég sá sem barn voru tvær götur skipulagðar fyrir ofan Ólafstún í hlíðinni. Einhvern tímann yrðum við stórveldi, hugsaði ég.

Á áttunda og á níunda áratugnum var góðæri í þorpunum úti á landi. Á Flateyri myndaðist samfélag þar sem margar aðfluttar barnafjölskyldur mynduðu sterk vinatengsl. Verkafólk frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Englandi var áberandi í bænum. Og ungt fjölskyldufólk byggði sér heimili og framtíð.

En það varð eitthvert rof milli framtíðar og fortíðar, þar sem viðvörunum eldra fólks var ekki sinnt með því að byggja upp nægilegar snjóflóðavarnir, nægilega hratt, og kannski hafði lærdómurinn einfaldlega glatast í allri bjartsýninni.

Í skýrslu um snjóflóðasögu Önundarfjarðar frá 2002 kemur fram að árin fyrst eftir að efsta byggðin var reist fyrir og um 1980, þegar ég fæddist, átti sér stað um 25 ára tímabil þar sem ekki féll stærsta gerð snjóflóða úr Innra-Bæjargili, númer 5 á stærðarkvarða snjóflóða, líkt og gerðist 1974 og 1960. Önnur höfðu hins vegar fallið við byggðina að stærðinni 3,5 til 4, og valdið smávægilegum skemmdum.

Úr hinu gilinu, Skollahvilft, eru skráð átta snjóflóð stærri en 4 á síðustu öld, sem féllu flest þar sem byggð átti síðar eftir að rísa, sú sem fór öll undir flóðið að stærðinni 5 í október 1995.

Það sem gerðist í síðustu viku var að snjóflóð féllu úr báðum giljunum á sama klukkutíma, líklega að stærðinni 5.

Hús í Ólafstúni 14Þrátt fyrir snjóflóðavarnir og að húsin efst í Ólafstúni á Flateyri hafi verið hönnuð til að standa af sér snjóflóð, lenti ung stúlka undir snjóflóði þar í síðustu viku.

Að gefast upp núna?

Það hefur aldrei verið auðvelt að búa í íslenskri náttúru. Tökum Önundarfjörð sem dæmi. Á hverju ári er talið að töluverður hluti íbúanna hafi dáið úr veikindum sem eru afleiðingar af skyrbjúgi, eða skorti á C-vítamíni. Eitt vorið urðu sjö manns bráðkvaddir við að „ganga má milli bæja eða hlaupa fyrir kindur“. Barnadauði á Vestfjörðum var sagður vera þannig að tvö til þrjú börn lifðu af í systkinahópi tólf til fimmtán barna.

Og ástandið var ekki hvað verst þar. Haft var á orði í heimildum að Íslendingar brostu ekki. Árviss sultur tók við hjá mörgum seint um vetur, þegar vorið var á næsta leiti. En þá voru sumir staðir betri en aðrir.

Í heimildum lýsir eldri maður því að lifnað hefði yfir börnunum í Önundarfirði, líkamlega en ekki andlega, þegar rauðmagi fór að veiðast á vorin í vöðum og hungrið var frá. Á vorin naut fólkið þess að steinbítur gekk inn fjörðinn í apríl, sem forðaði fólkinu frá sulti ef það bara lét sig hafa að sigla út á tveggja til fjögurra manna bátum í óvissuveðri. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður var betra þar en víða. Önfirðingarnir notuðu roð úr steinbít til að búa til skó og skilgreindu leiðir um heiðar út úr firðinum eftir því hversu mörgum skópörum þyrfti að eyða við gönguna. 

En það kostaði sitt að lifa af. 6. maí 1812 dóu 50 manns í „mannskaðanum mikla“, þegar þeir höfðu farið út í blíðviðri en lent í skyndilegu illviðri. Önfirðingar voru þá um 550 talsins, tvöfalt fleiri en núna.

Innihaldsríkt líf

Við getum haft mismunandi skilgreiningar á innihaldsríku lífi, en ein þeirra er að lifa í tengslum við náttúruna og upprunann. „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að?“ segir í viðlagi þjóðsöngs Flateyringa. En það sem laðar að getur breyst í ógn.

Sjálfur flutti ég með fjölskyldunni suður rúmu ári áður en snjóflóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri haustið 1995. Ég þekki því ekki verstu hliðar fjallsins sem ég ólst upp við og get ekki ímyndað mér sársauka fólksins sem lenti í eða upplifði þessar hamfarir. 

Þessa nótt var vitað að það væri snjóflóðahætta. Sá sem bjó í gamla húsinu mínu var fluttur yfir í næstu götu fyrir neðan, þar sem hann dó í snjóflóðinu, á meðan húsið, sem var á hættusvæðinu, slapp hins vegar. Snjóflóðið kom úr einu gilinu en ekki öðru.

Áhætta og lífsgildi

Ef það þurfti ekki að flytja alla á brott allar þessar aldir, hvers vegna núna þegar við höfum alla tækni, lærdóm og getuna til að nota sameiginlega, skilgreinda sjóði til að tryggja fólki öruggt líf óháð búsetu?

Það er engin lausn að yfirgefa hluta samborgara okkar í sparnaðarskyni eða borga þeim fyrir að flytja annað, til dæmis í borgina. Líf úti á landi hefur sína kosti umfram höfuðborgina. Úti á landi eru ekki umferðarteppur, börnum er ekki reglulega ráðlagt að halda sig inni vegna mengunar og börn þar þurfa síður að hafa sig öll við til að sleppa yfir umferðaræðar.

Við getum umfram allt ekki ákveðið fyrir aðra að þau eigi að sæta búferlaflutningum, hvað þá á þeim forsendum að það sé of dýrt að standa með þeim.

Á endanum getum við ekki séð fyrir alla áhættu eða stýrt henni til fulls, en markmiðið er að hafa visku til að skilgreina hvað það er sem við getum breytt. Það eru til 15 milljarðar króna í Ofanflóðasjóðum sem eru til þess að innleiða lærdóm okkar af snjóflóðum.

Heilsan er væntanlega mikilvægasta forsenda lífshamingju, en þegar komið er inn á vef heilsugæslunnar á Flateyri eru skilaboðin: „Lokað verður á heilsugæsluselinu á Flateyri í óákveðinn tíma“. Og nú er bátafloti bæjarbúa ónýtur eftir að hafa lent undir snjóflóði og flóðöldu, þrátt fyrir að varað hefði verið við því að snjóflóðavarnir beindu snjóflóðum að bátahöfninni.

Tíma okkar til að læra er bersýnilega ekki lokið. En það gildir ekki bara fyrir verkfræðilegu hliðina, heldur líka fyrir lífsgildi. Við eigum á hættu að týna þeim lærdómi eins og öðrum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
2

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
3

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“
7

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
4

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
6

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mest lesið í mánuðinum

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
4

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
5

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
6

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Nýtt á Stundinni

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu